Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 53

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 53
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA vinnuafli, þar eð þau hljóti að taka meira tillit til krafna meðlimanna en þjóðarheillar, nema ytri aðstæður neyði þau til hins gagnstæða. Þá vaknar sú spuming, hvort hægt sé að beita aðhaldi beinna ríkisafskipta í stað þess að- halds lélegs vinnumarkaðar, sem annars virð- ist nauðsynleg vörn gegn verðbólgu, hvort sem samningsgerðir eru dreifðar eða heild- stæðar. Bein opinber afskipti Þótt úrslitavald kaupgjaldsákvörðunar sé fært yfir til ríkisins, er ekki þar með sagt, að þessi mál séu komin út fyrir áhrifasvið þeirra hagsmunalegu og félagslegu afla, er hafa for- ystu heildarsamtaka stéttanna í hendi sér. Stjórnmálavaldhafar eru næmir fyrir þrýst- ingi slíkra afla, einkum þegar tæpt stendur. En þó er sá mikilvægi munur, að valdið hefur verið fært yfir á enn heildstæðara svið, til að- ila sem ber ábyrgð gagnvart allri þjóðinni og byggir hylli sína á mörgum öðrum málefnum, er geta vegið upp tímabundnar óvinsældir, er stafa af því, þegar taka þarf stíft í taum- ana. Styrkur ríkisins í slíkum aðgerðum hlýt- ur og að vera mjög misjafn, eftir því hvernig þær eru grundvallaðar. Kerfi bundið af stjóm- arskránni væri að sjálfsögðu öruggast fyrir af- námi, en þar sem það mundi almennt ekki koma til greina, má segja, að öruggust sé lög- gjöf studd miklum meirihluta, einkum ef hún fær frið til að festast í framkvæmd og verða að venju, sem talin verður sjálfsögð. En sé stofnað til slíkra ríkisafskipta með reglugerð, sem ríkisistjómin hefur í hendi sér að fram- kvæma eftir vild, breyta eða fella niður, og einkum ef allt bendir til, að um tilraun eða bráðabirgðaástand sé að ræða, þá hefur kerf- ið litla möguleika til að standast stormana. Það verður þá gjaman að keppikefli að koll- varpa því og tryggja sínum samtökum forskot í háum kauphækkunum. Þegar hefur verið rætt um kaupgjaldsmálin í Hollandi undir ríkisumsjá, er þó beinist eink- um að því að hafa áhrif á heildarsamninga stéttanna. Nóg dæmi um kaupgjaldsákvörðun ríkisins væri hægt að taka af kommúnista- ríkjunum og öðrum alræðisríkjum. En þau dæmi væru ekki sérlega lærdómsrík vegna gjörólíks valdkerfis og hagkerfis. Þrátt fyrir slíka stjórn hafa þau ekki treyst sér til eða talið vert að lækka verðlag nema Sovétríkin. En fyrir stríð var þar þó alvarleg verðbólga. Gerðardómskerfi Ástralíu Skýrust dæmi slíkrar stjómar á kaupgjaldi, þar fyrir utan, er Ástralía um meira en hálfr- ar aldar skeið og Bandaríkin um takmörkuð tímabil meðan á síðari heimsstyrjöldinni og Kóreustríðinu stóð- En slík afskipti hafa ekki alltaf verið við það miðuð að halda jafnvægi og stöðugleik. Hið flókna gerðardómskerfi Ástralíu óx upp úr hugsjónalegri viðleitni til félagslegs réttlætis og friðsamlegra samskipta, þar sem treyst skyldi á dómsúrskurði í stað stéttaátaka. Grundvallarhugmyndin var sú að tryggja hverjum launþega mannsæmandi lífs- kjör. í samræmi við það var ákveðið að end- urskoða launakjör árlega með hliðsjón af vísi- tölu framfærslukostnaðar, en frá 1921 var kaup látið breytast sjálfkrafa eftir vísitölu framfærslukostnaðar. Á kreppuárunum var snúið frá meginreglu hinna mannsæmandi lífs- kjara og tekin upp sú stefna að miða við greiðslugetu atvinnuveganna í samanburði við heimsmarkaðinn. Þannig var tekin upp sama stefna kreppuráðstafana og í Svíþjóð, og að mestu miðað við gengið sem hina föstu stærð,. þótt því væri einnig breytt eftir því sem þótti 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.