Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 12.–14. október 2012 Helgarblað
franskra sjómanna sem hafa staldr
að hér við í eina tíð,“ segir hann en
þegar þau hittust var Sigmund
ur tiltölulega nýskilinn. „Og trúði
því að ég yrði aldrei aftur við konu
kenndur. En það var bara í nokkra
mánuði,“ segir hann brosandi og
játar því að ástin hafi einungis eflst
í gegnum árin. „Ég held að við séum
alltaf jafn ástfangin. Okkar lán hef
ur verið vinskapurinn. Ef maður er
ekki stórkostlegur vinur maka síns
og alltaf að finna sér tilefni til að
umgangast aðra en makann þá er
það ávísun á meira sundurlyndi en
samlyndi.
Okkur líður rosalega vel saman
og kunnum ekkert betur en að
þegja saman. Öll okkar áhuga
mál eru af sama meiði nema ef ske
kynni þetta eilífa ljóðastúss á mér
sem hún hefur aldrei skilið til fulln
ustu. Það fylgir nefnilega skáld
skapnum að vera utan við sig og
láta sig hverfa öðru hvoru. Það get
ur farið í taugarnar á minni en er
farið að venjast eftir aldarfjórðung.“
Hann viðurkennir að það hafi
verið mikil viðbrigði að hefja ekki
lengur alla vinnudaga á því að keyra
saman á vinnustaðinn þar sem þau
unnu hlið við hlið um árabil. „Það
var mjög furðulegt. Eins og maður
væri hættur með konunni sinni.
Við höfðum alltaf farið á sama bíln
um til vinnu, tekið sömu vaktirnar
og sömu helgarnar. Allt í einu var
eins og maður væri orðinn einn
á báti. Frá því við kynntumst vor
um við saman öllum stundum. Í
leik og í starfi. Þetta voru því mjög
stórt hvörf í lífinu; að missa dóttur,
vinnuna og vinnufélagann.“
Frægðin leiðinlegur fylgifiskur
Hann segir fjölskylduna njóta sam
verustundanna og þá gjarnan yfir
góðum mat. „Við erum ofboðs
lega mikið gefin fyrir mjög langa
kvöldverði að ítölskum og frönskum
sið. Það er alltaf kvöldmatur á okkar
heimili og alltaf reynt að hafa hann
þannig úr garði gerðan að fólk sitji
sem lengst. Fjögur barnanna eru
ennþá heima og við viljum halda í
gamlar hefðir; hér er opið hús fyrir
sem flesta og auðvitað alla krakk
ana og vini þeirra sem og frænkur
og frænda sem eru að koma í nám
að norðan. Það er ekkert óalgengt
að það komi tíu til tólf manns í mat.“
Sigmund Erni þekkja allir enda
var hann lengi vel daglegur gestur
á íslenskum heimilum þegar hann
matreiddi ofan í landsmenn frétt
irnar. Hann viðurkennir að hafa tíð
um óskað sér þeirra forréttinda að
geta horfið í fjöldann. „Ég hef oft
sagt það við konu mína og börn að
ég myndi gefa mikið fyrir að vera
óþekktur. Það er ekkert jafn hall
ærislegt og að vera frægur í fámenn
inu á Íslandi. Ég er alinn upp á Akur
eyri sem ósköp venjulegur strákur
venjulegrar fjölskyldu, hvorki með
meiri né minni hæfileika en næsti
strákur í hverfinu. Ég hef aldrei
gengist upp í frægðinni. Mér finnst
hún leiðinlegur og vondur fylgi
fiskur þess að vera áberandi í sam
félaginu. Hún getur farið mjög illa
með fólk, breytt því og orðið til
þess að fólk verði hégómanum að
bráð. Mér líður best með venjulegu
fólki að tala um venjulega hluti.
Ég kann ekkert sérstaklega vel við
mig í þessum hefðbundnu kokteil
boðum þar sem fræga fólkið fer
sársvekkt heim ef það er ekki tekin
af því ljósmynd.“
Kjaftasögur um vændi, ofbeldi
og framhjáhald
Frægðinni fylgja gjarnan kjaftasög
ur og Sigmundur Ernir hefur ekki
farið varhluta af ágætum skammti
af Gróu á Leiti. Hann segist hafa
byggt sér þykkan skráp í gegn
um árin en þyki erfitt að hugsa til
þess að börnin hans lesi óhróður
inn á netinu. „Upp á síðkastið hafa
kjaftasögurnar orðið næsta óbæri
legar. Þetta er óhróður sem á sér
enga innistæðu. Ég hef gert mörg
mistök í lífinu og viðurkennt þau
og lært að lifa með þeim en þegar
maður er vændur um furðulegustu
hluti sem hafa aldrei hvarflað að
manni getur maður orðið svolítið
álútur.
Einhverju sinni átti ég að hafa
verið aðalgaurinn í vændishring
Catalinu Mikue Ncogo, vera farinn
frá konu og börnum og hafa skil
ið heimilið eftir í rúst eftir erfiðan
og ofbeldisfullan skilnað. Það þarf
ekki bara mikið hugmyndaflug til
að búa svona sögu til heldur líka
ofboðslega illkvittni. Það er þetta
illa í þessum sögum sem maður
er svolítið hræddur við,“ segir
hann og bætir við að sögurnar
séu margar og hverri annarri öm
urlegri. „Auðvitað á maður að vera
búinn að halda framhjá með öll
um kvenþulum sjónvarpsbransans
og getið með þeim börn sem sum
hver þykja grunsamlega lík mér.
Íslendingar eru náttúrulega
sagnaþjóð. Við komumst ekki í
gegnum daginn nema geta sagt
hver öðrum góða sögu. Laxinn
stækkar alltaf í næstu sögu á eftir.
Þannig er um allt. Það sem er hins
vegar alvarlegast er að núna fest
ist óhróðurinn á netinu um aldur
og ævi. Ef maður leggur sig ekki
fram við að andmæla honum jafn
óðum endar hann sem sannleikur
í ókominni framtíð. Það er óbæri
legt og á því þurfum við með ein
hverju móti að taka. Stjórnmála
menn og opinberar persónur eiga
að þola gagnrýni en illa innrættur
óhróður án innistæðu er aldrei
réttlætanlegur.“
Fréttir af því að slegið hefði ver
ið til Sigmundar á skemmtistað á
Akureyri á dögunum vöktu athygli.
Sá sem höggið átti hitti ekki og sér
sveitarmaður, sem fyrir tilviljun var
staddur á staðnum, skarst í leikinn.
Sigmundur segir uppákomu sem
þessa eitthvað sem þingmenn geti
alltaf átt von á. „Svona lagað hef
ur orðið algengara með árunum.
Fólk veður í stjórnmálamenn og
vill ef til vill einhvers konar upp
gjör við valdið. Það er skiljanlegt
á einhvern hátt en ofbeldi er hins
vegar aldrei lausn á vandræðum
fólks. Leiðinlegast er ef börn verða
vitni að svona heift. Einhverjir hafa
komið að máli við mig og sagt að
maður eigi ekkert að vera á al
mannafæri en það finnst mér af
leitur kostur. Mér finnst þvert á
móti að stjórnmálamenn eigi að
vera á meðal fólksins.“
Saknar góðs vinar
Sigmundur segist bjartsýnn á kom
andi kosningar en það hafi ekki
komið til greina af hans hálfu að seil
ast eftir áhrifum í flokknum að þessu
sinni. „Ég vil reyna að þroskast ró
lega sem stjórnmálamaður. Þannig
náði ég ágætum metorðum í blaða
og fréttamennsku. Ég náði fyrst full
um tökum á faginu áður en ég fór að
klífa metorðastigann.
Ég hef skorað á Árna Pál Árna
son að bjóða sig fram til formanns
og tel að hann geti aukið á breidd
flokksins þar sem jafn mikil áhersla
er lögð á vinnu og velferð. Það kem
ur í ljós hverjir keppa við hann en ég
tel Árna Pál að mörgu leyti fulltrúa
þeirrar víðsýni sem flokkurinn þarf
að standa fyrir.
Mér finnst Jóhanna ekki hafa átt
nógu sterkt samtal við þjóðina. Hún
er vinnuþjarkur sem nýtur sín best
við vinnuborðið. Þegar kemur að
flokkastarfinu út á við þá eru margir
betur hæfir til að eiga samtal við
þann breiða hóp sem fylkir sér innan
Samfylkingarinnar en Jóhanna Sig
urðardóttir. Hins vegar verður það
ekki tekið af Jóhönnu að hún er mesti
kvenskörungur íslenskra stjórnmála
á lýðveldis tímanum. Í allra bestu
merkingu þess orðs.
Ég tel að Samfylkingin og ríkis
tjórnin geti óhrædd lagt verk sín í
dóm kjósenda. Það er með ólíkind
um hvað okkur hefur tekist að rétta
samfélagið við á skömmum tíma. Til
þess er horft utan úr heimi. Þetta hef
ur verið ævintýralegur og viðburða
ríkur tími og orð stjórnarandstöð
unnar um verkleysi þessar stjórnar
minnir á íkveikjustrákinn sem
skammast út í lélegar brunavarnir.“
Spurður um brotthvarf Róberts
Marshall úr flokknum segist hann
lengi hafa grunað að Róbert væri á
förum. „Maður saknar alltaf góðs
vinar en hann fer ekki langt. Ég tel að
hann sé bara að hugsa um sína fram
tíð og sína bestu möguleika í pólitík.
Róbert verður áfram samherji. Ég
held að Björt framtíð sé bara útibú
úr Samfylkingunni með sömu kenni
tölu.“
Fullkomin hamingja ekki til
Sigmundur hefur gefið út fjölda
ljóðabóka. Skáldagáfan lætur hann
sjaldnast í friði svo stundum er hon
um hreinlega nóg boðið. „Þegar
maður er alltaf að yrkja hefur maður
ljóðsýn á lífið og má ekki sjá veðra
brigði eða svipbrigði í andliti. Þetta
getur verið leiðinlegt og maður fer að
ranghvolfa í sér augunum á manna
mótum og hverfa inn í sjálfan sig. En
svona er þetta. Annaðhvort er maður
í þessu eða ekki og þá er maður alltaf
að. Ég hafði ekki gefið út ljóðabók í
mörg ár og gaf út tvær núna í röð. Sú
seinni kallar á aðra bók því ég fjall
aði um ömmurnar í lífinu mínu og
get ekki verið minni maður gagnvart
öfunum.
Svo er ég að leggja drög að sögu
konu sem er kannski á einhvern hátt
í anda síðustu ævisögu minnar um
hana Magneu. Sú var engan veginn
þekkt, hvað þá fræg en bókin seld
ist eins og heitar lummur af því að
hún hafði frá alvöru hlutum að segja.
Þarna var ekkert Séð og heyrtyfir
borð heldur reynsla og dýpt. Þetta
verður svipuð bók.“
Lífið hefur ekki alltaf verið ein
tóm hamingja hjá Sigmundi Erni.
Óhugsanleg áföll hafa markað
hann og breytt fyrir lífstíð. Samt
sem áður tekst honum að finna
sína hamingju. „Ég held að maður
finni aldrei fullkomna hamingju.
Þá er maður kominn að leiðarlok
um í einhverjum skilningi. Leitin að
næstu yndisstund er alltaf merki
legri en síðasta stund sem manni
fannst góð. Ég held að lífsgaldur
inn felist í þessari leit,“ segir hann
og hugsar til fjölskyldunnar þegar
hann er inntur eftir því hvað geri
hann hamingjusaman. „Vellíðan
og velgengni barnanna minna. Og
að vakna upp við hliðina á konunni
minni og sjá að það liggur fullmót
að ljóð á náttborðinu sem ég orti í
svefnrofunum.“ n
Breyttur maður Sigmundur segir barns-
missi breyta öllum foreldrum. Þegar Eydís
Edda dó missti hann hluta af sjálfstraustinu
og sinni meðfæddu glettni. myndir/Sigtryggur Ari
„Auðvitað á maður að
vera búinn að halda
framhjá með öllum kvenþulum
sjónvarpsbransans