Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 9

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 9
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA eftir gengislækkunina. Hækkunin fjaraði út á árinu 1952 í verðlagi, er var um 60% hærra en fyrir gengislækkunina. í desember 1952 báru samningsaðilar í vinnudeilu gæfu til þess að semja um aðrar ráðstafanir en kauphækkun. Verðlag lækkaði lítilsháttar og hélzt síðan nær- fellt stöðugt við góðan vinnufrið fram í maí 1955. Þessi þrjú ár, frá vori 1952 til vors 1955, eru tímabil næstum algjörs verðlagsstöðugleika. Vísitalan hækkaði aðeins úr 156 stigum í 162 stig, eða um tæp 4% á þrem árum, en það er um 1,3% á ári. Þessi ár voru sannarlega gull- öld jafnvægisstefnunnar á íslandi. Þjóðin tók kjarabætur sínar að vísu ekki í auknum kaup- mætti umsamins tímakaups. En þær fengust engu að síður í ýmsum myndum, í hækkuð- um meðaltekjum á vinnustund vegna yfir- vinnugreiðslna, í auknu vöruvali og bættum vörugæðum, bættri þjónustu og auknu hag- ræði. Auk þess má telja beina og mikla kjara- bót að aukinni atvinnu og bættri aðstöðu til húsbygginga, lántöku og eignasöfnunar. Sé litið upp úr hinum þrönga bás búreikninganna og til heildarhags þjóðarinnar, sést, að þjóðin notaði aðstöðuna á nærfellt öllum sviðum til þess að treysta aðstöðu sína til varanlegrar framfarasóknar. Þetta ástand var auðvitað of gott til þess að vara lengi. íslenzk þjóð virðist, í hreinskilni sagt, hafa sérstaka hæfileika til að steypa sér í vandræði. í marz 1955 skall ógæfan yfir. Því ber ekki að neita, að mönnum hafði tekizt misjafnlega að bergja á gróðalindum undan- farinna ára. Þó gátu flestir, er vilja og þrek höfðu til, aukið tekjur sínar verulega. Af ýmsum orðasveimi má ráða, að sumir hafi gengið af siðleysi fram í harðdrægri tekjuöfl- un og áberandi bílífi. Slíkur skortur félags- legrar ábyrgðartilfinningar stuðlar verulega að almennri kröfugerð. Vinnuaflsekla og mjög mikil aukning tekna varð í öllum byggingar- iðngreinum, en þó naut flest verkafólk með breytilegan vinnutíma góðs af ástandinu. Kjör fastráðinna starfsmanna fóru sízt batnandi- Ástæða hefði verið til þess að gera einhverjar ráðstafanir til að rétta hlut þess fólks, er bjó við óbreytta upphæð tekna, m. a. með ein- hverjum samdrætti eftirspumar, en annars með sérstaklega hnitmiðuðum ráðstöfunum. Yfir heildina að líta var ástandið þó mjög ákjósanlegt. í stað slíkra aðferða tóku fjölmörg verka- lýðssamtök höndum saman um stórfelldar kröfur, þar á meðal ýmsar þær stéttir, er mest- um rjóma höfðu fleytt. Heildarkostnaður á vinnustund hækkaði um 16% og fullum vísi- töluuppbótum var komið á að nýju. Engum duldist, að þessi hækkun hlaut að verða al- menn. Hún gat því engan veginn beinlínis lagfært misræmi milli stétta, þótt samdráttar- aðgerðir, er hún yrði tilefni til, gætu komið slíku til leiðar. Hækkunin hlaut að leggjast með öllum sínum þunga á allt hagkerfið. Mesta möguleg aukning framleiðslu á mann meðal þjóða, er náð hafa svipuðu tekjustigi og íslendingar, er um 3% á ári. Er þá reiknað með, að hægt sé að víkka út nýtingu náttúru- auðlinda og að engin skakkaföll komi fyrir af þeim sökum. Til þess að vinna upp 16% hækk- un og ná aftur sama verðlagi hefði því í bezta lagi þurft fimm ár, ef vísitöluuppbætur og grunnkaupshækkanir hefðu verið útilokaðar á þeim tíma. Verðlagsuppbætur mundu hins vegar virka til stöðugrar hækkunar í þessi fimm ár, en hve mikilli hækkun þær hefðu þá valdið fer eftir tíðleika „leiðréttinganna“. Þótt þær væru gerðar aðeins einu sinni á ári, en öll áhrif fyrri hækkunar væru hverju sinni komin inn í verðlagið, mundi heildarhækkun verð- lags hafa numið um 50%, er hún stöðvaðist á fimmta ári. En hér var hins vegar samið um ársfjórðungslegar „leiðréttingar". Fram að vori 1955 mátti með réttu deila um það, hvort hægt mundi að afstýra hætt- unni á verðbólguþróun með því að draga úr peningalegri eftirspurn. Eftir það varð slíku ekki haldið fram. Búið var að gera verðbólg- una sjálfvirka með vísitöluákvæðum. Ógjör- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.