Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 34

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 34
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Niðurstöður þessar eru að vísu ekki óyggj- andi, svo sem ráða má af skekkjum einstakra ára. En samkvæmt niðurstöðunum má gera ráð fyrir, að föst lágmarkskrafa hafi numið 1,6% hækkun, hvað sem atvinnuástandi liði, innan þeirra marka, er það breyttist á þessu tímabili. Líta má á þessa kröfu sem kröfu um raunverulega kjarabót. Bætist því við hana breytileg krafa til að vega upp verðlagsbreyt- ingar, og nam sá hluti frá 1% upp í 4,7%, eða að meðaltali 2,7% hækkun. Að auki breyttist hækkunin að verulegu leyti eftir eftirspurnar- stigi. Þar sem hækkunin er meiri en engin við hlutlausa eftirspurn, er ekki hægt að miða við hana, heldur verður að miða við ákveðið ár. Miðað var við 1952, en þá var nokkur vaneftirspurn. Hærri eftirspum olli frá 0,9% upp í 3,7%, eða að meðaltali 2,2% meiri hækk- Alþjóðlegt Til þess að skýra nánar myndun og út- breiðslu verðbólgunnar skal hér fjallað nokk- uð um alþjóðlegt samhengi hennar og um samanburð milli landa. Samanburður ýmissa almennra atriða, sem máli skipta, er nauðsyn- legur undanfari þess, að leitazt sé við að meta þær hagstjómaraðferðir, sem beitt er til lausn- ar vandanum. í samræmi við það, sem sagt hefur verið um gmndvallarþýðingu kaup- gjaldsþróunarinnar, er aðaláherzlan lögð á þá hlið málanna. Til þess að veita samanburðar og umræðu- grundvöll er hér birt tafla, sem tekin er eftir Colin Clark úr áður tilvitnaðri grein. Sleppt er nokkrum löndum, sem enga þýðingu hafa við samanburðinn, en bætt við árunum 1957 og 1958 eftir sömu heimild1) og dálki, er sýnir einfalt meðaltal árshækkunar kaupgjalds þau tíu ár, er taflan sýnir. Slík meðaltöl eru jafn- an vafasöm, en þó nauðsynleg til yfirlits. Með- !) Intemational Labour Review. un- Þó var vaneftirspurn fremur en of næstum tvö og hálft ár af þessum sex árum. Áhrifin eru reiknuð fyrir hvert ár um sig. Þannig er ekki tekin bein afstaða til þess, hvort samband sé milli þeirra frá ári til árs, t. d. þannig að verðlagsbreytingin sjálf og áhrif hennar á kaupgjald stafi af eftirspurnarbreyt- ingum fyrri ára. Tölumar má því ekki leggja saman frá ári til árs án þess að hafa þennan fyrirvara í huga. Þótt margt merkilegt komi fram í rannsókn- um sem þessum, verður varla sagt, að þær hafi ennþá getað svarað til fulls hinum þýð- ingarmestu spurningum um eðli kjarabarátt- unnar, en á svömnum við þeim byggist að verulegu leyti, hvort og með hvaða hætti er hægt að hemja þessa baráttu innan hæfilegra takmarka. samhengi altal fyrir Japan er sett innan sviga, vegna þess að það hefur augljóslega enga þýðingu. Flestar byggja tölurnar á tímatekjum, aðeins frá Frakklandi og Nýja Sjálandi á tímataxta. Þó byggja tölur Belgíu á dagtekjum, Ástralíu á vikutekjum og Japans á mánaðartekjum. Þannig eru tölurnar ekki alveg sambærilegar, en flestar fela í sér yfirborgun umfram taxta í hverjum kaupflokki, en aftur á móti ekki breytilega atvinnu, nema að því leyti sem yfirvinnugreiðslur verka á meðaltekjur vinnu- stundar. Tölurnar sýna ekki hækkun milli ára- móta, heldur hækkun árlegra meðaltala. Til þess að forðast umrót fyrstu eftirstríðsáranna hefst taflan á hækkuninni milli 1948 og 1949- Hið alþjóðlega samhengi leynir sér ekki. Á kaupgjaldsskýrslum nú á dögum kemur hag- sveiflan ekki fram í hækkun og lækkun, held- ur í mishraðri hækkun. Þessum tíu árshækk- unum má nánast skipta í fimm kafla. Fyrstu tvö árin er hækkunin tiltölulega hæg, víðast undir 6% á ári, þótt eftirhreitur stríðsins geri 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.