Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 33

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 33
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA Eftirstríðsárin hafa verið tekin til mjög ýtar- legrar rannsóknar af þeim félögunum J. R. C. Dow og L. A. Dicks-Mireaux, er starfa við rannsóknarstofnun í félags og efnahagsmál- um. Dow reið á vaðið með því að reyna til þrautar, að hve miklu leyti væri hægt að skýra hækkanir verðlags og kaupgjalds sem víxl- hækkanir án beinna áhrifa frá eftirspum1). Orsakasamhengið skýrðist ekki til fulls með þessum hætti, einkum að því er varðaði síð- ustu árin. Hófu þeir félagar því rannsókn á meintri ofeftirspurn eftir vinnuafli2). Byggt var á skýrslum bæði um atvinnuleysi og um lausar stöður, en úr þeim gögnum var samin vísitala eftirspurnar eftir vinnuafli. Grund- vallarforsendan er sú, að þegar þessar tvær stærðir séu jafnar, þá vegi eftirspurnin sjálf jafnt til hækkunar og lækkunar. Þessa hæð atvinnuleysis megi því skilgreina sem tregðu- atvinnuleysi. Umframeftirspum er svo mæld sem fjöldi lausra staðna umfram tregðuat- vinnuleysi, þótt raunverulegt atvinnuleysi sé þá nokkru lægra. Vaneftirspum er mæld sem fjöldi atvinnulausra umfram tregðuatvinnu- leysi- Hlutlaus eftirspurn eða jafnvægiseftirspum mundi samkvæmt þesssu hafa þýtt um 1,3 til 1,53> atvinnuleysi flest árin eftir stríð. En sam- kvæmt rannsókn Prófessor Phillips mundi um 5’Á% atvinnuleysi þurfa til stöðugs kaupgjalds. Mismuninn, um 4% atvinnuleysi, má líta á sem óbeinan mælikvarða á styrk hins félagslega afls í spilinu. Svo mikið þyrfti til að vega það upp. Sé hins vegar framleiðniaukningin gefin eftir, þyrfti engu að síður um 2)í% atvinnuleysi, þ. e. um 1% umfram eðlilegt, til þess að kaup- hækkunin fari ekki yfir þau 2%, er teljast lík- leg aukning framleiðni. Tölfræðilegar skilgreiningar binda ekki hendur efnahagsmálastefnunnar. Hins vegar er það Ijóst af rannsókn þeirra félaga, að sé vik- ið frá jafnvægiseftirspurn í þessum skilningi, kostar frekari minnkun atvinnuleysis hlutfalls- lega mjög vaxandi eftirspum, og hins vegar frekari minnkun eftirspurnar hlutfallslega mjög vaxandi atvinnuleysi. Því hlýtur venju- lega að vera reynt að stilla eftirspum nærri þessu stigi, en öðrum og hnitmiðaðri ráðstöf- unum beitt til að yfirvinna tregðuatvinnuleysi. Loks stilltu þeir félagar saman þessu tví- þætta efni. Ritgerð þeirra um það mun vera í útgáfu um þessar mundir1). En glefsur úr henni hafa búzt annar's staðar2). Helztu niður- stöðurnar eru þessar, í töfluformi: Áætluð áhrif til kaupbreytinga í Bretlandi, % frá fyrra ári Áhrif þess að: 1951 Eftirspurn sé hærri en lágmark (1952) 3,5 Smásöluverðlag breyttist .............. 4,6 Fastur þáttur ......................... 1,6 Alls ................................. 10,0 Skekkfur ............................. 0,8 Raunveruleg kaupbreyting.............. 10,8 Meðaltal Framreiknað 1952 1953 1954 1955 1956 (prófað) 1 1957 1958 0,0 0,9 2,1 3,7 2,7 2,2 1,0 — 4,7 1,6 1,0 2,3 2,5 2,7 1,9 1,5 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 6,4 4,1 4,8 7,8 7,0 6,7 4,6 3,1 0,1- -0,7- -0,1- -1,0 0,9 0,0 0,8 0,6 6,5 3,4 4,7 6,8 7,9 6,7 5,4 3,7 !) Oxford Economic Papers, sept., 1956. -) Oxford Economic Papers, feb., 1958. Joumal of Royal Statistical Society. -) National Institue Economic Review, maí 1959. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.