Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 36

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Blaðsíða 36
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM yfirvöld líta svonefnda hagstæða breytingu viðskiptajafnaðarins og auknar innistæður í útlöndum hýru auga, og hirða því lítt um gengisbreytingar til að loka úti verðhækk- anir. En stéttafélögin láta sig einkum varða verð- hækkunarhlið þessarar framvindu. Eitt meg- inskilyrða þess, að hægt sé að halda stöðugu kaupgjaldi eða a- m. k. stöðugra en í öðrum löndum, er því það, að gengismálunum sé stjórnað í samræmi við það og verðbreytingar lokaðar úti. Æ fleiri fræðimenn hallast nú að því, að gengismál heimsins séu í of föstum skorðum og markist um of af ótta um sam- keppni ríkjanna í gengisfellingum og gagn- ráðstöfunum, en það var hið alþjóðlega vanda- mál áratuginn fyrir stríð. Vegna hinna föstu gengja hneigjast ríkin og um of til að grípa smám saman til óæskilegri viðskiptaaðgerða, svo sem tolla, uppbóta og hafta, en út í þá sálma skal ekki haldið hér. Gengisákvörðun- in stendur í nánu sambandi við kaupgjalds- vandamálið. Meðal þjóða, er hafa örasta kaup- gjaldshækkun, er nauðsynlegt að fá stéttim- ar til að sætta sig við gengisfellingar. En meðal þeirra, er hafa hægast hækkandi eða stöðugt kaupgjald, er nauðsynlegt að fá úr því skorið með samráði við séttasamtökin, hve mikill stöðugleiki gengisins verði umborinn. Vegna hins alþjóðlega samhengis verður hag- stjórnarviðleitni þjóða augljóslega ekki metin eftir því, hvort tekist hafi að ná fullkomnum stöðuleika, heldur hvernig tekist hafi miðað við árangur annarra þjóða. Oft er einblínt á þær afleiðingar verðbólg- unnar, er koma fram í aðstöðunni gagnvart öðrum þjóðum. Er þá ekki talið skipta máli, hve hröð hækkunin er í sjálfri sér, heldur að- eins hve hröð hún er miðað við hækkunina í öðrum löndum. Verður þessarar afstöðu eink- um vart þar, sem ekki er beinlínis um brýnan fjármagnsskort að ræða. Umræður um málið í Bretlandi hafa verið einkennandi fyrir þetta viðhorf. Þar sem fjármagnsskortur eða veru- legt misvægi á lánsfjármarkaðnum ríkir, verða menn varir við hina dýpri þýðingu vanda- málsins, þá er stafar af tímavídd framleiðsl- unnar og fjármagnsviðskiptanna. Þetta hefur skýrast gildi, ef tekið er dæmi lokaðs hag- Jcerfis með engin viðskipti út á við, svo sem ef hugsað er um heiminn allan sem eitt sam- fellt hagkerfi, en að sjálfsögðu lokað út á við. Heimurinn sem heild á við ægilegan fjár- magnsskort að stríða, þótt einstakir heimshlut- ar séu sólarmegin í lífinu. Meðal fjölmargra þjóða á verðbólgan drýgstan þátt í að rýra uppsprettu fjármagnsins og hvetja til óhóf- legrar neyzlu og neyzlufjárfestingar. Villtust er verðbólgan í sumum Suður Ameríkuríkjun- um, en þar kemur fyrir að kaupgjald er hækkað um allt að 60% með einu pennastriki. Þau ríki eru ekki sýnd á meðfylgjandi töflu. Þar fer saman mikið óhóf og íburður af hálfu allra, er fjárráð hafa, og alvarlegur skortur fjármagns til atvinnuframfara. Almenn samanburðaratriði Vextir og önnur lánsskilyrði hafa raunveru- legt gildi aðeins í sambandi við gildisrým- un höfuðstólsins, og er að honum meðreikn- uðum talað um raunverulega vexti. Gildis- rýrnunina má mæla eftir hækkun annars hvors kaupgjalds eða verðlags, svo sem lýst er hér að framan. Tölulega fer munurinn þar á milli eftir framleiðniaukningunni. Ef hún er t. d. 2% yfir árið, en kaupgjaldshækkun er 6%, má með líklegum forsendum gera ráð fyrir, að verðlagshækkunin sé 4%. Séu nafnvextir við þessi skilyrði 6%, má segja að raunvextir séu engir í jafnlaunaskilningi, en þó 2% í jafnvirð- isskilningi. Séu nafnvextir 4%, eru tilsvarandi 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.