Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 32

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 32
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM hátt. Enginn beinn tölulegur mælikvarði verð- ur lagður á styrk eða afstöðu stéttasamtaka- Þar er um að ræða hliðstætt vandamál og við er að etja í að mæla styrk einkasöluaðstöðu. Álykta verður af málefnislegum kunnugleika eða óbeinum athugunum, svo sem þeim að af- brigði annarra mælinga megi rekja til þessara orsaka. í þeim rannsóknum, sem hér verður vitnað til, er ekki reynt beinlínis að meta styrk þeirra afla, er bera uppi viðbrögð vinnumark- aðarins, heldur er reynt að rekja tilefni þeirra viðbragða til mælanlegra ytri aðstæðna. Til- vitnanir þessar takmarkast við Bretland, en þarlendis hafa slíkar rannsóknir verið stund- aðar af verulegri elju, og að miklum hluta studdar af Ford stofnuninni. Aðalniðurstöður rannsóknar, er náði yfir úr- vinnsluefni næstum heillar aldar, voru þess- ar1): Allt tímabilið 1861—1913, þ. e. fram að fyrri heimsstyrjöld, var mjög náið samband milli atvinnuleysis og kauphækkunar. Stöðugt kaupgjald var að jafnaði samfara 5—6% at- vinnuleysi. Við 2'A% atvinnuleysi var hækkunin um 2%. Við enn minna atvinnuleysi tók kaup- hækkunin að gerast mjög stórstíg, þannig að um 6% hækkun á ári var samfara 1/2% atvinnu- leysi, en um 9% hækkun fylgdi 1% atvinnuleysi. Á hinn bóginn var tregða kaupgjaldsins niður á við, eða mótstaðan gegn lækkunum, svo sterk, að kaupgjald lækkaði aðeins um nálægt 1% þótt meðalatvinnuleysi ársins kæmist upp í 10%. Ástand beggja heimsstyrjaldanna féll frem- ur illa við þessa mynd af vinnumarkaðnum, en með misjöfnum hætti. Fyrri heimsstyrjaldar- árin var lítt fengizt við markvissa hagstjóm, og fór árleg kauphækkun vaxandi stórum skrefum frá 8 upp í 29%, en síðan féll kaup- gjald geysilega (18 og 22%) árin 1921 og ’22. í síðari heimsstyrjöldinni tókst hins vegar um Ú A. W. Phillips, The Relation between Unemploy- ment and the Rate of Change of Money Wage Rates in the United Kingdom, 1861—1957, Economica, nóv. 1958. fjögurra ára skeið, 1942—’45, að takmarka árs- hækkunina við 4—6%, þótt atvinnuástand gæfi tilefni til miklu meiri hækkana. Á millistríðsárunum, einkum árin 1923—34, virtist hið gamla lögmál taka gildi sitt á ný. Þó virðist það hafa gilt enn nánar um eftir- stríðsárin. Tölur flestra þeirra ára falla á línu- rit hins gamla tímabils líkt og perlur á band, þegar kauphækkanir em bornar saman við atvinnuástandið sjö mánuðum áður. Þó eru all- stór frávik, til minni hækkunar 1949 og meiri hækkunar 1951 og 1952, og verður að skýra þau hvort þeirra með sínum hætti. Prófessor Phillips gerir það með þeim hætti að meta kauphækkunartilefni af völdum verðhækkana. Fyrir árin 1951 og 1952 voru slík tilefni meiri en bein áhrif eftirspumar, en 1953 voru áhrifin jöfn. Engin tilraun er þó gerð til að skipta raunverulegri hækkun milli þessara tveggja áhrifa- Varast verður þann misskilning, að með því að rekja kauphækkanir til þessara tveggja til- efna sé sýnt fram á áhrifaleysi stéttasamtaka. Bæði tilefnin virka á stofnanir vinnumarkaðar- ins, eins og þær hafa verið yfir umrætt tíma- bil. Áhrif þeirra hvers um sig gætu verið allt önnur, ef stofnanir þessar væru allt aðrar en þær eru. Umrætt samhengi atvinnuástands og kaup- hækkana gildir sem meðaltal, hvort sem at- vinna er í vexti eða rýrnun. En jafnframt gildir sú regla, að ákveðnu meðalatvinnuleysi fylgja talsvert meiri kauphækkanir, ef atvinna er þá vaxandi heldur en ef hún fer minnkandi. Þessi staðreynd fellur vel við þær skýringar, er hér hafa verið gefnar á áhrifum dýrtíðarmyndun- ar og hjöðnunar. Þar eð kauphækkanir aukast miklum mun meira við sveiflur upp á við frá venjulegu atvinnuástandi heldur en dregur úr þeim við samsvarandi sveiflur niður á við, hlýtur meðalhækkunin yfir lengri tíma litið að vera talsverðum mun meiri, ef gengi efna- hagslífsins er sveiflum háð, heldur en ef sama meðaltekjumyndun er tiltölulega stöðug. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.