Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 9

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 9
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA eftir gengislækkunina. Hækkunin fjaraði út á árinu 1952 í verðlagi, er var um 60% hærra en fyrir gengislækkunina. í desember 1952 báru samningsaðilar í vinnudeilu gæfu til þess að semja um aðrar ráðstafanir en kauphækkun. Verðlag lækkaði lítilsháttar og hélzt síðan nær- fellt stöðugt við góðan vinnufrið fram í maí 1955. Þessi þrjú ár, frá vori 1952 til vors 1955, eru tímabil næstum algjörs verðlagsstöðugleika. Vísitalan hækkaði aðeins úr 156 stigum í 162 stig, eða um tæp 4% á þrem árum, en það er um 1,3% á ári. Þessi ár voru sannarlega gull- öld jafnvægisstefnunnar á íslandi. Þjóðin tók kjarabætur sínar að vísu ekki í auknum kaup- mætti umsamins tímakaups. En þær fengust engu að síður í ýmsum myndum, í hækkuð- um meðaltekjum á vinnustund vegna yfir- vinnugreiðslna, í auknu vöruvali og bættum vörugæðum, bættri þjónustu og auknu hag- ræði. Auk þess má telja beina og mikla kjara- bót að aukinni atvinnu og bættri aðstöðu til húsbygginga, lántöku og eignasöfnunar. Sé litið upp úr hinum þrönga bás búreikninganna og til heildarhags þjóðarinnar, sést, að þjóðin notaði aðstöðuna á nærfellt öllum sviðum til þess að treysta aðstöðu sína til varanlegrar framfarasóknar. Þetta ástand var auðvitað of gott til þess að vara lengi. íslenzk þjóð virðist, í hreinskilni sagt, hafa sérstaka hæfileika til að steypa sér í vandræði. í marz 1955 skall ógæfan yfir. Því ber ekki að neita, að mönnum hafði tekizt misjafnlega að bergja á gróðalindum undan- farinna ára. Þó gátu flestir, er vilja og þrek höfðu til, aukið tekjur sínar verulega. Af ýmsum orðasveimi má ráða, að sumir hafi gengið af siðleysi fram í harðdrægri tekjuöfl- un og áberandi bílífi. Slíkur skortur félags- legrar ábyrgðartilfinningar stuðlar verulega að almennri kröfugerð. Vinnuaflsekla og mjög mikil aukning tekna varð í öllum byggingar- iðngreinum, en þó naut flest verkafólk með breytilegan vinnutíma góðs af ástandinu. Kjör fastráðinna starfsmanna fóru sízt batnandi- Ástæða hefði verið til þess að gera einhverjar ráðstafanir til að rétta hlut þess fólks, er bjó við óbreytta upphæð tekna, m. a. með ein- hverjum samdrætti eftirspumar, en annars með sérstaklega hnitmiðuðum ráðstöfunum. Yfir heildina að líta var ástandið þó mjög ákjósanlegt. í stað slíkra aðferða tóku fjölmörg verka- lýðssamtök höndum saman um stórfelldar kröfur, þar á meðal ýmsar þær stéttir, er mest- um rjóma höfðu fleytt. Heildarkostnaður á vinnustund hækkaði um 16% og fullum vísi- töluuppbótum var komið á að nýju. Engum duldist, að þessi hækkun hlaut að verða al- menn. Hún gat því engan veginn beinlínis lagfært misræmi milli stétta, þótt samdráttar- aðgerðir, er hún yrði tilefni til, gætu komið slíku til leiðar. Hækkunin hlaut að leggjast með öllum sínum þunga á allt hagkerfið. Mesta möguleg aukning framleiðslu á mann meðal þjóða, er náð hafa svipuðu tekjustigi og íslendingar, er um 3% á ári. Er þá reiknað með, að hægt sé að víkka út nýtingu náttúru- auðlinda og að engin skakkaföll komi fyrir af þeim sökum. Til þess að vinna upp 16% hækk- un og ná aftur sama verðlagi hefði því í bezta lagi þurft fimm ár, ef vísitöluuppbætur og grunnkaupshækkanir hefðu verið útilokaðar á þeim tíma. Verðlagsuppbætur mundu hins vegar virka til stöðugrar hækkunar í þessi fimm ár, en hve mikilli hækkun þær hefðu þá valdið fer eftir tíðleika „leiðréttinganna“. Þótt þær væru gerðar aðeins einu sinni á ári, en öll áhrif fyrri hækkunar væru hverju sinni komin inn í verðlagið, mundi heildarhækkun verð- lags hafa numið um 50%, er hún stöðvaðist á fimmta ári. En hér var hins vegar samið um ársfjórðungslegar „leiðréttingar". Fram að vori 1955 mátti með réttu deila um það, hvort hægt mundi að afstýra hætt- unni á verðbólguþróun með því að draga úr peningalegri eftirspurn. Eftir það varð slíku ekki haldið fram. Búið var að gera verðbólg- una sjálfvirka með vísitöluákvæðum. Ógjör- 7

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.