Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Síða 53
Fólk 53Helgarblað 12.–14. október 2012 Þ að er bara æðislegt að vera á þessum tímamótum og vera orðin amma og allt það. Þetta er bara gaman,“ segir Sigríður Lárusdóttir í Vogum sem er sextug í dag, föstudag. Sigríður ætlar að taka á móti gestum í kvöld og bjóða upp á smurbrauð. Hún segist ekki vera mikið afmælisbarn en að hún fái yfirleitt gesti þennan dag. „Við vorum að flytja þegar ég varð fimmtug og ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt lengi. Ætli það hafi ekki verið síðast þegar ég var 25 ára.“ Aðspurð segist Sigríður meta lífið meira aldrinum. „Maður er orðinn þroskaðri eða ætti allavega að vera það. Strax eftir fimmtugt fer maður að horfa öðruvísi á lífið og metur það meira. Ég fékk krabba­ mein sem varð til þess að ég fór að hugsa og komst að því að ég gæti málað. Ég varð mjög hissa að kom­ ast að því en myndirnar mínar eru alltaf að verða betri og betri. Það eru ekki allir sem fá slíkt í vöggu­ gjöf.“ É g ætla bara að hafa kaffi fyrir fjölskylduna. Þetta verður eitthvað rólegt. Í mesta lagi kíkir maður á pöbbinn,“ seg­ ir Þuríður Kristjana Bæringsdóttir í Búðardal sem verður þrítug í dag, föstudag, en pöbbinn í Búðardal heitir Bjarg og er allt í senn gisti­ heimili, veitingastaður og pöbb. Þuríður Kristjana stefnir svo að því að halda veislu í næsta mánuði. „Ég og bróðir minn ætlum að halda upp á afmæli okkar saman en hann verður fertugur þann 17. október. Það eru miklar framkvæmdir í fé­ lagsheimilinu í bænum og það verður ekki strax tilbúið,“ segir hún og bætir hlæjandi við að það dugi ekkert annað en heilt félagsheimili fyrir herlegheitin. Hún segir þau ekki hafa haldið svo stóra veislu saman áður en enn fremur að það sé afar fínt að búa í Búðardal. „Hér er mjög rólegt og hér þekkja allir alla,“ segir hún og bætir að­ spurð við að það sé í fínu lagi að vera kominn á fertugsaldurinn. „Ég finn engan mun.“ Metur lífið meira Kíkir kannski á pöbbinn Þuríður K. Bæringsdóttir þrítug í dag, föstudag F rostrósir virðast hafa skapað sér fastan sess í jólaundir­ búningi þúsunda lands­ manna og tónlistarvið­ burðurinn sagður einn sá vinsælasti á Íslandi. En hvað segja prestar um það auglýsingaslagorð tónleikanna að Frostrósir færi okkur jólin? Séra Pétur Þorsteinsson í kirkju Óháða safnaðarins varð fyrir svörum og segir jólin orðin að einni allsherj­ armarkaðsherferð. „Jólin eru þá líklegast ekki haldin nema þú farir á tónleika með Frostrósum? Það eru nú fleiri tel ég sem ég hlýða frekar á aftansönginn á aðfangadag,“ segir Pétur og hlær. „Markaðsfyrirtækin slá honum ekki við.“ Búið að stilla upp jólamaltinu „Menn eru byrjaðir að auglýsa ein­ hverja jólaóróa strax í september,“ segir hann og segist nýkominn úr Krónunni þar sem búið var að stilla upp jólamaltinu. „Forðist frekar jólaösina og komið í galdramessu til mín á sunnudaginn,“ segir Pétur glaðhlakkalegur. Pétur er einn af stofnfélögum Hins íslenska töframannagildis. Hann segir að með sjónhverfingun­ um vilji hann leggja áherslu á boðunina – hann vill hafa þetta sjónrænt til að það hafi meiri áhrif. Á einni galdramessu galdraði Pétur lif­ andi dúfu upp úr hatti og flaug hún um kirkjuna. Hvað með viðbrögð fólks við þessum kúnstum? „ Sumir segja: Þetta er bara Pétur í Óháða söfnuðinum,“ segir Pétur og hlær. „Það er allt í lagi. Ég hef ákveðið vörumerki og ég stend og fell með því.“ Áhugasamir geta sótt galdra­ messuna á sunnudaginn 14. október klukkan 14.00. n kristjana@dv.is Færa Frostrósir okkur jólin? n „Jólin orðin ein allsherjarmarkaðsherferð,“ segir séra Pétur„Menn eru byrjaðir að auglýsa einhverja jólaóróa strax í september Heldur galdramessu á sunnudaginn „Forðist frekar jólaösina og komið í galdramessu til mín á sunnudaginn,“ segir Pétur glaðhlakkalegur. Mætir vopnaður á hlaðborðið K jartan Ingi Lorange ku vera hálfgerð goðsögn í heimi skotveiðimanna. Það orð fer af honum að hann sé lands­ ins besti gæsaflautuleikari og heldur hann reglulega námskeið í gæsaflautuleik. Gestir á villibráðarhlaðborði á veitinga­ staðnum Nítjándu munu mæta Kjartani klyfjuðum skotvopnum sem hann sýnir gestum, ásamt því að segja skemmtilegar veiðisögur. „Ég kem til með að mæta með einhver djásn og leyfa gestunum að kynnast því hvað þarf að hafa í höndunum til þess að koma bráðinni á diskinn. Ég mun líka reyta af mér veiðisögurnar fyrir þá sem vilja,“ segir hann. En ætlar hann að spila á gæsaflautuna fyrir gesti? Og er það mikil list? „Ég veit það nú ekki, en ég tek hana með. List og ekki list. Það er hægt að gera það vel og það er hægt að gera það illa að blása í gæsaflautu. Það er nú hægt að nota gæsaflautu til að bjarga lífi þeirra,“ segir hann og hlær og útskýrir að með illa ígrunduðu flauti fæli maður frekar gæsirnar frá en að laða þær að sér. Kjartan segist greina aukinn áhuga hjá almenningi um veiðar. „Vinsældirnar á villi­ bráðarhlaðborðum eru miklar, fólk vill geta sótt villibráðina sjálft. Við búum í landi þar sem við búum við tiltölulegt sjálfræði og styrka stofna að veiða úr. Ég vona að græna herdeildin á þingi láti það síðan vera að banna sölu á villibráð, það er engin ástæða til að setja á slíkt bann.“ kristjana@dv.is n Flautuleikari með haglabyssu Ánægð með lífið Sigríður býr í Vogum og ætlar að taka á móti gestum í kvöld. Sigríður Lárusdóttir sextug í dag, föstudag Lífið er of stutt til að vera lítill K raftakarlinn Magnús Bess Júlíusson, betur þekktur sem Maggi Bess, fagnaði afmæli sínu í vikunni. Maggi var staddur í keppnisferð á Spáni þegar stóri dagurinn rann upp en hann er margfaldur sigurvegari í vaxtarrækt og varð til að mynda Norðurlanda­ meistari árið 2008. Í tilefni dagsins fékk Maggi boli með áletruninni M.BESS Life is to Short to be Small eins og sjá má á þessari mynd sem eiginkona hans, vaxtarræktarkonan Katrín Eva Auðunsdóttir, smellti á fésbókarsíðu þeirra hjóna. Maggi Bess hélt upp á afmælið með því að keppa Afmælisbarn Maggi fagnaði afmælinu sínu með því að keppa í vaxtarrækt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.