Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 6

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 6
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM er varðveiti þessa umgerð, en án hennar væri starfsemi markaðarins ekki hugsanleg. Þessi umgerð er ekki eilíf og óumbreytanleg, heldur breytist hún með breyttri tækni og breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Á hverjum tíma er þannig nauðsynlegt að leita þeirrar skipunar, er bezt tryggir eðlilega starfsemi markaðarins. Að sínu leyti getur skipulagshyggjan aftur á móti ekki gert ráð fyrir því, að allar efnahagslegar ákvarðanir séu teknar af einum aðila, heldur verði efnahagsstarfsemin sumpart að byggjast á frjálsum ákvörðunum einstaklinga. Markaðs- kerfið og áhrif markaðslögmála verði því að gilda á tilteknum sviðum og að tilteknu marki. Enda þótt mismunur frjálshyggju og skipu- landshyggju hljóti þannig í reynd að verða mun minni en skoðanirnar sjálfar, settar fram á einfaldan hátt, gefa til kynna, er ekki því að leyna, að á milli þessara tveggja skoðana er mikið djúp staðfest, að í þeim felast í rauninni gerólík viðhorf til mannlegs samfé- lags. Það er einmitt þessi mikli munur á sjálf- um viðhorfunum, sem hefur torveldað það svo mjög að samræma skoðanir frjálshyggju og skipulagshyggju. Viðhorfin á fyrri hluta þessarar aldar. Fyrstu áratugir þessarar aldar voru tímar mikilla átaka á milli þeirra tveggja meginsjón- armiða í efnahagsmálum, sem við höfum hér gert að umræðuefni. Nýjar stéttir höfðu vaxið og eflzt í kjölfar iðnbyltingarinnar. Þessar stétt- ir væntu þess ekki, að efnahagskerfi frjálshyggj- unnar gæti fullnægt óskum þeirra um farsælla Iíf,heldur leituðu róttækra umbóta eða nýskip- unar efnahagsmála. Almennur kosningaréttur og efling verkalýðshreyfingarinnar færði þeim í hendur æ meira vald til þess að hrinda skoð- unum sínum í framkvæmd. Jafnframt sáust þess vaxandi merki, að efnahagskerfi Vestur- landa, mótað af frjálshyggju nítjándu aldar- innar, væri þess ekki umkomið að ráða við þau vandamál, sem tuttugasta öldin bar í skauti sér. Heimskreppan mikla á árunum eft- ir 1930 var ekki venjuleg viðskiptakreppa, hún var kreppa hinnar hefðbundnu skipunar þjóð- félags- og efnahagsmála, og þá jafnframt kreppa hinnar hefðbundnu frjálshyggju. Þessi ár voru tímar mikilla öfga. Sumir sáu enga lausn aðra en þá að hverfa til almennrar og nákvæmrar skipulagningar efnahagsmála í lík- ingu við þann áætlunarbúskap, sem menn töldu, að Ráðstjórnarríkin hefðu komið á. — Aðrir töldu aftur á móti, að eina hjálpræðið væri afturhvarf til ómengaðrar frjálshyggju fyrri tíma. Ótal hugmyndir um breytta skipun efnahagsmála komu fram, og sumar hverjar náðu, a. m. k. um skeið, áhrifum og útbreiðslu. Hver þjóðin af annarri tók að beita efnahags- legum vopnum, sem áður höfðu verið lítt eða ekki notuð, innflutnings- og gjaldeyrishöft- um, margföldu gengi, tollum, opinberum fram- kvæmdum til útrýmingar atvinnuleysi. í Bandaríkjunum var á fyrstu stjórnarárum Roosevelts gerð djörf tilraun til víðtækra, beinna opinberra afskipta af atvinnulífinu. Ný skipun efnahagsmála. Þegar við nú lítum aftur til þessara tíma, má það sannarlega vera okkur undrunarefni, að upp úr þjóðfélagsátökum fyrstu áratuga aldarinnar, upp úr glundroða heimskreppunn- ar og hörmungum styrjaldarinnar skuli hafa risið heilbrigt og þróttmikið þjóðfélag, er tek- izt hafi að skipa efnahagsmálum sínum betur en dæmi eru til áður. Þetta er eigi að síður staðreynd. í Vestur-Evrópu og í Norður- Am- eríku hafa undanfarin tuttugu ár verið tími mikils hagvaxtar og aukinnar velmegunar, jafnframt því sem efnahagsþróunin hefur ver- ið stöðug og meira öryggi hefur ríkt um at- vinnu og afkomu en nokkru sinni áður. Kerfi alþjóðlegra efnahagslegra samskipta hefur á sama tíma verið reist úr rústum kreppu og styrjaldar, og verzlun og hvers konar viðskipti 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.