Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 54

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 54
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM pólitískt æskilegt. Sanngirnisreglan lifði þó áfram í vísitöluuppbótunum og skaut aftur upp kollinum í háum kröfum eftir stríðið, en meðan á því stóð var baráttan gegn verðbólg- unni látin sitja í fyrirrúmi og ráða stefnunni. Dómararnir tvístigu nú milli hinna þriggja meginsjónarmiða: 1. sanngjarnra lífskjara, 2. greiðslugetu atvinnuveganna miðað við óbreytt gengi og 3. heftingar verðbólgunnar. Sýndist sitt hverjum og taldi einn, að hefting verðbólgunnar væri verk ríkisstjórnarinnar. Meirihlutinn hnaut, eins og oft vill verða, um þá röksemd, að lítið eitt meiri hækkun tekna en taxta sýndi getu til að greiða hærri grunn- taxta, og var fallist á verulegar hækkanir. Niðurstaða þessa ásamt verkunum vísitölu- hækkana varð sú mikla hækkun kaupgjalds, sem sýnd er í töflunni. Miðað við vísitölu 100 1945—1946 (frá miðári til miðárs) voru kauptaxtar 1952—1953 orðnir 231 stig, en kauptekjur 235 stig. Síðan hefur þróunin verið miklu þolanlegri, þar eð taxtar hækkuðu þó ekki nema upp í 250 stig 1955—1956, en kaup- tekjur upp í 274 stig. Meginástæðan til þess, að kauphækkanir hægðu svo á sér, var, að vísitöluuppbætur voru afnumdar 1953, þótt sum fylkin héldu þeim að einhverju leyti áfram. Þetta var gert að kröfu atvinnurekenda, en miklir erfiðleik- ar steðjuðu að útflutningsframleiðslunni og tók að bera á alvarlegu atvinnuleysi. Jafn- framt var undirstrikuð sú meginregla, að kaupgjald skyldi ákveðið eftir getu atvinnu- veganna með víðtækri hliðsjón af öllum meg- inþáttum efnahagslífsins. Allt fram til þessa hafði kerfið verið byggt á hrærigraut megin- markmiða og var ýmist stigið í þennan fótinn eða hinn. Enn var nokkur tvíhyggja í kerfinu, og enn var ekki aðalmarkmiðið að halda kaup- gjaldi eða verðlagi nærri stöðugleika, heldur að miða við greiðslugetu atvinnuveganna að óbreyttu gengi, þ. e. að láta reka með heimin- um í heild. Dæmi Ástralíu getur því hvorki sannað til né frá, hvort hægt sé að stýra hag- kerfinu í jafnvægi fullrar atvinnu án verð- bólgu með því að fela ríkinu úrslitavald um kaupákvörðun. Það sýnir þó, að hægt er að halda slíku kerfi um langan tíma, beita því eftir breytilegum markmiðum og fá úrskurði þess að mestu hlýtt. Hins vegar fæst ekki úr því skorið, hvort kerfið hefði staðizt pólitíska svipvinda, hefði því verið beitt til að standa fast gegn hækkun kaupgjalds við verulegan þunga peningalegrar eftirspumar, þ. e. a. s. hve mikið af þrýstingnum kerfið hefði getað tekið á sig. Tilraunir Bandaríkjanna Að þessu leyti eru tilraunir Bandaríkjanna öllu merkilegri, þar eð miðað var mjög ákveð- ið að því að halda kaupgjaldi og verðlagi stöðugu. Þó ber þess að gæta, að í bæði skipt- in mátti ætla, að kerfið yrði ekki langlíft og því ekki eins sterkt, að vegna styrjaldarátaks varð að leggja eins ríka áherzlu á vinnufrið og stöðugleika, og að afskipti ríkisins síðustu ár- in fyrir stríð höfðu beinst að því að örva skipu- lagningu verkalýðsfélaga og hækkun kaup- gjalds. Báðar tilraunimar voru mjög svipaðar að markmiði, skipulagi og starfsárangri. Hin fyrri hófst í janúar 1942, er National War Labor Board var stofnað. Fyrst starfaði ráðið einkum að því að sætta deilur og koma í veg fyrir vinnustöðvanir, en í maí 1942 birti for- setinn stöðvunarstefnu sína og í október sama ár var með lögum kveðið svo á um, að verð- lagi, kaupi og launum skyldi halda stöðugum við þá hæð er náðst hefði 15. september. Ráð- ið starfaði til stríðsloka. Seinni tilraunin hófst um áramótin 1950—1951, er mikið kerfi var sett á laggirnar til þess að tryggja efnahags- legt jafnvægi jafnframt þeirri endurhervæð- ingu, er fram fór. Kaupstöðvunarráð — Wage Stabilization Board — var stofnað og starfaði það til ársloka 1952, en var lagt niður við valdatöku Eisenhowers. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.