Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 44
44 Sport 12.–14. október 2012 Helgarblað
n Farið yfir síðustu leiki Íslands, Sviss og Albaníu í undankeppnum
Í
slenska karlalandsliðið í
knattspyrnu mætir Albaníu
á útivelli í þriðja leik sínum í
undankeppni HM í kvöld, föstu-
dag. Ljóst er að Ísland þarf
nauðsynlega á sigri að halda til að
eiga möguleika á að blanda sér í bar-
áttuna um efstu sæti riðilsins. Átta ár
eru liðin síðan þessi lið mættust en
það var einmitt í vináttuleik í Albaníu
árið 2004 og fóru heimamenn með
2–1 sigur af hólmi. Þessi lið mættust
síðast í undankeppni fyrir EM 1992;
Ísland vann heimaleik sinn, 2–0, en
Albanir unnu á sínum heimavelli,
1–0. Bæði lið eru með þrjú stig í E-
riðli en Sviss, sem mætir á Laugar-
dalsvöll á þriðjudag, er með sex stig
á toppi riðilsins.
Tortímandinn á miðjunni
Þekktasti leikmaður albanska liðsins
er án efa fyrirliðinn og harðjaxlinn á
miðjunni, Lorik Cana. Cana, sem er
29 ára, leikur með Lazio á Ítalíu en
hann á 62 landsleiki að baki fyrir Al-
baníu. Það verður væntanlega mikil
barátta á milli hans og Arons Einars
Gunnarssonar á miðjunni en Cana
þessi, sem gjarnan er kallaður tor-
tímandinn, er þekktur fyrir að láta
finna vel fyrir sér í leikjum. Albanska
liðið er ágætlega mannað þrátt fyrir
að sitja aðeins í 84. sæti á styrkleika-
lista FIFA. Þeirra sterkasti og reynslu-
mesti framherji er hinn 35 ára gamli
Erjon Bogdani sem leikið hefur á
Ítalíu óslitið frá árinu 2000. Hann
leikur í dag með Siena í A-deildinni
þar sem hann á fast sæti. Á löngum
ferli sínum hefur Bogdani skorað 176
mörk í 393 leikjum með félagsliðum
sínum og 17 mörk í 64 landsleikjum.
Þá þarf íslenska liðið að hafa gætur á
hinum unga og efnilega vængmanni,
Odise Roshi, sem leikur með Frank-
furt í Þýskalandi. Roshi, sem er 21
árs, á átta leiki að baki fyrir Albaníu
en hann skoraði 7 mörk í 10 lands-
leikjum með U21 árs liði Albana.
Sterkir leikmenn Sviss
Ísland mætir sem fyrr segir Sviss á
Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld.
Mikill uppgangur hefur verið í sviss-
neska landsliðinu undanfarin ár
og er liðið skipað fjölmörgum ung-
um og efnilegum leikmönnum. U21
árs lið þeirra komst í úrslitaleik EM
í fyrra en beið lægri hlut fyrir Spán-
verjum í úrslitum. Skærasta stjarna
liðsins er hinn ungi Xherdan Shaqiri
sem leikur með Bayern München.
Shaqiri, sem er 21 árs, sló í gegn með
Sviss á EM U21 og vakti frammistaða
hans þar athygli fjölmargra stórliða.
Hann fór fyrir liði Basel sem komst í
16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í
vor og var seldur til Bayern í sumar.
Fleiri ungir og efnilegir leik-
menn eru í svissneska liðinu. Má þar
nefna harðjaxlinn á miðjunni, Granit
Xhaka, sem lék með Shaqiri hjá Basel
áður en hann var seldur til Borussia
Mönchengladbach. Liðið er einnig
skipað reynsluboltum sem leika með
stórum liðum í Evrópu. Fyrirliðinn
Gökhan Inler leikur með Napoli
eins og Valon Behrami, Tranquillo
Barnetta leikur með Schalke í Þýska-
landi og ekki má gleyma Arsenal-
manninum Johan Djorou. Þá er
mikill reynslubolti við stjórnvölinn
hjá svissneska liðinu, Ottmar Hitz-
feld, sem stýrði Bayern München og
Borussia Dortmund með góðum ár-
angri. n
Síðustu leikir liðanna
DV tók saman tölfræðiupplýsingar úr sjö síðustu leikjum Íslands, Sviss og Albaníu
í undankeppnum. Upplýsingarnar eru byggðar á tölum sem eru aðgengilegar á vef
Soccernet. Flestir leikjanna eru úr undankeppni EM 2012. Sviss hefur skorað flest
mörk, eða ellefu talsins, og auk þess fengið á sig fæst, eða 5. Þeir eiga einnig flest skot
að marki og á mark andstæðingsins að meðaltali. Íslenska liðið hefur aðeins skorað
sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum í undankeppnum en fengið á sig 9. Í töflunni hér
að neðan eru birtar meðaltalstölur (% með bolta, skot á mark og að marki og brot).
Skoruð mörk og mörk fengin á sig eru heildartölur.
Sviss Mörk skoruð Mörk fengin % með bolta skot (á mark) brot
Samtals: 11 5 51 11(6) 11
* Leikir gegn Albaníu, Slóveníu, Svartfjallalandi, Wales, Búlgaríu (x2) og Englandi
Albanía Mörk skoruð Mörk fengin % með bolta skot (á mark) brot
Samtals: 6 12 50 9(5) 11
* Leikir gegn Kýpur, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Bosníu, Frakklandi (x2) og Lúxemborg
Ísland Mörk skoruð Mörk fengin % með bolta skot (á mark) brot
Samtals: 6 9 49 5(3) 14
* Leikir gegn Noregi (x2), Kýpur (x3), Danmörku og Portúgal.
Spáir sigri og jafntefli
Kristján Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs
Vals í knattspyrnu, spáði í spilin fyrir komandi leiki í
miðvikudagsblaði DV. Hann spáði Íslendingum 2–0 sigri
gegn Albönum og að leikurinn gegn Sviss á Laugardals-
velli yrði jafntefli, 1–1. „Varnarleikurinn heldur í Albaníu
og við vinnum 2–0. Leikurinn gegn Sviss verður gríðar-
lega erfiður. Það er lykilatriði að halda þeim leik jöfnum
eins lengi og við mögulega getum. Til að fá hagstæð
úrslit verðum við að skora fyrsta markið. Ég segi 1–1,“
sagði Kristján. Ef þessi spá rætist ættu Íslendingar að
geta vel við unað enda andstæðingarnir sterkir.
Vissir þú …
… að Albanía hefur ekki
unnið 9 af síðustu 10 leikj-
um sínum í undankeppni
HM.
… að Slóvenía, sem er með
Íslandi í riðli, hefur tapað síðustu þremur
leikjum sínum í undankeppni HM.
… að það hafa verið skoruð
7 mörk í síðustu 4 leikjum
Íslands í undankeppni
HM.
… að Sviss hefur ekki tapað
síðustu 10 leikjum sínum í undankeppni
HM.
… að síðasta tap Sviss í
undankeppni HM kom á
heimavelli gegn Lúxem-
borg, 2–1, í september 2008.
… að Albanía hefur tapað 2 af síðustu 6
heimaleikjum sínum í undankeppni HM,
gegn Ungverjum árið 2008 og Portúgal
árið 2009.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Tortímandinn Lorik Cana er stór og
stæðilegur og tekur mikið til sín taka á
miðjunni. Hér lætur hann Cristiano Ronaldo
finna fyrir því í landsleik gegn Portúgal.
Þrír góðir Xherdan Shaqiri,
Granit Xhaka og Valon Behrami
eru allir lykilmenn í svissneska
landsliðinu. Myndir reuTerS
Harðjaxlar og
reynsluboltar