Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 26

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 26
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM að stéttasamtök miði stefnu sína við mismun- andi atriði. Sums staðar neyti þau bættrar samningsaðstöðu þegar í stað, annars staðar bíði þau tilefnis einhverrar verðhækkunar til réttlætingar kröfum sínum. Þar sem kauphækkanir verða þau ár, er aukning eftirspumar virðist ekki gefa tilefni til, leitar Clark skýringar á inngróinni tilhneig- ingu til hækkunar. Varðandi Bretland og Noreg a. m. k., telur hann sig finna lausnina 1 því, að þau lönd séu einhver hin skatt- þyngstu. í fyrri skrifum sínum hefur hann leitt rök að því, að hætta sé á stöðugri verðbólgu, fari fjárráðstöfun ríkisins yfir ákveðið mark, er hann setur um 25% þjóðartekna. Það hefur verið dregið í efa af öðrum, að hægt sé þannig að nefna ákveðna hundraðstölu sem hámark. Hitt er þó áreiðanlegt, að því lengra sem hið opinbera seilist til að ráðstafa fé manna, því hættara er við verðbólgu bæði frá eftirspurn- ar og kostnaðarhliðinni. Það sem ríkið leggur borgurunum til í framkvæmdum og þjónustu, er ekki metið sem kjarabætur til jafns við sömu upphæð, er menn verja sjálfir. Jafnframt fellur minna til sparnaðar, og er því stöðugt meiri hætta á, að eftirspurn sé þanin. í ársskýrslu Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu árið 1955 er komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé hægt að skýra mismun kaupgjaldshækkunar í ýmsum lönd- um eftir stríð með mismunandi eftirspurnar- þrýstingi. Lönd með mjög mismikið atvinnu- leysi hafi haft svipaða kaupgjaldshækkun. Hins vegar var ekki neitað verulegum áhrif- um eftirspumarbreytinga frá ári til árs innan hvers lands, einkum að því er varðar hækkun tímatekna umfram tímataxta. Þessar niður- stöður geta bent til þess, að aðeins sé hægt að slæva kaupskrúfuna um stutt skeið með eftirspurnaraðgerðum. Það atvinnuástand, sem sé talið orðið venjulegt og eðlilegt á hverjum stað, þótt slæmt sé, sé hins vegar miklu síð- ur til fyrirstöðu. Eftir að hafa að mestu lagst á sveif með eftirspumarskýringum á verðbólgu, veitir próf. Paish í grein þeirri, sem þegar er vitnað til, andstæðri skoðun eftirfarandi viðurkenningu- „Ekki er of mikið sagt með því, að þótt stétta- félögin geti ekki valdið verðbólgu í andstöðu við einbeitta ríkisstjórn, geti þau þó ákveðið innan mjög víðra takmarka, hve mikið atvinnu- leysi þarf að vera verðfestunni samfara." Cohen ráðið segir svo í fyrstu skýrslu sinni, útgefinni í febrúar 1958, 89. mgr.: „Við ætl- um ekki, að nauðsynlegt sé, eða jafnvel fært, að gefa óyggjandi svör við spurningum sem þessum: Hvað mundi hafa orðið um kaup- gjald í Bretlandi síðustu tólf árin, að öðru óbreyttu, ef verkalýðshreyfing hefði engin ver- ið eða veik? Hvað mundi hafa skeð, að öðru óbreyttu, ef Bretland hefði verið sjálfu sér nógt um matvæli og hráefni? En stefnumál- in virðast ekki þurfa að vera gerð ómerk, þótt ekki sé hægt að semja algjörlega fullnægjandi eftirmæli um liðna tíð. Við höfum lagt sterk- ari áherzlu á eftirspurnarhlið málsins en ýms- ir, hverra skoðanir við höfum athugað. En okk- ur er það vel Ijóst, að hvað sem kynni að hafa gerzt, þá voru kauphækkanirnar í raun og veru knúðar fram af verkafólki, skipulögðu innan vébanda voldugra stéttafélaga, er not- uðu, meðal margra annarra vopna, röksemdir varðandi undanfarandi breytingar framfærslu- kostnaðar. Það, að slík samtök eru til og að slíkar röksemdir eru notaðar, kann að verða mjög afdrifaríkt í náinni framtíð, jafnvel þótt það kunni að vera þýðingarminna en sumir ætla til að skýra það, sem gerzt hefur síðustu árin. Hver sem upprunalega ástæðan er, vex sá ávani sjálfkrafa að heimta miklar og örar hækkanir peningalegrar þóknunar og getur haldist við, eftir að allar réttlætingar byggðar á ástandi vinnumarkaðarins hafa glatað gildi sínu. Umræðurnar um verðbólgumyndunina snú- ast nú mjög um þann kjama, hvort stétta- félögin hafi frjálsar hendur um sjálfráða stefnu í kjaramálum eða ástand vinnumarkaðarins 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.