Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 33

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 33
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA Eftirstríðsárin hafa verið tekin til mjög ýtar- legrar rannsóknar af þeim félögunum J. R. C. Dow og L. A. Dicks-Mireaux, er starfa við rannsóknarstofnun í félags og efnahagsmál- um. Dow reið á vaðið með því að reyna til þrautar, að hve miklu leyti væri hægt að skýra hækkanir verðlags og kaupgjalds sem víxl- hækkanir án beinna áhrifa frá eftirspum1). Orsakasamhengið skýrðist ekki til fulls með þessum hætti, einkum að því er varðaði síð- ustu árin. Hófu þeir félagar því rannsókn á meintri ofeftirspurn eftir vinnuafli2). Byggt var á skýrslum bæði um atvinnuleysi og um lausar stöður, en úr þeim gögnum var samin vísitala eftirspurnar eftir vinnuafli. Grund- vallarforsendan er sú, að þegar þessar tvær stærðir séu jafnar, þá vegi eftirspurnin sjálf jafnt til hækkunar og lækkunar. Þessa hæð atvinnuleysis megi því skilgreina sem tregðu- atvinnuleysi. Umframeftirspum er svo mæld sem fjöldi lausra staðna umfram tregðuat- vinnuleysi, þótt raunverulegt atvinnuleysi sé þá nokkru lægra. Vaneftirspum er mæld sem fjöldi atvinnulausra umfram tregðuatvinnu- leysi- Hlutlaus eftirspurn eða jafnvægiseftirspum mundi samkvæmt þesssu hafa þýtt um 1,3 til 1,53> atvinnuleysi flest árin eftir stríð. En sam- kvæmt rannsókn Prófessor Phillips mundi um 5’Á% atvinnuleysi þurfa til stöðugs kaupgjalds. Mismuninn, um 4% atvinnuleysi, má líta á sem óbeinan mælikvarða á styrk hins félagslega afls í spilinu. Svo mikið þyrfti til að vega það upp. Sé hins vegar framleiðniaukningin gefin eftir, þyrfti engu að síður um 2)í% atvinnuleysi, þ. e. um 1% umfram eðlilegt, til þess að kaup- hækkunin fari ekki yfir þau 2%, er teljast lík- leg aukning framleiðni. Tölfræðilegar skilgreiningar binda ekki hendur efnahagsmálastefnunnar. Hins vegar er það Ijóst af rannsókn þeirra félaga, að sé vik- ið frá jafnvægiseftirspurn í þessum skilningi, kostar frekari minnkun atvinnuleysis hlutfalls- lega mjög vaxandi eftirspum, og hins vegar frekari minnkun eftirspurnar hlutfallslega mjög vaxandi atvinnuleysi. Því hlýtur venju- lega að vera reynt að stilla eftirspum nærri þessu stigi, en öðrum og hnitmiðaðri ráðstöf- unum beitt til að yfirvinna tregðuatvinnuleysi. Loks stilltu þeir félagar saman þessu tví- þætta efni. Ritgerð þeirra um það mun vera í útgáfu um þessar mundir1). En glefsur úr henni hafa búzt annar's staðar2). Helztu niður- stöðurnar eru þessar, í töfluformi: Áætluð áhrif til kaupbreytinga í Bretlandi, % frá fyrra ári Áhrif þess að: 1951 Eftirspurn sé hærri en lágmark (1952) 3,5 Smásöluverðlag breyttist .............. 4,6 Fastur þáttur ......................... 1,6 Alls ................................. 10,0 Skekkfur ............................. 0,8 Raunveruleg kaupbreyting.............. 10,8 Meðaltal Framreiknað 1952 1953 1954 1955 1956 (prófað) 1 1957 1958 0,0 0,9 2,1 3,7 2,7 2,2 1,0 — 4,7 1,6 1,0 2,3 2,5 2,7 1,9 1,5 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 1,6 6,4 4,1 4,8 7,8 7,0 6,7 4,6 3,1 0,1- -0,7- -0,1- -1,0 0,9 0,0 0,8 0,6 6,5 3,4 4,7 6,8 7,9 6,7 5,4 3,7 !) Oxford Economic Papers, sept., 1956. -) Oxford Economic Papers, feb., 1958. Joumal of Royal Statistical Society. -) National Institue Economic Review, maí 1959. 31

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.