Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 47

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 47
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA ingu helmingi hærri, 5)í% miðað við 2%%. Þessi samanburður er þó verulega villandi. Réttara væri að bera kaupgjaldsbreytingu hvers árs saman við atvinnu og framleiðslu ársins á und- an. Verður þá mjög svipuð niðurstaða þessara tveggja árabila. En slíkt meðaltal er jafnvel ekki aðalatriðið heldur. Lokaniðurstaða ann- ars tímabilsins er áköf verðbólga, hins er stöð- ugleiki, a. m. k. um sinn. Enginn veit, hvenær vaxandi verðbólga fer úr öllum hömlum, svo sem hefur átt sér stað á íslandi. Að reisa skorður við slíku hefur meiri þýðingu en nokk- ur árameðaltöl geta sýnt. Loks er hér tafla, er sýnir áætlun þeirra fé- laga um sundurgreiningu verðlagshækkunar í þætti. Taflan sýnir vonum minni hækkun verð- lags, er einkum stafar af því, að innflutnings- verð og rekstrar- og eignatekjur hafa orðið hlutfallslega meir fyrir barðinu á samdrætt- inum. Yfirlit yfir þætti kostnaðar og verðbreytinga í Bretlandi, 1954 til 1958. Tekjuverð2) alls: Breyting í vísitölustigum (1954:100) .... Þar af: Innflutningsverðlag (reiknað með töf á að það komi fram)..................... Leigur ................................. Vinnukostnaður ......................... Rekstrar- og eignatekjur (aðrar en leigur) Um það má deila og hefur verið deilt, að hve miklu leyti allt þetta hafi leitt af aðgerð- um stjórnarinnar. Þó er þarna að mestu um tómt mál að tala. Erlend áhrif orkuðu á báðar hliðar og mun erfitt að gera þar upp á milli, þótt yfirleitt sé talið, að þau hafi fremur gert leikinn léttari. Stefnt var að samdrætti, og hann fékkst fram. Mestu máli skipti, hve mik- ill hann þyrfti að vera til verðhjöðnunar- áhrifa. Deilt var af miklu meira kappi um, hvort aðgerðirnar hefðu verið réttlætanlegar og hefðu svarað kostnaði. Voru uppi vamaðar- raddir um þær hættur, er fælust í slíkri fram- faradeyfð. Snerist stjórnin á sömu sveifina, er nóg þótti að gert, söðlaði um og stefndi að endurþenslu, m. a. með því að lækka vexti í nokkrum skrefum úr 7% í 4S>- Jafnframt hefur verið reynt að hafa vaxandi afskipti af lands- Áhrif á vísitölu verðlags endanlegrar notkunar1) 1954-1955 1955-1956 1956-1957 1957-1958 4,0 5,9 3,6 2,6 1,2 0,6 0,5 -f- 0,8 -i- 0,1 0,3 0,2 0,8 2,2 4,2 2,2 2,9 0,7 0,8 0,7 -f- 0,3 hlutajafnvægi, meðfram til þess að endur- þenslan komi síður niður þar, sem mikill þrýst- ingur er fyrir. Á líðandi ári hefur allt verið í ömm endurbata við stöðugt verðlag. Þetta getur þó varla talist merki þess, að þau svið nærri þungamiðju efnahagslífsins, er ráða mestu um stöðugleik kaupgjalds og verðlags, muni standast til lengdar meiri eftirspumar- þrýsting en hingað til. Um þetta segir Cohen ráðið í skýrslu sinni3): „Augljóst er, að sú aðferð að halda niðri eftir- x) Frjálsleg þýðing á „final prices", þ. e. endanlegt verðlag vöru og þjónustu til neyzlu og fjármunamynd- unar. Munurinn á þessu verðlagi og heildarverðlagi þjóðarframleiðslu er sá, að hér er útflutningi sleppt, en innflutningur tekinn með á endanlegu verði til notkunar. 2) „Factor costs“, þ. e. að meðtöldum framleiðslu- styrkjum, en slepptum óbeinum sköttum. 3) Júlí, 1959, bls. 40 og 41. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.