Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 56

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 56
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM leyfðar eftir samningum gerðum fyrir kaup- bindinguna. Þetta þótti brátt óréttlátt gagn- vart öðrum stéttum, svo að hver tilslökunin rak aðra, þar til leyft var almennt að semja um vísitöluhækkanir. Þrátt fyrir þetta má telja þessar aðgerðir hafa verið mjög áhrifaríkar. Verðlag hækkaði frá 1939—1945 um aðeins 29%. Kauptaxtar hækkuðu um 16% frá janúar 1941, þar til ráð- ið fékk stöðvunarvald í október 1942, en að- eins um 7% frá því þar til í júlí 1945. Síðari tilraunin 1951—1952 tókst miklu síður. Kaup- taxtar í iðnaði hækkuðu árið 1951 frá árinu áður um 8%, 1952 um 4% og 1953 um 6%. Þó er þetta mjög hóflegt miðað við flest önnur lönd, svo sem m. a- má sjá af samanburði á töflunni hér að framan. Er það vafalaust að þakka þeirri viðspyrnu, er þama var veitt, þótt á ýmsu hafi verið slakað. Niðurstöður um opinber afskipti Þær niðurstöður má draga af því, sem hér hefur verið sagt um kaupgjaldsstjóm ríkisins, að slíkum aðferðum má beita til þess að draga allverulega úr þeirri hækkun kaupgjalds og verðlags, er annars hlýtur að verða við ákveð- ið stig eftirspumar og atvinnu, eða til þess að hækka það eftirspurnarstig, sem fært er að halda uppi miðað við þolanlega hækkun kaup- gjalds og verðlags. Samt er það ekki nema takmarkað bil, er þannig fæst brúað. Jafn- vægi tekjustraumanna verður að sjá til þess að ekki hefjist uppboð þess vinnuafls, sem er aðeins í meðallagi að gæðum í sínum starfs- flokki eða fagi. En aðalatriðið er að slíkar aðgerðir séu byggðar markvisst á ákveðnum grundvallaratriðum, miðuðum við að halda stöðugleika og sveigjanleika í senn. Á þessu hafa verið miklir misbrestir. Eink- um eru það tveir örlagahnútar, sem ekki hefur tekizt að höggva á. Annar er sá, að ekki hefur tekizt sem skyldi að komast að friðsamlegri verkaskiptingu milli ríkisins og stéttasamtak- anna. Þetta er alls staðar og ævinlega krafa verkalýðsforustunnar, að sem mest verðlagsaf- skipti séu viðhöfð, og eru þau venjulega gerð að skilyrði fyrir samvinnu um kaupgjaldsmál- in. Þetta útilokar marga möguleika á sam- vinnu ríkis og stétta og gerir öðrum flokkum en jafnaðarmannaflokkum erfitt að ná slíku samstarfi. Þeir eru að jafnaði fylgjandi hafta- stjórn, sem er flestum frjálslyndum borgara- flokkum mjög á móti skapi. Takist svo ekki að halda verðlagi í skefjum með þessum hætti, tekur jafnan við krafa verkalýðsforustunnar um verðlagsuppbætur. Það er ekki fullljóst, hvort verkalýðsforustan hefur svo mikla trú á þessum aðgerðum sem látið er í veðri vaka. En hitt er fullvíst, að forustunni þykir þessi stefna pólitískt nauðsynleg vegna valdstreit- unnar, bæði í stéttafélögunum og á stjóm- málasviðinu. Þetta leiðir m. a. af þeim hug- sjónagrundvelli, sem hreyfingin hefur byggst upp af. Þessi hugsjón hefur miðast við það að berjast fyrir málstað stéttar í alvarlega stéttskiptu þjóðfélagi og jafnvel stefnt að því að bylta þessari þjóðfélagsskipan eða breyta henni í grundvallaratriðum. Þjóðfélög vest- rænna landa hafa nú tekizt á hendur svo al- hliða skyldur gagnvart borgumnum, komið svo langt til móts við stefnu verkalýðssamtak- anna og eytt raunverulegri stéttskiptingu svo mjög, að þetta viðhorf er þar að mestu úrelt. Þó liggur það víða til grundvallar stefnu verkalýðshreyfingarinnar og stendur í vegi fyr- ir því, að fært sé að gera starfsemi hennar að virkum þætti starfhæfrar efnahagsskipunar. í vægari mynd á þetta viðhorf þó fullan rétt á sér. Málamiðlun verður því að finna milli hugsjónaeðlis hreyfingarinnar og starfhæfrar efnahagsskipunar í frjálsu þjóðfélagi. Gengisákvörðunin er hluti þessa verðlags- vandamáls og bundið engu minni fordómum. En auk þess er það háð milliríkjastreitunni um samkeppnisaðstöðu, fjárhagslegan styrk og traust gjaldamiðilsins. Því er genginu yfirleitt 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.