Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 18
18 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað R íkissaksóknari mun ekki ákæra lögreglumann í Vest­ mannaeyjum fyrir brot á dýraverndunarlögum, þegar hann gerði mis­ heppnaða tilraun til að aflífa læð­ una Lolu í nóvember í fyrra. DV greindi frá málinu á sínum tíma eftir að í ljós kom að læðan hafði lifað í tíu daga helsærð með skotsár á höfði. Aðdragandi máls­ ins var sá að eigandi Lolu sem var eins árs sá sér ekki fært að eiga læðuna lengur. Þar sem enginn dýraspítali er í Vestmannaeyjum og enginn dýralæknir að jafnaði, fór eigandinn með Lolu á lögreglu­ stöðina. Að sögn lögreglumanns­ ins sem tók að sér að aflífa læðuna gekk eigandinn hart að honum og vildi ekki bíða eftir að dýralækn­ irinn kæmi til Eyja. Skilur ekki niðurstöðu saksóknara Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur í dýrarétti, sagði í frétt DV að hegðun lögreglumanns­ ins væri ámælisverð og kærði málið til lögreglunnar fyrir hönd Kattavina­ félagsins. Árni Stefán furðar sig á þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að ákæra ekki í málinu, og segir skýrt að dýra­ verndunarlög hafi verið brotin. Ég er lögmaður Kattavinafélagsins og ég lagði mikla vinnu í að fara yfir þetta mál. Ég get ekki séð hvernig ríkis­ saksóknari kemst að þessari niður­ stöðu, þrátt fyrir að ég sé að reyna að skilja þennan rökstuðning hans. Það kemur skýrt fram í lögum að dýra­ læknar einir megi gera þetta, það þýðir að það má enginn annar gera þetta. Ég sé bara ekki hvernig er hægt að hafna því að þarna sé um refsi­ verðan verknað að ræða. Þetta svar má túlka með þeim hætti að í raun sé verið að gefa út „skotleyfi“ fyrir alla sem vilja drepa gæludýr með þeim hætti sem fólki dettur í hug.“ Árni Stefán segir að það kunni að hafa haft áhrif að það var lögreglu­ maður sem var kærður fyrir athæfið. „Mín fyrsta hugsun var sú að þarna væri bara þessi dæmigerða íslenska samtrygging í gangi. Ég viðurkenni að það var það fyrsta sem mér datt í hug, að þeir væru bara að hlífa hver öðrum.“ Málaflokkurinn hundsaður Í rökstuðningi ríkissaksóknara stendur meðal annars að orðalag í þeirri grein dýraverndunarlaga sem kæran byggði á væri óljóst og ekki væri grundvöllur til ákæru. Stefán segist ekki gera sér grein fyrir hvað sé óljóst við orðalag greinarinnar. „Ég skil ekki hvað hann á við því mér finnst þetta orðalag mjög skýrt. Að einungis dýralækni sé heimilt að gera þetta og svo er vísað til refsi­ ákvæðis aftast í reglugerðinni. Mér finnst eins og ríkissaksóknari sé að horfa fram hjá mjög skýru laga­ ákvæði um hvernig hlutirnir eiga að fara fram og ég skil ekki niðurstöð­ una. Nú erum við bæði lögfræðingar og tökum ólíkan pól í hæðina og þetta er bara enn eitt dæmið um það að þessi málaflokkur fær ekki neina athygli hjá ríkisstofnunum.“ Reyndi að skjóta á milli augnanna Í samtali við DV í fyrra lýsti lögreglu­ maðurinn því hvernig hann fór með læðuna í kassa út í hraun. „Hún var búin að setja hann í kassa fyrir mig og ég spurði hana hvort hún væri alveg viss um að hún vildi láta lóga kettinum. Hún svaraði játandi og sagðist ekki geta verið með köttinn lengur.“ Hann fór því með köttinn út í hraun í þeim tilgangi að taka lóga kettinum. „Ég náði höfðinu á kettin­ um út úr kassanum og reyndi að skjóta hann á milli augnanna eins og maður á að gera. Ég hleypti af skoti og setti kassann niður og þá hljóp kötturinn í burtu.“ Lögreglumaðurinn svipaðist um eftir kettinum, en þetta var snemma morguns og dimmt úti. „Ég náði ekki kettinum. Ég sá hann ekki.“ Annað augað lá úti Það fór því svo að tíu dögum síðar birtist Lola við heimili sitt helsærð. Annað augað lá úti og greinilegt skotsár á höfði hennar. Hún var mjög máttfarin vegna áverkanna og tíu daga án matar, en vildi greinilega komast inn í húsið. Vegna ástands læðunnar var farið með hana aftur á lögreglustöðina þar sem hún var endanlega aflífuð. n Sleppur við ákæru fyrir að skjóta kött n Ekki ákært í máli læðunnar Lolu n Lifði í tíu daga með skotsár á höfði „… verið að gefa út ,,skotleyfi“ fyrir alla sem vilja drepa gæludýr Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ekki ákært Læðan Lola lifði af skot í höfuðið og komst til síns heima, helsærð, tíu dögum eftir að átti að aflífa hana. Vonsvikinn Árni Stefán Árnason, lög- fræðingur og sérfræðingur í dýrarétti, furðar sig á þeirri ákvörðun saksóknara að fella málið niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.