Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 7
FRJÁLSHYGGJA OG SKIPULAGSHYGGJA
þjóða á milli hafa blómgazt og dafnað sem
aldrei fyrr.
Ef við nú spyrjum þeirrar spurningar,
hvort þessi þróun í efnahagsmálum Vestur-
landa hafi fylgt leiðum frjálshyggju eða skipu-
lagshyggju, er hætt við, að svarið mótist all-
mjög af meginviðhorfum þess, sem svara á.
Frjálshyggjumenn myndu leggja á það áherzlu,
að atvinnutækin væru yfirleitt í einkaeign,
eins og áður var, að frelsi atvinnurekenda til
að taka efnahagslegar ákvarðanir hefði ekki
verið skert, að neyzluval væri frjálst. Og þeir
myndu án efa telja, að mildar framfarir og al-
menn aukning velmegunar ættu einmitt rót
sína að rekja til þessara grundvallaratriða.
Ahangendur skipulagshyggjunnar myndu aft-
ur á móti benda á það, að ríkisvaldið hefði
tekið að sér að marka almenna stefnu í efna-
hagsmálum og beitti öflugum tækjum fjármála
og peningamála ásamt áætlunargerð um ein-
stakar atvinnugreinar og opinberar fram-
kvæmdir til þess að framfylgja þeirri stefnu.
Þeir gætu einnig bent á, að bankastarfsemi,
samgöngur, framleiðsla og dreifing orku og
mikill hluti þungaiðnaðar, væri, víðast hvar
í Evrópu a. m. k., annað hvort beinlínis í hönd-
um ríkisins eða undir miklum beinum áhrifum
ríkisvaldsins, og að framleiðsla og dreifing
landbúnaðarafurða væri háð nákvæmri opin-
berri íhlutun. Þeir gætu loks bent á, að jafn-
vel í þeim löndum, þar sem frjálshyggjan ætti
dýpstar rætur, hefði ríkisvaldið reynzt reiðu-
búið að grípa í taumana og hafa bein áhrif
á verðlag, laun og ákvarðanir um fjárfestingu,
þegar mikið hefði verið í húfi.
En spurningunni um það, að hve miklu leyti
nútíma efnahagskerfi Vesturlanda byggist á
sjónarmiðum frjálshyggju eða skipulagshyggju,
er að sjálfsögðu ekki fullsvarað með því að
benda á þessar staðreyndir. Ef til vill er henni
bezt svarað, ef við segjum, að ný skipulags-
umgerð hafi myndazt eða verið mynduð um
efnahagsstarfsemina, umgerð, er feli í sér þau
atriði, sem áhangendur skipulagshyggjunnar
myndu vilja leggja áherzlu á og að framan
voru talin. Innan þessarar nýju umgerðar fari
efnahagsstarfsemin hins vegar í aðalatriðum
fram samkvæmt sjónarmiðum frjálshyggunnar,
lögmál markaðarins séu þar ráðandi og hafi
enn á ný reynzt áhrifamikil tæki til að ná hag-
kvæmni í framleiðslu og til þess að laga fram-
leiðsluna að margvíslegum þörfum neytenda.
Þróunin í Austur-Evrópu.
Það skiptir miklu til glöggvunar á þeim mál-
um, sem hér eru til umræðu, að líta ekki að-
eins á þá þróun, sem orðið hefur í stjórn efna-
hagsmála á Vesturlöndum á undanförnum ára-
tugum, heldur líta einnig á þá þróun, sem á
sama tíma hefur orðið í Austur-Evrópu. Þar
var, fyrst í Ráðstjórnarríkjunum, síðan í öðrum
löndum, skrefið tekið að fullu til algerrar
skipulagningar efnahagslífsins fyrir atbeina
ríkisvaldsins. Hinn frjálsi markaður og lögmál
hans voru látin lönd og leið og hagkerfunum
að mestu lokað fyrir ytri áhrifum. Sú reynsla,
sem fengizt hefur af þessari skipun efnahags-
mála, og sú reynsla er nú orðin býsna löng,
bendir ekki til þess, að neins auðfengins né
óvenjulegs árangurs sé að vænta eftir þessum
leiðum. Hagvöxtur í Ráðstjórnarríkjunum hef-
ur ekki, þegar allt kemur til alls, reynzt örari
en í Rússlandi keisaranna eða á sambærileg-
um skeiðum hagþróunar á Vesturlöndum. Mik-
ill árangur hefur náðst í þeim greinum, sem
mest kapp hefur verið lagt á, þungaiðnaði,
orkuframleiðslu, vígbúnaði og vísindum. En
jafnframt hefur önnur efnahagsstarfsemi tím-
unum saman staðnað eða minnkað, og það ein-
mitt sú starfsemi, sem mesta þýðingu hefur
fyrir velferð almennings, svo sem framleiðsla
landbúnaðarafurða, bygging íbúðarhúsa, létta-
iðnaður og þjónustustarfsemi. í löndum Aust-
ur-Evrópu hefur því á undanförnum árum haf-
izt leit að nýjum aðferðum í stjórn efnahags-
mála, sem betur hentuðu til að ná alhliða vexti
efnahagslífsins og laga þann vöxt að þörfum
5