Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 60

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 60
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM heild, eins og það birtist í veginni meðalvísi- tölu allra kauptaxta, og ákvörðun launahlut- falla eða launmismuna- Kauplagið er hin mik- ilvæga stærð peningakerfisins, er ákveður sjálft gildi peninganna, og er stefnt að því að halda því stöðugu. Launahlutföllin eru allt annars eðlis. Þau hafa raunverulega þýðingu fyrir tilfærslur mannafla og jafnvægi vinnumark- aðarins og þurfa því að vera hæfilega sveigj- anleg, þótt fáum detti lengur í hug, að þau eigi að vera gjörsamlega á valdi markaðsafla. Jafnframt ráða þau tekjuskiptingunni milli launþegastétta, og er það hin eina tegund tekjuskiptingar, er kaupgjaldsbaráttan getur raunverulega ráðið. Þannig hafa launahlut- föllin þýðingu bæði sem markaðsfyrirbæri og sem hagsmunamál. Sé ekki gætt ofangreindra meginreglna, lendir stéttabaráttan í glundroða, þar sem háð er þrenns konar barátta, samflækt í eina. Bar- áttan ér um gildi peninga, um skiptingu þjóð- artekna milli fjármagns og vinnuafls og um launahlutföllin milli launþegastéttanna. Það hlýtur að vera meginatriði góðs hagstjómar- kerfis að aðskilja þessi baráttuatriði svo sem verða má, þannig að hvert þeirra sé ákveðið eftir sínum eigin rökum. Meginatriði kerfisins En er hægt að semja svo fullkomið kerfi launaákvörðunar að það aðskilji þá þrjá meg- inþætti, sem getið var um í síðasta kafla? Slíkt kerfi verður fyrst og fremst að miðast við það að vera liður í starfhæfu verðmyndun- arkerfi. En eigi það að vera félagslega og stjórnmálalega framkvæmanlegt, verða öfl hagsmunabaráttu og hugsjónastefnu að fá hæfilegan aðgang til áhrifa á þau atriði, er skipta máli fyrir þeirra stefnumið. Þannig yrði þetta kerfi nokkurs konar þjóðfélagssamningur um það, á hvaða vettvangi skuli gera út um hvert baráttumál. Skal nú lýst stuttlega hug- mynd að slíku kerfi. Kerfið byggist á þeirri megin hugmynd, að ríkið skuli ráða þætti peningagildisins í kaup- gjaldi og launum, þ. e. ráða hæð vísitölu, er, sýni hæð kauplagsins hverju sinni. Semja þarf grundvöll slíkrar vísitölu, haga gildum hennar eftir mannfjölda, er heyrir undir hvern kaup- taxta, o. s. frv. Þennan grundvöll má svo end- urskoða á hæfilegum fresti, t. d. þriggja ára, og tengja við vísitölu hins gamla grundvallar. Þegar grundvöllurinn er fenginn er tiltölulega auðvelt að reikna allar launabreytingar inn í vísitöluna, og mætti því reikna hana mánað- arlega. Þó verður að krefjast þess, að samning- ar gefi skýrt til kynna, hver kaupeiningin sé að meðtöldum aukagjöldum (fríðindum) mið- að við vinnustund með eðlilegum afköstum. Akvæðistaxta og hlutaskipti þarf, eftir því sem fært er, að sundurgreina í tímalaun og afkasta- áætlun (norm). Þessi vísitala er að sjálfsögðu sett sem 100 við upphaflegan útreikning. Þegar grundvöllurinn er fenginn, hafi launa- samningar aðeins gildi sem hlutföll hverra launa við önnur laun. Þannig mynda launa- samningarnir, litið á sem heild, samfelldan launastiga, er hefur fullt hlutfallslegt gildi. En krónugildi er launastiganum gefið af ríkinu með gildistöku, er gengur jafnt yfir allan stig- ann og raskar því ekki hlutföllum. Þessari gild- istöku er breytt svo oft sem þurfa þykir til að viðhalda þeim stöðugleika, sem ákveðið er að halda. Til dæmis um það, hvernig kerfið verkar, má taka það, að orðið hafi almenn kauphækkunaralda, og vísitala kauplags hafi hækkað frá 100 upp í 120. Sé krafizt algjörs stöðugleika, er gefin út gildistalan: 100 deilt með 120 = 0,833, sem allar krónutölur samn- inga eru .margfaldaðar með. Sé hins vegar 3% hækkunarheimild yfir árið, og hún sé ónotuð 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.