Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 51

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 51
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA ar tilfærslur að ræða við mishraðan vöxt at- vinnugreina og byggðarlaga- í lýðfrjálsu þjóð- félagi, sem útilokar ráðningarþvingun, eru launahlutföllin aðaltiltækið til að sníða stakk við vöxt, auk ýmissa aðgerða til að auka hreyfanleik og aðlögunarhæfni vinnuaflsins, sem þó er meir talað um en að gert. Flokkun sem miðast eingöngu við fagkunnáttu nær ekki til sumra þátta þessa samhengis. Flokk- un byggð á inntaki starfa og vinnuskilyrðum er of stöðnuð. Einkum er þetta mikilvægt við skilyrði fullrar atvinnu. Þá er ekki hægt að treysta á aðsókn fólks í hvaða störf og hvar sem vera skal. Launahlutföllin verða þá að vera því sem næst hárrétt miðað við vaxtar- hraða. Reynslan hefur leitt þetta betur í ljós en þurr fræði geta gert. Undir stjórn Verka- mannaflokksins í Bretlandi eftir stríðið var leitast við, og tókst loks 1948, að halda kaup- hækkunum mjög niðri um sinn. En verulegt misræmi var milli atvinnugreina, þannig að mikil fólksekla var í undirstöðuatvinnuvegun- um, einkum í kolanámi. Ahrifamenn í verka- lýðshreyfingunni lögðust gegn þeirri hug- mynd, að kaupgjald umræddra greina yrði hækkað í þeim tilgangi að laða að vinnu- afl, jafnframt því sem kaupgjaldi almennt yrði haldið í skefjum. Var gefið í skyn, að ráðn- ingarþvingun yrði fremur þoluð en slík ríkis- afskipti af kjaramálum. Reglugerð, er heimil- aði ráðningarþvingun, var gefin út í október 1947, en sjálfsagt hafa ábyrgir aðilar fundið að þetta var smánarblettur, því að ráðuneytið lagði ekki í að beita þessu valdi. Þær mann- aflaáætlanir, er gerðar voru sem liður í áætl- unarbúskap stjómarinnar, brugðust svo hrapa- lega, að hætt var að birta þær. Þetta misvægi lagaðist með ámnum, en það átti áreiðanlega verulegan þátt í kaupgjaldssprengingunni 1951 og '52. Bregðist kaupsamningsaðilamir því hlut- verki sínu að ákveða raunhæf launahlutföll, verða fyrirtækin að leysa það eftir beztu getu. Það gerist allajafna með því að greitt er yfir taxta í þeim greinum, sem eiga við fólkseklu að stríða. Fyrst er boðið þannig í nýja menn og sérlega hæfa menn, en eftir því sem slíkt kvisast út, verður að láta jafnt yfir vinnufélaga ganga. Þetta er eitt þeirra atriða, er hækka tímatekjur umfram tímataxta- Þegar verka- lýðsfélögin komast að þessu framferði, annað- hvort beint eðá við athuganir hagskýrslna, standast þau sjaldan mátið. Verulegt bil tekna og taxta setur aðstöðu þeirra í hættu. Þama hafa menn náð hærri launum án tilverknaðar félaganna. Þau verða talin hafa staðið illa á málstað meðlimanna. Atvinnurekendur geti og vilji borga meira. Séu nú gerðir nýir samning- ar, er taki til greina nauðsyn þess launamis- munar, sem þarna hefur skapazt, er málið skynsamlega leyst. En sé aftur farið í kjölfar hinna fyrri heildarsamninga og kaup hækkað svipað yfir alla línuna er um beina og al- menna verðbólgu að ræða. Misvægi launahlut- falla hefur ekki verið lagfært, en sá almenni kaupgjaldsgrundvöllur, sem fyrirtækin byggðu gerðir sínar á, hefur breytzt, svo að leikurinn endurtekur sig. Dæmi Svíþjóðar og Hollands Svíþjóð virðist vera dæmi slíkrar þróunar. Jdeildarsamningar, er lúta pólitískri stefnu aukins jafnaðar, eru aðalreglan. Aukning tíma- tekna umfram taxta hefur verið sérlega ör og mikið íhugunar- og áhyggjuefni. Af ellefu eftirstríðsárum var slík umframhækkun hærri hinni samningsbundnu, fimm árin, en þrjú ár- in næstum jöfn. Hin þrjú árin var samnings- bundin hækkun mjög há 10—14% en þó var umframhækkunin þá um helmingur hinnar samningsbundnu. Margt veldur þessari miklu umframhækkun, svo sem örar framfarir, aukin fagkunnátta og mikil ákvæðisvinna með af- kastaaukningu, er greiða verður hærri tekjum fremur en lægri verðum. En nóg virðist eftir 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.