Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 5

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 5
Þjóðarframleiðsla, verðmætaráðstöfun og þjóðartekjur, 1945-1960 Grein þessi er samin af Torfa Ásgeirssijni og Bjarna B. Jóns- sijni, og hafa þeir einnig unnið töfluverkið. Þjóðhagsreikningar íslands Með lögum frá 24. des. 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingar- mála o. fl., var Framkvæmdabankanum falið að „semja áætlun um þjóðartekjurnar, mynd- un þeirra, skiptingu og notkun“. Lögin nefna aðeins eina af fjölmörgum þjóð- hagsreikningastærðum, sem sé þjóðartekjurn- ar, en þar sem jafnframt er talað um „mynd- un, skiptingu og notkun" hefur lagaákvæðið í reynd verið skilið þannig, að bankanum væri þar með falið að hrinda í framkvæmd því mikilvæga verkefni að skipuleggja þjóð- hagsreikningakerfi fyrir Island, en slíku reikn- ingakerfi er ætlað að varpa ljósi á hið marg- slungna orsakasamband innan hagkerfisins, vera stjórnarvöldum verkfæri við alls konar áætlunargerð, og létta skynsamlegar ályktanir um áhrif hagrænna aðgerða. Frá upphafi var vitað, að mörg ár myndu líða þar til þjóðhagsreikningakerfi Islendinga yrði komið í það horf, að það væri á nokkurn hátt sambærilegt við þjóðhagsreikningakerfi hinna háþróuðu landa. Ljóst var og, að vinna varð verkið í mörgum áföngum, taka fyrir einstök svæði innan hagkerfisins, gera frum- áætlanir fyrir hvert þeirra og endurskoða jafn- óðum eldri vinnu í ljósi þeirra upplýsinga, sem könnun nýrra svæða veittu um þau önnur svæði, er á einhvern hátt eru tengd þeim. Sýnt var, að þýðingarmikil svæði hagkerfisins voru alls ekki „á landabréfinu“, upplýsingar voru ekki fyrir hendi, og oft jafnvel ófáan- legar. Þær áætlanir, sem Framkvæmdabankinn hefur látið frá sér fara um ýmsar þýðingar- mestu stærðir þjóðhagsreikninga, svo sem þjóðartekjur, þjóðarframleiðslu á markaðs- verði, fjármunamyndun, neyzlu þjóðarinnar, bæði einkaneyzlu og þá samneyzlu, sem á sér stað fyrir milligöngu hins opinbera, o. s. frv., hafa því eðlilega verið stöðugum breytingum undirorpnar. Með hverri nýrri talnaröð hefur eldri áætlunum verið varpað fyrir borð. Hver ný áætlun hefur verið sú bezta, er völ var á, miðað við það stig, sem skýrslugerð og upplýs- ingasöfnun Framkvæmdabankans og þeirra aðila annarra, er vinna að hagskýrslugerð, hef- ur verið á hverju sinni. Fyrstu áætlanir Framkvæmdabankans voru birtar í þessu riti, „Ur þjóðarbúskapnum", í júní 1955. Þar er að finna áætlun um verðmæti þjóðarframleiðslunnar árin 1950—1953, bæði á verðlagi hvers árs og eins reiknað til verð- lags ársins 1953, ennfremur er þar gerður út- reikningur á þjóðartekjunum sömu ár. Við þessa fyrstu áætlunargerð var reynt að áætla verga þjóðarframleiðslu á markaðsverði og áætla aðrar þjóðhagsreikningastærðir út frá þeirri grunnstærð. Sams konar áætlanir um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur og gerð var 1 3

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.