Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 56

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 56
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Þessar vélar eru reiknaðar í talsvert nákvæmri sundurliðun eftir einingarverðum bæði til verðlags hvers árs og fasts verðlags, nema ár- in fyrir 1951, en útreikningar fyrir þau ár, byggðir á verzlunarskýrslum, eru tengdir við árið 1951. Sandgræðsla og skógrækt er talin eftir ríkisreikningum og umreiknuð til fasts verðlags eftir kostnaðarvísitölu ræktunar. Sjávarútvegur. Togarar eru taldir eftir innflutningsvirði öll árin samkvæmt verzlunarskýrslum Hag- stofu íslands. Árin 1958 og 1959 er 55% yfir- færslugjaldi bætt við, og árið 1960 er hærra gengið (gjaldeyrisins) notað fyrir allt árið. Fast verðlag er reiknað eftir smíðakostnaði skipa erlendis fram til 1954, en eftir það er aðeins reiknað til fasts gengis, enda þá litlar hækkanir smíðakostnaðar. Bátar eru fyrir árin 1945—1954 reiknaðir fyrst eftir tryggingar- mati árið 1954, en síðan reiknaðir til verðlags hvers árs eftir sérstaklega reiknaðri kostnaðar- vísitölu bátasmíða (sjá 3. hefti). Bátar inn- fluttir árin 1955—1960 eru reiknaðir með sama hætti og togarar þau ár, en bátar smíðaðir innanlands eru verðlagðir eftir meðalverði á smálest samkv. gögnum Fiskveiðasjóðs. Gögn sjóðsins eru einnig notuð sem heimild að vél- um og endurbótum, en sá liður er á mörkum þess að vera tækur á skýrslu um fjármuna- myndun. Iðnaður. Skýrslur 3. heftis um vélar og tæki í ýmsum greinum iðnaðar hafa verið reiknaðar áfram fyrir árin 1956—1960 með líkum hætti. Heim- ildir eru verzlunarskýrslur og svör frá nokkr- um fyrirtækjum við fyrirspurnum um fram- leiðslu þeirra. Verðlagningin er reiknuð eftir gildandi reglum á hverju ári með áætlaðri viðbót fyrir niðursetningarkostnaði. Til fasts verðlags er reiknað eftir reglunum 1954 fyrir öll árin, en auk þess er leiðrétt fyrir erlendum verðbreytingum samkvæmt meðaltali verðvísi- talna iðnaðarframleiðslu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Vegna breytilegra gjalda af inn- flutningi 1956—1960, er niðursetningarkostn- aðurinn þau ár fyrst reiknaður sem fast hlut- fall kostnaðarverðs á föstu verðlagi, en síðar snúið til verðlags hvers árs eftir vísitölu verka- mannakaups. Fyrri árin var gagnstæð aðferð notuð. Vélar 1 áburðarverksmiðju og sements- verksmiðju eru taldar með í heildartölum þessara verksmiðja (liðir c og d). Ekki voru tök á öðru en að reikna þessar stórfram- kvæmdir til fasts verðlags eftir vísitölu bygg- ingarkostnaðar. Ekki er víst, að skipting þess- ara framkvæmda á ár sé alveg nákvæm. Við endurskoðun í sambandi við prófarka- lestur kom fram nokkur tvítalning í bygging- um fyrir annan iðnað árin 1952 og 1953. Þetta hefur verið lagfært í meðfylgjandi töflum, en ekki voru tök á að lagfæra línurit vegna þessa, né heldur töflurnar um þjóðarframleiðslu og verðmætaráðstöfun. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Þessi flokkur inniheldur aðeins vélar og tæki til starfseminnar, þar sem ekki er vitað um sérstakar byggingar hennar vegna. Vél- arnar eru reiknaðar með sama hætti og iðnað- arvélar. Um vélar frá varnarliðinu var fengin sérstök sundurliðunaráætlun frá sölunefnd varnarliðseigna. Jarðbor er talinn eftir bók- haldi Gufuborana ríkisins og Reykjavíkurbæj- ar. Virkjanir og veitur. Raforka. Reikningar og skýrslur hinna ýmsu stofnana, er um raforku fjalla, eru heimildir um framkvæmdirnar. Nokkuð er því um áætl- anir eða ágizkanir smærri liða fyrstu árin. Millifærslur dreifingarstöðva frá Sogsvirkjun til Rafmagnsveitu Reykjavíkur fara fram árin 1953 og 1960, og verka til lækkunar á fram- kvæmdaupphæð Sogsvirkjunarinnar þau ár en hækkunar hjá Rafmagnsveitunni. Talsvert skortir á samræmi í virðismatinu síðustu 3—4 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.