Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Page 46

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Page 46
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM frjáls og upp frá því losnaði smám saman um takmarkanir leyfaveitinganna. Innflutnings- skrifstofan leysti Fjárhagsráð af hólmi í árslok 1953, samkv. lögum nr. 88, 1953. Loks var Innflutningsskrifstofan lögð niður með efna- hagsráðstöfunum í ársbyrjun 1960. Fjárfestingartakmarkanirnar voru fram- kvæmdar jöfnum höndum með úthlutun fjár- festingarleyfa og gjaldeyris- og innflutnings- leyfa, enda er mikið af fjármununum flutt inn, og mestöll fjármunamyndunin hefur hátt innflutningsinnhald. Frá því að Fjárhagsráð var stofnað, höfðu sömu stofnanir með liönd- um úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa og fjárfestingarleyfa. Það er merkilegt rann- sóknarefni, hve takmarkandi áhrif leyfa- skömmtunin hafði á hverjum tíma, en því efni verða ekki gerð skil í þessari grein. Þess ber og að gæta, að þær skýringar á þróun fjár- munamyndunarinnar, er til þess háttar athug- unar verða raktar, ná ákaflega grunnt. Fyrir- komulagið var aðferð til að skammta takmörk- uð gæði, en er ekki skýring á sjálfum takmörk- unum þeirra verðmæta, sem til ráðstöfunar eru. (Framliald á bls 53) 44

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.