Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 41

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 41
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA heildarsamninga stéttanna heldur en undir jafnvægisstjórn tekjumyndunar. En þetta hef- ur stafað af afstöðu launþegasamtakanna. Að öðru leyti skiptir aðgreiningin milli jafnvæg- isstjórnar og hafta ekki beinlínis máli gagn- vart því meginviðfangsefni, sem hér er til meðferðar- Því er stundum haldið fram, að höft og verðlagseftirlit eigi samleið með beinni stjórn kaupgjaldsákvörðunar annars vegar, en frjáls markaður og verðmyndun og frjáls kaup- gjaldsákvörðun eigi samleið hins vegar. Mál- efnislega séð er þetta misskilningur, þótt sum- ir kunni að hafa skapferli til að skipta sér af öllu, en aðrir af engu. Frjáls ákvörðun launa- hlutfalla á að flestu leyti samleið með frjálsri verðmyndun, en að öðru leyti binda þessi at- riði ekki hvert annað. Dæmi jafnvægishagstjórnar verður að taka frá þjóðum, er hafa traust tök á tekjumyndun- inni, geta því sem næst valið sér athafnastig. Það verður ekki talinn ágalli aðferðarinnar, þótt mörg ríki hafi ekki enn náð á henni rétt- um tökum. Telja má þó, að flest ríki Vestur- Evrópu, svo og Bandaríkin, Kanada og sum önnur lönd hafi náð allgóðri tækni í þessum efnum. Þó standa þeim ekki ætíð allir kostir opnir vegna aðstöðunnar út á við. Dæmi Þýzkalands eftir stríð Þýzkaland eftir stríð er oft nefnt sem dæmi um undraverðan árangur jafnvægisstefnu. Hér þarf ekki að lýsa þessum árangri almennt, heldur nægir að taka sem dæmi, að verðlag hækkaði frá 1950 til 1956 um aðeins 12%, en á sama tíma óx fjöldi manna í atvinnu, aðal- lega fyrir flóttamannastrauminn, um 30%, eða rúmar 4.2 milljónir, iðnaðarframleiðslan um 90%, þjóðarframleiðslan í heild um 90%, fram- leiðni á vinnustund í iðnaði um 38% og tíma- tekjur verkafólks í iðnaði um 53%*). Þessi mikli árangur þarf þó ekki að þýða það, að hann sé hægt að endurtaka annars staðar með sömu aðferðum, né jafnvel heldur að hægt sé að halda jafn farsællega áfram á sömu braut þar í landi. Á umræddu tímabili var verulegt atvinnu- leysi þar í landi, en það fór stöðugt minnk- andi frá 10% 1950 niður í 4.2% 1956, og á síð- ast liðnu hausti var það komið niður í um það bil 2%. Þetta atvinnuleysi var þó miklu síður tilfinnanlegt vegna hins mikla fjölda, er bættist við vinnuaflið, þannig að hver ein- staklingur hefur þurft aðeins tiltölulega skamma hríð að þola atvinnuleysi. Þrátt fyrir þetta atvinnuleysi, mikinn áróður og hvatningar og almennan samhug um úr- slitaátak þjóðarinnar, hækkaði kaupgjald mjög ört. Tímatekjur í iðnaði hækkuðu 1950—1956 um 53% eða um jafnmikið og í Bretlandi. Sé litið á undanfarandi töflu, þar sem 1949 er tekið með, hefur meðalhækkun tímatekna á ári verið 8.2%, sem er hátt miðað við flest lönd, t. d. miðað við Bretland 61%. Yfir heildina litið fór árshækkunin lækkandi fram til 1954, en úr því stöðugt hækkandi upp í 11% hækk- un tímatekna 1957. Vegna hins mikla sað- streymis vinnuafls hefur hækkun tímatekna því nær ekkert farið fram úr hækkun taxta, þótt bilið hafi aukizt nokkuð síðan 1954. Hefur því taxtahækkunin í Þýzkalandi verið tiltölu- lega örari en í öðrum löndum með svipaða hækkun tímatekna. Ástæða þess að þessi mikla hækkun kaup- gjalds hefur ekki skyggt á árangur viðreisn- arinnar, er sú að afkastaaukningin hefur verið svo geysiör, að þróun verðlags hefur verið til- tölulega hagstæð. En þessi afkastaaukning er miðuð við ástandið eftir rústir styrjaldarinn- ar, þegar framleiðslutækin voru meira og minna í molum, starfsliðin tvístruð, flutninga- leiðir og viðskiptatengsli úr lagi færð o. s. frv. !) Þessar tölur eru teknar úr bók B. C. Roberts: National Wages Policy in War and Peace, London, 1958. Verður stuðst við þá heimild í ýmsu því, er hér fer á eftir, án þess að þess sé getið hverju sinni. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.