Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 23

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 23
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA ið upp kollinum og blandast öðrum, andstæð- um skoðunum, ekki síst í álitsgerðum opin- berra ráða, er oftast reyna að þræða meðal- veginn og gera sem flestum til hæfis. En flest í hinum þrem álitsgerðum Cohen ráðsins er í mótsögn við ofangreindar glefsur úr áliti þess. Vel kann að vera, að málstaður kauphækk- ana væri enn lakari við sumar aðstæður, ef þetta merkilega afbrigði í skoðun væri rétt. Þær gætu þá í senn valdið verðlagshækkun og atvinnusamdrætti. En það er ekki ærleg fræði- mennska að ætla málstaðinn verri en hann er. Með því er og eyðilagt það samræmi í við- horfi, er eitt getur verið til leiðsagnar í fram- kvæmd við ólík skilyrði, svo sem sést af til- vitnunni í Laffer hér að framan. Veilan í þessu viðhorfi felst í því að álíta heildareftirspurn ákveðna sem peningalega upphæð, meira eða minna óháða kaupgjalds- og verðlagsbreytingum. Hið rétta er, að hún er að mestu ákveðin sem raunveruleg eftir- spurn, innan mjög víðra takmarka að mestu óháð breytingu kaupgjalds og verðlags- Þetta er alveg auðsætt að því er snertir hinn mikla hluta neyslu og notamunakaupa launþega í heildareftirspurninni. Sá hluti hækkar í pen- ingum reiknað, en helst óbreyttur sem raun- veruleg eftirspurn, eða jafnvel eykst lítilshátt- ar á þann mælikvarða á kostnað sparnaðar, sökum þeirrar tálsýnar, að kjarabætur hafi náðst. Um aðra hluta heildareftirspurnar fer einkum eftir því, hvemig framkvæmdafyrir- ætlanir fyrirtækja og útgjaldaáætlanir hins op- inbera eru ákveðnar. Þar sem almennar hækk- anir raska ekki horfum um arðbæri framleiðsl- unnar, haldast flestar framkvæmdafyrirætlan- ir óbreyttar í raunverulegum skilningi. Hið sama gildir um flestar opinberar framkvæmdir, sem brýnar geta talizt, og enn frekar um alla opinbera þjónustu. Þó geta fjárráð sumra fyr- irtækja til framkvæmda, svo og sumar opin- berar útgjaldaáætlanir verið strangt ákveðn- ar að upphæð til, þannig að kauphækkanir stýfi að því marki magn þess, sem gert er. Þessa gætir þó að jafnaði sáralítið, en þetta er það lengsta, sem hægt er að koma til móts við umrædda skoðun. Ofanritað gildir um sjálfkrafa viðbrögð við hækkun kaupgjalds á grundvelli þegar tekinna ákvarðana. Segja má, að meira máli skipti, hverjar nýjar stefnuákvarðanir séu teknar af stjórnarvöldum vegna hins breytta viðhorfs. Um þetta hefur það mest gildi, að þegar orð- in hækkun kaupgjalds er að jafnaði talin end- anleg og óafturkallanleg, nema í formi verð- lagsuppbóta sé og fært þyki að hefja lækkun verðlags. Þess vegna setja stjórnarvöld sig ekki upp á móti aðlögun að nýjum kauplagsgrund- velli. Sé efnt til samdráttar, er það af ótta við þá hækkunarbylgju, sem í vændum kann að vera, ekki vegna þeirrar, sem afstaðin er. Niðurstaðan hlýtur því að þessu leyti að vera sú, að kaupgjaldið sé óhjákvæmilegur grund- völlur fyrir myndun verðlags og peningalegr- ar heildareftirspumar, þannig að hækkun þess komi að heita má að fullu fram í hækkun verð- lags við hverjar gefnar aðstæður í lokuðu hag- kerfi. Lögmál kaupgjaldsákvörðunar Staðreyndir þær, sem raktar hafa verið, njóta nú mjög almennrar viðurkenningar. En þótt svo sé, er enn óskorið úr um annað meg- inskilyrði þess, að hægt sé að líta á kauplag- ið sem sjálfrátt ákveðinn grundvöll verðlags- myndunar, vænlegan til að skapa festu í pen- ingakerfinu. Til þessa er ekki nóg, að allt verð- lag myndist á grundvelli kaupgjalds. Kaup- gjaldið sjálft verður að vera tiltölulega ónæmt fyrir þeim öflum, er bifa verðlagi. Það verð- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.