Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 33
33Helgarblað 12.–14. október 2012
kíló af kókaíni missti Stephen nokkur Brown í hafið fyrir utan strend-
ur Cork á Írlandi árið 2007. Stephen hafði ásamt áhöfn sinni hugsað sér
að koma fíkniefnunum í land á Írlandi en tókst ekki betur til en svo að
gúmmíbátur sem hann hugðist nota til verksins sökk til botns með farm-
inn. Nýlega fékk hinn óheppni smyglari 20 ára dóm fyrir tilraunina.1.500
R
óbert Alton Harris fæddist
15. janúar 1953 í Fort
Bragg í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum, fimmta
barn af níu. Foreldrar hans
voru Kenneth, liðsforingi í banda-
ríska hernum, og Evelyn Harr-
is. Kenneth og Evelyn voru bæði
áfengis sjúklingar og fæddist Ró-
bert tveimur mánuðum fyrir tím-
ann í kjölfar þess er Kenneth, sem
hlotið hafði viðurkenningar fyrir
framgöngu sína í seinni heimsstyrj-
öldinni, sparkaði í kvið Evelyn. Talið
er að Róbert hafi fengið áfengiseitr-
un í móðurkviði. Hann ku hafa sætt
ofbeldi í bernsku, einkum og sér í
lagi af hálfu föður síns sem trúði að
Róbert væri ávöxtur framhjáhalds
Evelyn.
Kenneth Harris hefur greini-
lega ekki verið merkilegur pappír
því árið 1963, eftir að hann var
brottskráður úr hernum, var hann
dæmdur til eins og hálfs árs fang-
elsisvistar og aftur, 1964, til enn
lengri fangelsisvistar. Báðir dómar
voru tilkomnir vegna kynferðislegs
ofbeldis sem hann hafði beitt dætur
sínar. Á meðan Kenneth var á bak
við lás og slá lifði fjölskylda hans
hálfgerðu flökkulífi í grennd við San
Joaquin-dalinn.
Dæmdur fyrir manndráp
Um tíu ára aldur lenti hann í úti-
stöðum við laganna verði og þremur
árum síðar var hann dæmdur til
fjögurra mánaða dvalar í fangelsi
fyrir unglinga fyrir bílþjófnað.
Þegar Róbert var á fimmtánda
ári yfirgaf móðir hans hann og
hann lagði land undir fót og fór til
Oklahoma þar sem bróðir hans og
systir bjuggu. Skömmu síðar var
hann aftur kominn í unglingafang-
elsið, enn og aftur fyrir bílþjófn-
að en var sleppt þegar hann náði
nítján ára aldri. Þegar Róbert losn-
aði virtist sem hann hefði róast
heldur, hann fékk sér vinnu og síð-
ar gekk hann í hjónaband og eign-
aðist son, Róbert ungri, með spúsu
sinni. En 1975 hljóp snurða á þráð-
inn en um það leyti bjó fjölskyld-
an í hjólhýsagarði í Imperial-sýslu.
Róbert banaði herbergis félaga
bróður síns með barsmíðum. Hann
fullyrti að það hefði hann gert til
að vernda eiginkonu fórnarlambs-
ins. Síðar kom í ljós að Róbert hafði
enga ástæðu haft til barsmíðanna
og var hann dæmdur til fangelsis-
vistar fyrir. Róbert sat inni um
þriggja ára skeið og notaði eigin-
kona hans tækifærið og sótti um
skilnað. Róbert fékk reynslulausn í
janúar 1978.
Bankarán með meiru
Um mitt ár 1978 fékk Róbert, þá 25
ára, yngri bróður sinn Daníel, 18
ára, til liðs við sig vegna bankaráns.
Daníel stal tveimur byssum frá ná-
granna sínum í Visalia í Kaliforníu
2. júlí og þá nótt óku bræðurnir til
San Diego. Næstu tvo daga keyptu
þeir skotfæri og æfðu bankarán í
dreifbýli skammt frá Miramar-vatni.
Hinn 5. júlí rákust bræðurnir á
tvo sextán ára drengi, John Mayeski
og Michael Baker, sem sátu í mestu
makindum í grænni Ford-bif-
reið á bílastæði í Mira Mesa. John
og Michael voru bestu vinir og
ætlun þeirra var að eyða deginum
í stangaveiði til að fagna nýfengnu
ökuleyfi John.
Róbert tók bifreiðina traustataki
og skipaði John að aka til Miramar-
vatns, en Daníel elti á öðrum bíl.
Róbert sagði drengjunum að hann
hygðist nota bíl þeirra við banka-
rán, en þeim yrði ekkert mein gert.
Við Miramar-vatnið var drengj-
unum skipað að fara á hnén sem
þeir gerðu með bæn á vör. „Hættið
þessum skælum og mætið dauða
ykkar eins og karlmenni,“ sagði
Róbert við drengina andartaki áður
en hann dældi kúlunum í þá.
Síðan snéru bræðurnir aftur
í greni sitt í Mira Mesa, kláruðu
hamborgara drengjanna á meðan
Róbert gumaði af morðunum.
Skammvinnur afrakstur
Um klukkustund síðar létu bræð-
urnir til skarar skríða í Trust and
Savings-bankanum í Mira Mesa og
komust undan með 2.000 Banda-
ríkjadali, hvorki meira né minna.
Vitni sá til kumpánanna og veitti
þeim eftirför að aðsetri þeirra í Mira
Mesa og hafði síðan samband við
lögreglu. Innan við klukkutíma eftir
bankaránið voru bræðurnir komn-
ir í vörslu lögreglunnar. Fyrir kald-
hæðni örlaganna var einn lög-
reglumannanna sem handtóku þá
Steven nokkur Baker, faðir Michael
Baker. En á þeim tíma hafði hann
ekki vitneskju um örlög sonar síns.
Þegar upp var staðið sat Róbert
Harris uppi með ákæru vegna bíla-
þjófnaðar, mannráns, morðs og
innbrots og var hann sakfelldur,
þann 6. mars 1979, fyrir tvö morð
og tvö mannrán og var dæmdur til
dauða.
Daníel Harris var sakfelldur
fyrir mannrán og dæmdur til sex
ára fangelsisvistar. Hann losnaði úr
steininum árið 1983.
Áfrýjanir um mildari dóm til handa
Róbert Harris báru engan árangur og
sagði þáverandi ríkisstjóri Kaliforníu
að þó hann þrátt fyrir að hann fyndi
til með Róbert vegna barnæsku hans
gæti hann ekki afsakað eða fyrirgefið
gjörðir hans sem fullorðins manns.
Hinsta kvöldmáltíðin
Róbert Alton Harris var tekinn af lífi
21. apríl, 1999, í gasklefa San Quentin-
fangelsisins og um var að ræða fyrstu
aftöku í Kaliforníu í aldarfjórðung.
Síðasta máltíð hans samanstóð af
21 bita af Kentucky Fried-kjúklingi.
tveimur stórum pítsum frá Domino‘s
og sex dósum af Pepsi. Róbert tókst
einnig að svæla í sig einn pakka af
Camel-sígarettum áður en hann var
leiddur í gasklefann. Aftöku Róberts
Harris er einkum og sér í lagi minnst
fyrir lokaorð hans sem voru fest á
hljómband af fangaverði að nafni
Daniel Vasques.
Róbert umorðaði setningu úr bíó-
myndinni Bill & Ted‘s Bogus Journ-
ey: „You might be a king or a little
street sweeper, but sooner or later
you dance with the reaper.“ (Kóngur
eða götusópari, fyrr eða síðar dansar
þú við manninn með ljáinn). Lokaorð
Róberts voru: „You can be a king or a
street sweeper, but everybody dances
with the grim reaper“, í lauslegri þýð-
ingu: Þú getur verið kóngur eða götu-
sópari, en allir dansa við manninn
með ljáinn.
Svo mörg voru þau orð. n
Skammvinnur gróði„Hættið
þessum
skælum og
mætið dauða
ykkar eins og
karlmenni
n Bræðurnir Róbert og Daníel rændu banka n Myrtu tvo drengi fyrir bankaránið
Robert Alton Harris
Robert lét ekki yfirvof-
andi aftöku eyðileggja
fyrir sér matarlystina.