Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Side 27
Viðtal 27Helgarblað 12.–14. október 2012 skýrir kannski þennan áhuga minn á hestum,“ segir Sara Dögg en hesta­ mennska er hennar aðaláhugamál og þar á hún það til að gleyma sér alveg. „Ég get farið að gráta þegar ég sé fallega hesta, það er eitthvað al­ veg ólýsanlegt við það, einhver feg­ urð sem snertir einhvern kentárs­ streng í mér. Ég er náttúrulega hálfur hestur og hálfur maður. Það er mjög fyndið.“ En þegar hún sótti fyrst um í leik­ listarskólanum komst hún í þrjá­ tíu manna úrtak. Þá fann hún að það var ekki rétt fyrir hana að hefja leiklistarnám á þessum tímapunkti, hætti við og fór til Frakklands. „Fólk skildi ekki hvað var að mér, af hverju ég væri alltaf með þetta vesen.“ Samviskubitið drap leikgleðina Núna var hún hins vegar skilin við barnsföður sinn og fann að hún gat ekki sinnt dóttur sinni eins vel og hún vildi á meðan hún vann í leik­ húsinu. „Þær helgar sem hún var hjá mér þurfti ég að vera í leikhúsinu. Það fór mjög illa í okkur mæðgur.“ Þetta þróaðist svona og það tók sinn tíma fyrir Söru Dögg að átta sig á því að hún stóð á sviði með samviskubit sem tók frá henni leik­ gleðina. „Togstreitan á milli dóttur minnar og vinnunnar var búin að drepa ástríðuna, leikgleðina vantaði. Mér fannst of oft að ég ætti að vera annars staðar. Þessi ástríða er svo dýrmæt í svona sköpunarvinnu að ég taldi réttast að safna kröftum upp á nýtt og koma jafnvægi á persónu­ lega lífið. Mér var farið að líða eins og fugli í búri, ég þurfti aðeins að anda og teygja úr vængjunum. Það er svo merkilegt að það er eitt að hafa væntumþykju og bera virðingu fyrir sjálfum sér, sem reyn­ ist stundum svolítið erfitt. En svo elskar maður börnin sín skilyrðis­ laust og getur gert ýmislegt fyrir þau. Þau hvetja mann til fullkomnunar, til þess að vanda sig meira og standa á sínu.“ Tók pásu frá leikhúsinu Að lokum gaf hún eftir og horfðist í augu við stöðuna eins og hún var. „Þá tók ég ákvörðun um að taka mér pásu og endurhlaða batteríin, finna mína leið. Fyrst fannst mér eins og ég stæði á tímamótum þar sem ég þyrfti að ákveða hvað ég ætlaði að gera í lífinu en síðan áttaði ég mig á því að þetta var ekki endanleg ákvörðun. Við erum alltaf að reyna að skil­ greina okkur sjálf, hver við erum. Er ég flugfreyja, leikkona eða heil­ ari? Svo áttaði ég mig á því að ég þarf ekkert endilega að binda mig við eitthvað eitt. Ég er margbreyti­ leg og fæ útrás fyrir ólíka persónu­ þætti. Fyrir utan það að í grunninn er ég alltaf fyrst og fremst manneskja og sál. Það er líka þannig að ég er mitt eigið verkfæri í leiklistinni og núna er ég að taka út þroska í persónulega lífinu. Fyrir mig er það rosalega stórt skref,“ segir hún og glottir. Í stað þess að hugsa það þannig að hún væri að missa af einhverju ákvað hún að líta öðrum augum á málið. „Með því að stækka og þroskast sem manneskja þá stækka ég sem listamaður líka. Ég ákvað að taka einn dag í einu í þetta og sá að ekkert er varanlegt.“ Óttinn er svo kúgandi Þetta er líka spurning um að treysta og taka lífið í eigin hendur. Einu sinni var hún forlagatrúar, taldi að lífið væri á valdi á örlaganna og var tilbúin til að fallast á sveif með þeim. „Síðan sá ég að ég hef frjálsan vilja og þá gat ég gert alls konar,“ segir hún hlæjandi. „Ég ætla ekki að fest­ ast í einhverju fari af því að mér finn­ ist að ég eigi að gera það eða af því að ég held að aðrir vilji að ég geri það. Ég þarf að hafa mínar forsendur í lagi, vita af hverju ég geri það sem ég geri.“ Hún varð að losa sig við þá hugs­ un að hún ætti að finna sína braut og ná frama þar. „Við erum svo föst í óttanum og það er svo ríkt í okkur að eiga erfitt með breytingar. Þessi óttahugsun liggur eins og hjúpur yfir öllu. Það er allt of algengt að fólk fylgi ekki hjartanu heldur fljóti með af foringjahollustu eða hundseðli. Stundum er bara slökkt á okkur, við fylgjum bara með og spyrjum einsk­ is af því að það er þægilegra, jafnvel þótt við séum dofin og óhamingju­ söm. Það er ömurlegt að ég hafi verið þarna og látið óttann stjórna mér, það er svo kúgandi. Ég er þakklát fyrir að losað mig við gamlar kredd­ ur og fyrirframgefnar hugmyndir um það hvernig lífið ætti að vera. Ég fann frelsið sem fylgir því að taka rétta ákvörðun fyrir mig. Ég held að það sé alltaf þannig að ef maður er í vafa þá fer það ekkert á milli mála þegar maður hefur tekið rétta ákvörðun. Þá færðu þvílíkan meðbyr sem fleyt­ ir þér áfram. Ef þú tekur hins vegar ranga ákvörðun ertu enn máttvana í hnjánum og getur ekki stigið næsta skref því efinn er að naga þig.“ Með einræðisherra inni í sér Mörk og meðvirkni var eitthvað sem var augljóst að hún þurfti að vinna með, „… svo ég leki ekki saman við aðra. Svo ég gangi ekki inn í her­ bergi þar sem einhver gefur tóninn og skilji ekkert í því af hverju ég er allt í einu svona döpur og alveg tóm þegar ég kem aftur út. Svo að ég sé ekki eins og svampur sem drekkur í sig líðan annarra og sveiflast með þeim.“ Reyndar upplifir Sara Dögg ís­ lenskt samfélag fyrir hrun eins og litla krakka í meðvirkri fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn er alkó­ hólisti. „Af því að það er þægilegra að fylgja honum en andmæla þá göptum við upp í hann og vorum eins og litlir kálfar á mjólkurspena. Það er mjög auðvelt að hrífa okkur en á sama tíma er mjög auðvelt að kaupa okkur.“ Yfirborðsmennskan er henni ekki að skapi. Hún hefur aldrei verið týpan sem flýtur um á yfirborðinu. Hún þarf alltaf að kafa dýpra, það er það sem henni þykir svo heill­ andi við leiklistina, allt þetta grúsk og allar þessar pælingar varðandi mannlegt eðli, samskipti og sam­ félög. „Fyrir utan sköpunina sem fylgir þessu. Kannski er það þó að­ allega þetta augnablik sem ég sæki í, þar sem ég er ekkert að hugsa, bara að leika og gleymi öllu öðru. Ég næ því stundum og það er ákveðin hugleiðsla út af fyrir sig. Þú ert bara þarna á þessum stað, sem þessi manneskja.“ Sama hvaða manneskju hún er að leika getur hún yfirleitt alltaf fundið einhvern snertiflöt með hlut­ verkinu og sjálfri sér. „Það er það sem ég leita að. Ég get alltaf fund­ ið eitthvað. Þessir þættir búa all­ ir í okkur öllum en það er misdjúpt á þeim. Inni í mér er pottþétt ein­ ræðisherra,“ segir hún og bætir því við að það sé vonandi mjög djúpt á honum. „Og frekja. Þetta er allt þarna. Það er svo skemmtilegt að ég þarf að horfast í augu við það að ég bý yfir öllum þessum karakter­ einkennum.“ Hún snýr upp á lokk í ljósu hárinu og segir: „… hugsaðu þér þerapíuna. Ég fer í vinnuna og fæ útrás fyrir þetta allt. Svo kem ég heim eins og ég sé nýkomin úr sturtu, búin að ríf­ ast á skrifstofunni og gera alls konar sem ég myndi aldrei leyfa mér í dag­ legu lífi. Þess vegna dreymir mig um að leika alls konar fólk. Svo ég geti verið almennileg heima hjá mér, verið til friðs,“ segir hún hlæjandi, „svo flaggið sé ekki alltaf blaktandi!“ Lára tók yfir Það er ekki alltaf auðvelt að aðskilja hlutverkið frá sjálfinu og þegar hún var að leika Láru sem er svolítið hornótt týpa, eins og Sara Dögg orð­ ar það, átti hún það til að taka yfir. „Hún var farin að fylgja mér óþægi­ lega mikið í mínu lífi þegar við vorum í tökum. Ég áttaði mig á því þegar ég svaraði símtali sem hún og þurfti síð­ an að biðjast afsökunar á því, segja að mér hafi ekki verið sjálfrátt, þetta hafi verið ekki verið ég heldur hún Lára sem hefði tekið yfir. Ég myndi halda að ég væri aðeins mýkri en hún. En mér þykir mjög vænt um þessa stelpu. Hún er svo skemmtilega ófull­ komin.“ Hún er rosalega þakklát fyrir þetta tækifæri og hafði strax góða tilfinn­ ingu fyrir þessu. „Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Þetta hefur verið mjög dýrmæt reynsla,“ segir hún. Nú er næsta sería að hefjast og Sara Dögg hefur ekki enn séð alla þáttaröðina. Hún hefur þó kíkt aðeins á eftirvinnsluna og séð brot og brot auk þess sem hún þekkir náttúrulega handritið. „Ég segi ekki að forvitnin sé ekki að drepa mig,“ segir hún og hlær. „En ég hef á tilfinningunni að þessi sería sé allt öðruvísi en það sem við vorum að gera áður. Í fyrra vorum við að fást við vélhjólagengið en nú er það öllu svartara,“ segir Sara Dögg sem mun sjálf missa af fyrsta þættin­ um þar sem hún verður stödd er­ lendis um helgina. En hún er hvergi bangin og segir það ekkert óþægilegt að hafa ekki séð seríuna: „… ég treysti þeim fullkomlega fyrir mér.“ n „Stundum hef ég haldið að það sé innsæið en síðan hefur komið í ljós að það var bara tómt rugl í hausn- um á mér eða hjartað að fara með mig í einhverja vitleysu. „Það er ömurlegt að ég hafi verið þarna og látið óttan stjórna mér, það er svo kúgandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.