Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 13

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 13
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA 1957—1960 er einkaneyzlan umreiknuð með margbrotnari hætti, og vísast um það til greinar um neyzluna í þessu hefti. Þeir útreikningar eru tengdir 1954 verðlagi á árinu 1957. Samneyzla er og reiknuð í tvennu lagi. Eru 60% látin fylgja kaupgjaldi, en 40% fylgja þeirri verðvísitölu, er fæst út úr einkaneyzl- unni í heild. Fyrir fjármunamynduninni er gerð grein annars staðar í þessu hefti. Birgða- og bústofnsbreytingar eru að mestu reiknaðar eftir föstum tegundar- verðum. Utflutningur og innflutningur reikn- ast eftir viðeigandi verðvísitölum Hag- stofunnar. Þar með er gert ráð fyrir, að útfluttar og innfluttar þjónustur fylgi sömu verðbreytingum, hvorar í sínu lagi. Vísitölur þessar eru keðjuvísitölur með breytilegri magnssamsetningu og henta því að formi til illa umreikningi til verð- lags ákveðins árs. Slit og úrelding fjármuna er ekki um- reiknað út frá verðlagi hvers árs, heldur öfugt, þar sem áætlanir um þjóðarauð eru byggðar upp á verðlagi ársins 1954. Þróunarvísitölur undirstærðanna eða ráðstöfunarstærðanna, einkaneyzlu, sam- neyzlu o. s. frv., sýna í afstöðum sínum hver til annarrar að nokkru hið sama og þegar er rakið í formi hlutfallanna. Þetta kemur fram í því, að magnvísitala ársins 1960 er 140 fyrir einkaneyzlu, 191 fyrir samneyzlu og 222 fyrir verga fjármuna- myndun, en 157 fyrir verðmætaráðstöfun- ina alla (1945=100). Aftur á móti segja þróunarvísitölur heildarstærðanna sína eigin sögu, sem vísitölur undirstærðanna endurspegla í mismunandi hlutföllum. Sérstakan fyrirvara verður að gera um gildi útreikninganna fyrir þau ár, er mjög takmarkað vöruval eða beinn vöruskort- ur ríkti. Vísitölurnar ná aðeins að leiðrétta fyrir beinum verðhækkunum vara. Þær ná ekki til þess tjóns, er myndast við það, að fáanlegar vörur falla illa að þörfum, né til annars óhag- ræðis og kostnaðar af óhaganlegum verzlunar- 2 11

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.