Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 8

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 8
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM HLUTFÖLL AF VERGRI ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU 1946 1960 dregnar frá. Engin tilraun hefur verið gerð hérlendis til þess að áætla þessa millistrauma framleiðslukerfisins í lieild sinni, þótt tals- verðar upplýsingar um þá liggi fyrir, að því er varðar vöruframleiðslugreinarnar. í með- fylgjandi töflum eru aðeins útflutningur og innflutningur í ætt við slíka millistrauma kerf- isins, svo sem nánar mun sjást af skýringum. Það sem fer til endanlegrar notkunar, öðru nafni verðmætaráðstöfunar, er talið í liðum 1—4 í umræddum töflum, þ. e. einkaneyzla, samneyzla, fjármunamyndun og birgðabreyt- ingar. Séu þessir liðir teknir saman tveir og tveir, fæst tvískiptingin í neyzlu og fjárfest- ingu. Hlutföll þessara stærða hafa mikla þýð- ingu við hagstjórn og hagrannsóknir. Venju- lega eru þessi hlutföll metin eftir virðisupp- hæðunum á verðlagi hvers árs, svo sem hér er gert, enda eru samtíma verðhlutföll eitt af þeim skilyrðum, er ráða hlutfallslegri skiptingu ráðstöfunarinnar. Skipting ráðstöfunarinnar, ásamt öllu sam- hengi framleiðslu- og tekjuhugtakanna í töfl- um 1 og 2, er sýnd í mynd 1. Hverri línu í töflunum samsvarar ákveðinn reitur í mynd- inni. Aðeins tvö ár við upphaf og lok tíma- bilsins, 1946 og 1960, eru tekin sem dæmi. Munur hlutfallanna milli þessara ára virðist eftir töflunni að dæma vera að mestu afleið- ing þróunartilhneiginga, er hafi verið að verki mestallt tímabilið, en að nokkru markast munurinn af sérskilyrðum þessara ára hvors um sig. Einkaneijzlan liélzt fyrstu árin, til og með 1951, um 75% þjóðarframleiðslunnar með lítils háttar sveiflum frá ári til árs. Frá árinu 1951 6

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.