Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 25

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 25
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA hinu hlutíæga viðhorfi í kjarabaráttunni. Nið- urstaða hans er því sú, að sennileg áhrif sam- dráttar eftirspurnar séu þau að hægja mjög á framleiðniaukningu, svo að erfiðara verði að mæta kjarabótakröfum og verðbólgan verði verri en ella. Balogh heldur því mjög fast fram, að verðbólgan leiði af kröfum verka- lýðsfélaga og sterkri samningsaðstöðu þeirra við fulla atvinnu. Á þessu sé ekki hægt að vinna bug með samdráttaraðgerðum nema eyðileggja um leið traust viðskiptaheimsins á áframhaldandi velmegun og framkalla þar með alvarlegar kreppur. Hann dregur fram tölu- legar staðreyndir til stuðnings máli sínu, en sumt af því er lítt sannfærandi, þar sem ekki er tekið tillit til þess tíma, er það tekur ýmis áhrif eftirspumarinnar að koma fram. Sumir telja, að undirrót verðbólgunnar sé fyrst og fremst að finna í togstreitunni milli launþegastéttanna innbyrðis. Einna ákveðn- asta afstöðu í þá átt hefur barónessa Barbara Wootton, prófessor við Lundúnaháskóla tekið í bók sinni, Social Foundations of Wage Pol- icy1). Bókin er skrifuð út frá félagsfræðilegu viðhorfi. Telur höfundur, að lausn verðbólgu- vandans verði að byggjast á auknu félagslegu réttlæti í ákvörðun launahlutfallanna innbyrð- is. í mjög svipaðan streng hefur R. F. Kahn, hagfræðiprófessor í Cambridge, tekið í fyrir- lestri. Bindur hann mestar vonir við samkomu- lag stærstu verkalýðssamtakanna um launa- hlutföllin innbyrðis. Þó var hann ekki bjart- sýnn á, að það kynni að takast. Taka má mörg fleiri dæmi um álit fræði- manna, og blanda þeir ýmislega þeim megin- skýringum, er hér hafa verið raktar. í um- ræddri bók eftir Sir Roy Harrod er verðbólg- an í Bretlandi frá 1949 einkum talin stafa af því, að gengislækkun pundsins hafi verið yfir- drifin að miklum mun. Hátt verðlag erlends vamings hafi ýtt undir kjarabótakröfur. Jafn- framt hafi velgengni og þensla í útflutnings- ') George Allen and Unwin, Ltd, London, 1955. greinunum skapað ofeftirspurn eftir vissum flokkum vinnuafls og myndað óeðlilegan mun launatekna milli stétta, en það hafi enn orðið vatn á myllu almennrar kröfugerðar. Líklegt er, að nokkuð sé hæft í þessu, en þó verður varla talið, að Harrod hafi lagt fram fullnægj- andi gögn, hvorki til að sýna fram á, hvort og hve mikið pundið hafi verið vanmetið gagn- vart dollar og sumum öðrum gjaldeyri, né heldur hve miklu áhrif þess hafi numið til beinnar hækkunar verðlags og örvunar launa- krafna. Cohen ráðið fékkst ekki til að fallast á rök hans. Colin Clark hefur rannsakað samhengið milli atvinnubreytinga, er hann tekur sem mælikvarða á eftirspum, og breytinga kaup- tekna á stund eða viku, er hann tekur sem mælikvarða kaupkostnaðar. Grein hans birtist í Oxford Economic Papers, júní 1957. Clark notar ekki tölur um atvinnuleysi, heldur styðst hann við sveiflur í notkun vinnuafls í kringum þá vaxtarstefnu mannaflans, er gildir í hverju landi fyrir sig. Þessar sveiflur fara saman við sveiflur í atvinnuleysi, þ. e. þær eru andstæðar, en þó getur verið mjög mismikið atvinnu- leysi í löndum, er sýna sömu sveiflur. Þessi athugunaraðferð fer því ekki saman við þá, er byggir á beinum atvinnuleysisprósentum. Hún miðast við það, hvort atvinnuleysi eykst eða minnkar, en ekki hve mikið það er. Rann- sóknin tekur til flestra landa Vestur Evrópu, Norður Ameríku og nokkurra annarra landa, árin 1949 til 1956. Clark finnur náið samhengi milli atvinnubreytinga og breytinga á hraða kaupgjaldshækkunarinnar. Þó þannig, að kaup- hækkunin kemur vemlegum mun seinna. Dráttur þessi virðist þó sáralítill í Bandaríkj- unum, en allt upp í 6 mánuði í Frakklandi, Þýzkalandi, Austurríki og Belgíu, um 9 mán- uði í Ástralíu og Canada, um eitt ár í Noregi, Nýja Sjálandi og Japan og jafnvel enn lengri í Bretlandi. Munurinn á drætti þessum get- uf stafað af ýmsu, svo sem að gildistímar og uppsagnarfrestir séu mislangir, og ennfremur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.