Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 40

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 40
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM öfl ynnu að sameiningu einstakra starfshópa gegn öðrum. Lítill vafi er á því, að þróun siðmenntaðs þjóðfélags stefnir að þessu stigi, þó með fullu tilliti til félagslegra verðmætra, er eiga rót sína í uppruna fólks í heimkynnum og héruð- um og tengslum þess við ákveðnar starfs- greinar. En sem stendur gildir það, að lögmál félagslegrar samstöðu eru svo margslungin og römm, að fram hjá þeim verður ekki komizt. Á þessa sveifina leggjast öll tilverurök stétta- samtaka, margreynd og viðurkennd, en auk þess sú röksemd, að jafnvægi, sem ekki væri stutt torsveigjanlegri kaupeiningu, kynni að reynast háskalega óstöðugt í kreppuátt, ef eitt- hvað ber út af í hagstjóminni. Umrædda hug- sjón verður því að nálgast eftir leiðum hins stéttskipta þjóðfélags með því að laða fram æskilegri hegðun stéttasamtakanna. Meðan stéttasamtök lúta þeim lögmálum, er um ræðir í kaflanum um verðbólgumyndun- ina, eru markmið fullrar atvinnu og stöðugs verðlags aðskilin, og því meir sem samtökin eru öflugri. Jafnvægisstjórn tekjumyndunar felur því í sér val athafnastigs, er hafi í för með sér þolanlega samstæðu athafna og stöð- ugleika, ef slík samstæða verður fundin. Þetta erfiða val er þó ekki einu afskiptin, er þessi meginaðferð leyfir. Margháttuð óbein afskipti af hegðun stéttasamtaka eiga sér stað, þ- á m. fortölur, en þó einkum ýmsar frið- þægingaraðgerðir gagnvart kjörum launþega. Niðurgreiðslur hafa út af fyrir sig þensluáhrif og geta þannig unnið á móti tilgangi jafn- vægisstefnunnar frá eftirspurnarhliðinni. Þær geta þó stuðlað að takmarki hennar með því að slæva baráttuhvöt stéttasamtakanna, enda má vega þensluáhrifin upp með tilsvarandi fjáröflun. Slíkar aðgerðir geta þó ekki bætt raunveruleg lífskjör, nema heildaráhrifin breyti tekjuskiptingunni. Þær eru því alls ekki raunhæfar, nema ósvikin ástæða sé til frekari afskipta af tekjuskiptingunni, og þessi leið hafi jafnframt kosti umfram aðrar íhlutanir. Ástæð- an til þess, að niðurgreiðslur og tollalækkanir vissra vara eru teknar fram yfir aðrar aðgerðir, er þó oftast hrein gerviástæða, er byggist á því, að þessir liðir koma inn í hinn hefðbundna vísitölusamanburð, en það gera beinir skattar og sum önnur gjöld ekki. Gerviástæðan er þó ekki með öllu áhrifalaus, þar eð hún veldur því, að menn geta sett upp skinhelgari svip yfir árangrinum. En hinu má heldur ekki gleyma, að niðurgreiðslurnar og gjöld, er þeim fylgja, geta brenglað hagkvæmni atvinnu- greinanna alvarlega. Sama er að segja um sýndarverðlagsákvæði, svo sem þau, er banna útvegun sæmilegs fisks að sumarlagi. Hverju sinni, sem komið er til móts við kröfur um félagslegan jöfnuð, skyldi gæta þess að ganga ekki til slíks hráskinnaleiks. Beitingu hafta eða beinnar stjórnar á ýms- um sviðum er oft lýst sem andstæðu jafnvæg- isstjórnar. Sé höftum beitt gegn almennri verð- þenslu, myndast bæld verðbólgutilhneiging. Það er æ betur skilið, að varla er hægt að bæla slíka almenna tilhneigingu, svo að hún komi ekki fram á einhverjum sviðum. Engu að síður hafa slíkar aðgerðir verið gagnlegar á stríðs- og eftirstríðstímum, þegar kreista varð ýtrustu afköst út úr þjóðunum við mjög takmörkuð skilyrði til að fullnægja neysluþörfunum og við mikla félagslega ólgu. Sömuleiðis getur beiting beinnar stjórnar á takmörkuðum svið- um haft þýðingu við eðlilegri skilyrði. Þetta á einkum við um ofþrýsting eftirspurnar á sviðum takmarkaðrar afkastagetu og tilhneig- ingu til of örra tilfærslna milli atvinnugreina og landshluta. Bezt er, að slík afskipti séu sem mest samtvinnuð þeim markaðsöflum, sem lát- in eru ráða vaxtarstefnu atvinnulífsins, en komi sem minnst fram sem höft, er bendi í allt aðrar áttir. En sé þeim beitt markvisst með þeim hætti, geta slík afskipti auðveldað jafnvægisstjórnina og gert kleift, að halda stöð- ugu verðlagi við hærra athafnastig en ella væri. Tilhneiging hefur verið til meiri tekna- tilfærslna, verðlagsafskipta og hafta við leið 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.