Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 38
Fjarlæg ást Ekkert sjónvarp fyrir börnin n Sjónvarpsgláp getur skaðað lítil börn æ fleiri breskir sérfræðingar benda nú á að það sé lík­ lega ekki svo góð hug­ mynd að planta ungum börnum fyrir framan sjónvarp eða tölvuskjá. Hópur barnalækna skrif­ aði grein í virt breskt læknatímarit í vikunni þar sem lagt var til að lækn­ ar og yfirvöld settu tímamörk á áhorf barna á skjái, allt frá sjónvarpsskjá­ um til farsímaskjáa. Hópurinn vill að börn, yngri en þriggja ára, horfi alls ekkert á sjónvarp. Þetta kemur fram í Guardian. Slíkar leiðbeiningar eru til í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu en ekki í Bretlandi. Í rannsókn sem sérfræðinga­ hópurinn framkvæmdi kom í ljós að ef ung börn eyða of miklum tíma fyrir framan skjáinn geti það haft alvarleg áhrif á andlegan og jafn­ vel líkamlegan þroska þeirra og aukið líkur á offituvandamálum og hjartasjúkdómum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að börn undir þriggja ára aldri væru sérstaklega viðkvæm þar sem heili þeirra væri enn á mikilvægu þroskastigi. Hópurinn vill tak­ marka áhorf krakka yngri en sextán ára við tvo tíma á dag. n 38 Lífsstíll 12.–14. október 2012 Helgarblað 1 segðu það sem þér ligg- ur á hjarta Mak­ inn heyrir það á þér þegar þér liggur eitt­ hvað á hjarta. Ef þú útskýrir ekki hvað það er sem plagar þig máttu vera viss um að maki, sem sér þig ekki og getur ekki lesið í líkams­ tjáningu þína, telur oft að hann eða samband ykkar sé vandamálið. Það er líka ekkert skemmtilegt að eiga í sambandi við dularfullan og kvíð­ inn maka. Tjáðu þig og segðu hvað er að angra þig, alveg sama hversu heimskulegt það kann að hljóma. Ekki láta misskilning ganga af sambandinu dauðu. 2 skipulegðu heimsóknir Ertu mikið fyrir óvæntar uppákom­ ur? Það er í góðu lagi að koma mak­ anum á óvart með óvæntri heim­ sókn en mundu að skipulagðar heim­ sóknir eru líka af hinu góðu. Það er alltaf gott að hafa eitt­ hvað til að hlakka til auk þess sem vitneskjan um að þið munið sjást innan tíðar gerir kveðjustundina mun auðveldari. Svo er auðvit­ að miklu ódýrara að kaupa farmiða fram í tímann. 3 gerið eitthvað saman þótt þið séuð aðskilin Þið þurf­ ið ekki að vera í sama póst­ númerinu til að skemmta ykkur saman. Búið til dæmis til reglu um að hringjast alltaf á eftir uppáhalds­ þáttinn ykkar eða horfið á bíómynd saman þótt þið séuð hvort á sínum staðnum í veröldinni. Það er alltaf jákvætt að hafa eitthvað fleira að tala um en bara hversu mikið þið saknið hvors annars. Þannig verða samtölin innihaldsríkari og eðli­ legri. 4 Ekki vera afbrýðisamur/söm Einn af fáum kostum við fjarsam­ band er að þú hef­ ur meiri tíma fyrir vinina. Ekki láta afbrýðisemina ná tökum á þér; jafnvel þótt maki þinn eyði sínum frítíma í hópi fólk sem þú þekkir lítið sem ekk­ ert og jafnvel af gagn­ stæðu kyni. Ef þú treystir ekki maka þínum hefur hann enga ástæðu til að treysta þér og þá er grundvöllurinn fyrir sambandinu brostinn. Og mundu að það er ekk­ ert til sem heitir „það er ekki fram­ hjáhald ef þú ert í öðru póstnúmeri“. 5 talið saman með myndavélum Og ekki bara kynlífsins vegna. Notaðu tæknina, sama hvort hún heitir Face Time, iChat, Google Chat eða Skype. Að geta horft á hvort annað á meðan þið ræðið um vinnuna, vinina og fjölskylduna byggir upp sterkari og nánari tengsl á milli ykkar. Ef þið eruð eitthvað ósátt við hvort annað er mun betra að ræða málin í gegn­ um Skype held­ ur en þurfa að giska í þögnina í gegnum símann. n n 5 góð ráð til að koma í veg fyrir að fjarlægðin gangi af ástarsambandinu dauðu „Og mundu að það er ekkert til sem heitir „það er ekki framhjáhald ef þú ert í öðru póstnúmeri Mikil fjölgun í hópi 55 ára sjúklinga og yngri: Yngra fólk fær heila- blóðfall Tíðni yngri sjúklinga sem fá heilablóðfall hefur stóraukist ef marka má nýja rannsókn. Vís­ indamenn, sem byggðu rann­ sókn sína á bandarískum gögn­ um, komust að því að frá árinu 1993 til ársins 2005 hafði meðal­ aldur sjúklinga sem höfðu feng­ ið heilablóðfall lækkað úr 71 ári niður í 69 ár. Einnig kom í ljós að einstaklingar undir 55 ára aldri væru nú fimmtungur þeirra sem fá heilablóðfall. Vísindamenn telja að ástæð­ una megi rekja til hækkandi tíðni sykursýki, offitu og of hás kólesteróls í blóði og að ein­ hverju leyti hafi betri grein­ ingaraðferðir áhrif. „Hins vegar er ljóst að hærri tíðni á meðal yngri hópa er mikið áhyggjuefni,“ sagði taugasér­ fræðingur við USA Today. „Ef einstaklingurinn er kominn á gamalsaldur erum við líklegri til að uppgötva að um heilablóð­ fall er að ræða. En bæði læknar og sjúklingar hafa alltaf fyrirvar­ ann á ef um ungan einstakling er að ræða. Hins vegar verðum við öll að þekkja einkennin.“ Stubbastund Sérfræðingahópur- inn vill takmarka sjónvarpsáhorf yngstu barnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.