Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Page 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Page 12
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 16. línu í töflu 1. Þessar upplýsingar eru not- aðar til þess að byggja upp hlutfallamynd af ráðstöfun hreinna tekna í töflu 2, en þau hlut- föll verða að reiknast á grundvelli markaðsvirð- is. B. deild töflu 2, ásamt mynd 2, sýnir að mörgu leyti hið sama og A. deild töflunnar, en með hærri hlutföllum neyzlunnar og lægri hlutföllum fjármunamyndunarinnar, er tekur á sig allan mismuninn, afskriftirnar. Það helsta, sem þessi skipting nettóstærðanna hef- ur upp á að bjóða, eru hlutföll innlendrar spörunar, eða sparnaðar, og erlendrar nettó- fjármögnunar, þ. e. fjármögnunar með nýjum lánum eða fjárframlögum og notkun erlendra innstæðna- að frádregnum afborgunum lána og söfnun innstæðna erlendis. Spörunarlilutfallið sýnir mjög merkilega þróun, þar sem það er fyrstu árin breytilegt milli 4.6% og 9.2%, en eykst svo hröðum skref- um og hefur náð um 16—17% við lok tímabils- ins. Spörunin nær yfir alla spörun án tillits til formsins, og er þar meðtalin eigin vinna við íbúðabyggingar og jarðabætur og eigin spörun fyrirtækjanna, auk peningalegrar spör- unar. Spörunin er hér reiknuð sem afgangs- stærð. Þróun þjóðarframleiðslu og verðmætaráðstöfunar Þróun þjóðarframleiðslunnar að magni og skyldar stærðir eru sýndar í töflum 3, 4 og 5. Tafla 3 sýnir stærðirnar umreiknaðar til verð- lags ársins 1954. Hinar töflurnar sýna magn- vísitölur byggðar á töflu 3. Orstuttar skýringar á útreikningsaðferðum verða látnar nægja. Einkaneyzla áranna 1945— 1956 er umreiknuð í tvennu lagi. Afnot íbúðar- húsnæðis eru umreiknuð eftir vísitölu bygg- ingarkostnaðar, en neyzlan annars eftir vísi- tölu neyzluvöruverðlags, en þar er húsaleigu- lið vísitölu framfærslukostnaðar sleppt, ásamt öðrum minni háttar lagfæringum. Fyrir árin 10

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.