Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 55

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 55
Heimildir og áætlunaraðferðir Hér á eftir verður rakið í stórum dráttum, hverjar eru helztu heimildir og áætlunarað- ferðir fjármunamyndunarskýrslunnar. Verður þess jafnframt getið um hvern flokk fram- kvæmda, hvernig virði hans á verðlagi ársins 1954 er fundið fyrir öll hin árin. Heimildirnar eru úr ýmsum áttum, ýmist skráðar eftir sýnilegum ummerkjum fjármuna- myndunarinnar, innflutningi eða framleiðslu til þeirra nota, eða eftir reikningshaldi fram- kvæmdaraðila. Þegar þannig er farið að, verð- ur stöðugt að gæta þess, að þessar heimildir rekist ekki á og valdi tvítalningu, og jafnframt að fjármunategundir falli ekki niður á milli heimildaflokka. Þegar málum er þannig var- ið, hefur það nokkurt gildi og gefur nokkrar aukaupplýsingar, að getið sé heimilda og að- ferða. Byggingar- Heimildir um byggingu húsa, hverri grein sem þær tilheyra, fylgjast yfirleitt að. Þátta- skil verða um áramótin 1953 og 1954. Fram til þess liggja aðeins fyrir heimildir um full- gerðar byggingar ár hvert. Þessum heimild- um var einkum safnað af hagfræðideild Lands- bankans. Fyrir þeim var gerð grein og þeim safnað í eina heild í 4. hefti þessa rits. Þessar tölur um fullgerðar byggingar hafa verið tekn- ar gildar í stað byggingarframkvæmdar hvers árs, þótt ekki sé svo gott sem skyldi. Frá og með 1954 tók Innflutningsskrifstofan að safna heimildum um byggingarstig húsa og vinna úr þeim skýrslur bæði um byggingarfram- kvæmdir og um fullgerðar byggingar. Fram- kvæmdabankinn tók við þessari skýrslusöfn- un, er Innflutningsskrifstofan var lögð niður. Bygging útihúsa hefur þá sérstöðu, að heim- ildir um styrkhæfar byggingar eru öruggastar í jarðbótaskýrslu Búnaðarfélags Islands, og eru þær notaðar um þessar tegundir. Sökum skamms byggingartíma útihúsa eru sömu töl- FJÁRMUNAMYNDUNIN ur látnar gilda fyrir framkvæmd og fullgerð hús. Virðismat byggingarframkvæmda hefur því miður engar skipulegar kostnaðarrannsóknir við að styðjast, heldur er einingarkostnaður hinna ýmsu tegunda áætlaður sem hlutfall af byggingarkostnaði íbúðarhúsa. Breyting bygg- ingarkostnaðar milli ára hefur verið talin fylgja vísitölu byggingarkostnaðar íbúðarhúsa, þ. e. byggingarkostnaðarvísitölu Hagstofu ís- lands. Að þessu sinni er bygging útihúsa alger undantekning frá þessari reglu. Aætlað kostn- aðarvirði þessara húsaí hefur jafnan verið byggt á áliti kunnáttumanna um búnaðar- framkvæmdir. Vegna endanlegs uppgjörs hinn- ar svo nefndu tíu ára áætlunar landbúnaðar- ins hafa þessar áætlanir fyrir 1951—1960 ver- ið endurskoðaðar að tilhlutan Stéttarsambands bænda. Er ekki um annað að ræða en að miða við þá áætlun, þótt talsverðu skakki frá fyrri áætlunum. Jafnframt var reiknuð út kostnað- arvísitala með annarri og mjög einfaldari sam- setningu en vísitölu byggingarkostnaðar íbúð- arhúsa. Þessari kostnaðarvísitölu útihúsa er fylgt hér við útreikning þeirra til fasts verð- lags. Arin fyrir 1951, eru tengd við það ár samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Verða nú raktar heimildir annarra fjármuna- flokka en bygginga, tilheyrandi hverjum at- vinnuvegi eða móttökugrein. Landbúnaður. Heimildir um ræktun og girðingar eru jarðabótaskýrslur Búnaðarfélags, skurðgreftr- arskýrslur Vélasjóðs og framkvæmdaskýrslur Landnáms ríkisins. Framkvæmdir eru gefnar upp í magneiningum, sem margfaldaðar eru með einingarverðum, samkvæmt meðaltalsút- reikningi eða áætluðum kostnaði. Vélar og tæki eru talin samkvæmt talningu Vélasjóðs á innfluttum og framleiddum vélum og tækj- um. Aðeins eru teknar vélar til búrekstrar, en ekki til vinnslu eða til ræktunarframkvæmda. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.