Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Síða 43

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Síða 43
Fjármunamyndunin 1945-1960 Grein þessi er rituð af Bjarna B. Jónssyni í samvinnu við Eyjólf Björgvinsson og Harald Ellingsen, er önnuðust töfluverkið. í flestum heftum þessa rits hafa birzt skýrsl- ur eða upplýsingar um fjármunamyndun, ým- ist sundurliðað heildaryfirlit eða skýrslur um eistaka fjármunaflokka. Síðasta birting heild- stæðra skýrslna var í 6. hefti ritsins, desember 1958, en síðan hafa komið út upplýsingar um fjármunamyndun í greinum um þjóðarfram- leiðslu í 9. hefti og um þjóðarauð í 10. hefti. Þar sem ekki voru frá upphafi tök á því að semja fullkomin uppgjör fjármunamyndun- arinnar hafa nýjar og fyllri upplýsingar um myndun einstakra fjármunaflokka stöðugt verið að bætast við. Endurskoðanir eldri talna hafa því verið tíðar. Nú er þó svo komið, að telja má víst, að ófylltar eyður eða vöntun upplýsinga varði svo óverulegar fjármunateg- undir, að við það verði látið sitja fyrir umliðið árabil. Þótti því rétt að taka nú skýrslur um öll eftirstríðsárin fram til 1960 til endurskoð- unar og birtingar. Hefur verið leitazt við að áætla hvern lið með sama hætti öll árin. Hjá því fer þó ekki, að heimildir eru að jafnaði lélegri urn fyrri árin og miður sambærilegar við hin síðari. Fjármunamyndunin er flokkuð eftir þeim atvinnugreinum, sem taka við fjármununum til notkunar, að svo miklu leyti sem fært er. Þessi flokkun getur þó aðeins verið mjög gróf. Sumum tegundum fjármuna er þó ekki hægt að skipta á móttökugreinar. Eru þær tegundir því ýmist færðar undir viðeigandi tegundaheit- um eða til þeirra greina, sem teljast aðalnot- endur fjármunanna. Greinaskiptingunni er, eftir því sem kostur er, hagað í samræmi við alþjóðlegar reglur. Þessar reglur eru í vaxandi mæli notaðar við atvinnugreinaskiptingu í hag- skýrslum og álitsgerðum hérlendis. Verður nauðsynlegt samræmi milli hinna ýmsu greina skýrslugerðar tæplega tryggt með öðrum hætti. Atvinnugreinaskipting fjármunamyndunar- innar hefur verulega þýðingu við samanburð á framleiðsluárangri greinanna. Hefur farið mjög í vöxt, að slíkur samanburður milli greina sé gerður. Vandfarið er með þennan saman- burð og varðar þá því meiru, að farið sé með sambærilega hluti. Sambærilegt efni vantar þó enn á hinn bóginn móti fjármunamyndun- inni, þar sem er atvinnugreinaskipting fram- leiðslunnar. Talsverður efniviður í þessa skipt- ingu liggur fyrir og má úrvinnsla hans teljast eitt hið brýnasta verkefni, sem nú liggur fyrir á sviði þjóðhagsreikninga. Vinnsla landbúnaðarafurða og sjávarafurða er nú talin til undirgreina iðnaðar. Þar sem talsverð hefð hefur komizt á að telja þessar vinnslugreinar til landbúnaðar og sjávarútvegs, er birt endurskipting á þessar greinar í sér- stakri aukatöflu. Bústofnsbreytingar, sem mestmegnis hafa verið aukningar á tímabilinu 1945—1960, eru ekki taldar með fjármuna- myndun landbúnaðarins. Þær eru í ætt við birgðabreytingar og taldar með þeim. Þá hafa þungavinnuvélar til ræktunarframkvæmda verið taldar til mannvirkjagerðar. Má telja, að fjármunamyndun landbúnaðarins sé með þessu gerð sambærilegri við aðrar greinar. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.