Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 19
Fréttir 19Helgarblað 12.–14. október 2012 F erðamenn sem dvöldu á Ís- landi á tímabilinu september 2011 til maí 2012 virtust afar sáttir við dvöl sína á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Ferðamálastofa fékk markaðsrannsóknafyrirtækið MMR til að framkvæma. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ferðamálastofa sendi frá sér en athygli vekur að flestir þeirra sem voru spurðir lýstu yfir vilja sínum til að koma aftur til landsins. Íslandsferðin stóðst væntingar 95 prósenta svarenda og tæp 85 pró- sent svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur til Íslands. Í til- kynningu frá Ferðmálastofu kemur fram að langflestir sem hingað komu hafi verið í fríi og var dvalarlengdin að jafnaði um 6,6 nætur. „Fjölmargir þættir höfðu áhrif á að Ísland varð fyrir valinu þó svo náttúran, menn- ingin eða sagan og gott ferðatilboð hafi oftast verið nefnd. Dvöl svar- enda var að stærstum hluta bund- in við höfuðborgarsvæðið og voru hópferðabílar sá samgöngumáti sem mest var nýttur. Fimmtungur vetrargesta hafði áður heimsótt landið. Í átta tilfellum af hverjum tíu var ferðalagið einungis bundið við Ísland,“ segir í niðurstöðum könnunarinnar. Með könnuninni var aflað upplýs- inga um erlenda ferðamenn á Íslandi, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun þeirra á Íslandi, eyðslu- hætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Um var að ræða framhald af netkönnun sem framkvæmd var sumarið 2011 en netföngum var safnað með skipu- lögðum hætti á komu- og brottfarar- svæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. september 2011 til 31. maí 2012. Úrtakið var 4.512 manns og var svarhlutfallið 52,6 prósent. n Ferðamenn almennt sáttir n Könnun Ferðamálastofu á ánægju erlendra gesta Sáttir ferðamenn 85 prósent ferða- manna töldu líklegt að þeir myndu koma aftur til Íslands. Mynd JG Of margir útlendingar Fjöldi erlendra ferðamanna á Ís- landi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari og seg- ir hann fjöldann vera að skemma landið. „Við ráðum ekki við þennan fjölda. Hann er að skemma landið,“ sagði Þór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og bætti við að hugmyndir um fjölgun ferða- manna gangi ekki upp, en hug- mynd ferðaþjónustunnar er að ein milljón ferðamanna sæki Ísland heim árlega á komandi árum. „Ís- lendingar sem fara niður í miðbæ á sitt kaffihús, sem þeir hafa kannski gert árum saman, komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum,“ sagði hann. Þór telur líka ferðaþjón- ustuna skemma út frá sér, frekar en vera Íslandi til góða. Hún svipti Ís- lendinga því umhverfi sem þeir eru vanir og segir hann útlendinga vera truflandi á ferðamannastöðum. Outlaws-liðar lausir úr haldi Tveir karlar og ein kona, sem voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við aðgerðir lögreglu gegn vél- hjólagenginu Outlaws í síðustu viku, eru laus úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem send var út á miðvikudag en þar segir einnig að rannsókn málsins haldi áfram og að henni miði ágæt- lega. Fólkið var handtekið í víð- tækum aðgerðum lögreglunnar í síðustu viku. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu sem lögreglan á Íslandi hefur farið í, en rúmlega sjötíu lög- regluþjónar tóku þátt í henni. Framkvæmd var í húsleit í höf- uðstöðvum Outlaws og á fleiri stöðum. Fólkið er grunað um að hafa skipulagt árásir á fjölskyld- ur lögreglumanna og þá sjálfa. Eru það grunað um að hafa ætl- að að ráðast á heimili þeirra og beita ofbeldi. Skjálftar við Grímsey Nokkrir jarðskjálftar mældust eftir hádegi á fimmtudag við Grímsey. Einn jarðskjálftanna var um þrjú stig á Richter að stærð. Hinir skjálftarnir hafa mælst á tvö til þrjú stig á skal- anum. Í svörum Veðurstofu Ís- lands við fyrirspurn RÚV kom fram að algengt sé að jarðskjálft- ar verði á svæðinu og þar hafi verið skjálftahrinur undanfar- ið. Ekki sé óeðlilegt að skjálftar mælist á svæðinu og sé ekkert sérstakt hægt að lesa í þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.