Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 75

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 75
BÚSKAPUR RÍKISINS þeirra eða frá þeim, arðskil, fjármagnshreyf- ingar o. þ. h. Hins vegar kemur þá notkun framleiðsluafla innan starfseminnar, þ. e. efn- is, vinnu, fjármagns o. fl. ekki fram á veg- um opinbera geirans. Ríkisbúskapurinn I því töfluverki, sem hér er birt, er búskap- ur ríkisins tekinn til meðferðar, ekki búskap- ur alls opinbera geirans. Hinu opinbera er tví- skipt, í ríki og sveitarfélög, þ. m. t. sýslufélög. Kerfi almannatrygginga, sjúkrasamlaga og skyldra stofnana er þá stundum erfitt að skipa í annan hvorn flokkinn, og er því við sum tækifæri skipað í sérstakan flokk. I tvískipt- ingunni mun eðlilegra hér á landi að taka al- mannatryggingakerfið í flokk með ríkinu. Því miður hefur það kerfi enn ekki verið tekið til svo ýtarlegrar meðferðar, að fært sé að birta sams konar uppstillingu fyrir það. Verður því að líta á almannatryggingar sem þriðja undir- geira hins opinbera, og eru aðeins tilfærslur ríkisins til þeirra og önnur skipti þeirra við rikið færð liér. Ríkisbúskapurinn tekur til allra fjárhags- legra gjörða ríkisins sem stofnunar. Þetta úti- lokar ríkisbankana, sem eru reknir líkt og sjálfseignarstofnanir undir yfirstjórn ríkisins. Til greina gæti komið að færa hreinan hagnað og höfuðstól ríkisbankanna í reikningum rík- isbúskaparins. Raunar yrði varla lijá því kom- izt í heilsteyptu reikningakerfi fyrir allt hag- kerfið. En fram til þessa liefur verið talið rétt að blanda ekki saman því, sem gerist á vett- vangi bankakerfisins og ríkisfjármálanna. Hins vegar er bátagjaldeyriskerfið, Framleiðslusjóð- ur og Útflutningssjóður tekið með ríkisbú- skapnum. Þessar stofnanir voru í eðli sínu á mörkum ríkisins og bankakerfisins, en slíkt tilfærslukerfi, sem þær starfræktu,, þykir eiga fremur illa við með bankakerfinu, auk þess sem tilfærslurnar snertu fleira en verðlagn- ingu gjaldeyris. Hin almennu fjárhagslegu skipti ríkisins við aðra aðila verða ekki tengd ákveðnum starfs- deildum þess. Ríkið stendur að baki þeim sem stofnun, sem persóna að lögum. Öðru máli gegnir um atvinnustarfsemi ríkisins, er verður metin sem framleiðsla. Hún fer fram í ákveðnum deildum. Til glöggvunar á mörk- unum milli ríkis og ríkisfyrirtækja er rétt að greina nokkru nánar, hvernig starfsdeildum er skipað niður í þessu tilliti. Ríkinu sjálfu tilheyra þær deildir, er fást við stjórn ríkisins, þ. e. forsetaembættið, Al- þingi, ríkisstjórn og stjórnarráðsskrifstofur, við réttargæzlu, þ. e. dómstólar, sýslumenn, fó- getar, lögregla og landhelgisgæzla, við álagn- ingu og innheimtu skatta og tolla, og enn- fremur ríkisskólar og þátttaka í rekstri skóla með sveitarfélögunum, almenn heilsuvernd og heilbrigðiseftirlit, þ. m. t. störf héraðslækna, þjóðkirkjan og opinber söfn og menningar- stofnanir, kostaðar aðallega af ríkinu. Yfir- stjórn samgöngumála, atvinnumála og við- skiptamála, þótt rekin sé af stofnunum utan sjálfra ráðuneytanna, fellur undir kerfi ríkis- ins, nema fram fari á vegum banka eða sér- stofnana í þágu einstakra atvinnuvega. Til ríkisfyrirtækja teljast í fyrsta lagi ýmis framleiðslu-, viðskipta- og þjónustufyrirtæki, sem að jafnaði er ætlazt til, að standi undir rekstri sínum af eigin tekjum, þótt til rekstrar- ins sé stofnað með ýmislegt annað að mark- miði. Þennan flokk fylla stofnanir eins og póstur, landssími, ríkisútvarp, ríkisprentsmiðja, búrekstur, innkaupastofnun, járnsmiðja og vél- smiðja (Landssmiðjan) o. fl. Sum þessara fyrir- tækja eru talin svo sjálfstæðar fjárhagslegar heildir, að reikningar þeirra fylgja ekki ríkis- reikningunum, svo sem Síldarverksmiðjur rík- isins og Sementsverksmiðja ríkisins. Eiginfjár- breytingar þessara fyrirtækja koma því ekki fram í töflunni, nema bein fjárframlög ríkisins eða fjárskil til þess eigi sér stað. Önnur tegund ríkisfyrirtækja eru þau, sem ætlað er að afla tekna, sem taldar verða til 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.