Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 8

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 8
ÚR 'ÞJÓÐARBÚSKAPNUM almennings. í þessari leit hefur athyglin beinzt fyrst og fremst að því að setja starfsemi at- vinnufyrirtækja reglur, sem geri þeim fært að taka sjálfstæðar ákvarðanir, og eru í rauninni hliðstæðar lögmálum hins frjálsa markaðar. Þar að auki hefur beinlínis verið komið á hreinu markaðskerfi á takmörkuðum sviðum. Jafnframt er vaxandi áherzla lögð á alþjóðleg viðskipti. Samstaða um stjórn efnahagsmála. Samfara þeim árangri, sem náðst hefur í efnahagsmálum Vesturlanda á undanförnum tveimur áratugum, hefur skapazt meira sam- komulag um stjórn efnahagsmála á milli stétta, hagsmunasamtaka, stjómmálaflokka og fræði- manna en áður þekktist. Atök fyrstu áratuga aldarinnar hafa horfið í skuggann. Ótti margra frjálshyggjumanna um það, að hin nýja skipun efnahagsmála væri skref í átt til síaukinnar skipulagningar og ríkisafskipta, hefur hjaðnað í Ijósi reynslunnar. Jafn ástæðulaus hefur reynzt vantrúin á, að varanlegs árangurs væri að vænta án þess að miklu lengra væri gengið í skipulagningarátt. Sú almenna samstaða, sem þannig hefur skapazt um meginatriði efnahags- málanna, er að nokkru afleiðing þess árangurs, sem náðst hefur. Að hinu leytinu má segja, að hún sé jafnframt ein af forsendum þess árang- urs. Þróunin á íslandi. Að hvaða leyti hafa skoðanir íslendinga á stjórn efnahagsmála þróazt með hliðstæðum hætti og í nágrannalöndum okkar og að hvaða leyti með ólíkum hætti? Sú þjóðfélags- og efna- hagsþróun, sem átti sér stað hér á landi á fyrstu áratugum aldarinnar, var að sjálfsögðu í stórum dráttum hliðstæð þeirri, er átti sér stað í nágrannalöndunum, enda þótt þessi þró- un hæfist hér nokkru síðar en í þessum lönd- um. Þessari þróun fylgdu einnig hér á landi vaxandi átök milli frjálshyggju og skipulags- hyggju. Ekki síður en annars staðar leiddi heimskreppan á fjórða tug aldarinnar til nýrra aðferða í efnahagsmálum og leitar að nýrri skipun þeirra mála, og sízt fóru íslendingar varhluta af öfgum þeirra ára. Það er því í rauninni fátt nýstárlegt við þróunina hér á landi fram á fjórða tug aldarinnar. Öðru máli gegnir um þróun síðastliðinna þrjátíu ára. Sú samræming sjónarmiða frjálshyggju og skipu- lagshyggju, sem sett hefur mót sitt á stjórn efnahagsmála á Vesturlöndum lengst af á þessu tímabili, hefur ekki átt sér stað hér á landi í sama mæli. Sú almenna samstaða meg- inhluta stjórnmálaflokka, hagsmunasamtaka og almennings um grundvallarskipun efna- hagsmála, sem ríkjandi hefur verið á Vestur- löndum, hefur ekki skapazt. Festa og stöðug- leiki hefur þar af leiðandi ekki náðst í stjóm efnahagsmála. í stað þess hafa hér á landi myndazt reglubundnar sveiflur í þeirri stjórn, þar sem sitt á hvað hafa mátt sín meira áhrif frjálshyggju eða skipulagshyggju. Hvorug stefnan hefur til lengdar leitt til þess árang- urs, sem vænzt hafði verið, og vaxandi örðug- leikar á framkvæmd hvorrar stefnunnar um sig hefur að nokkrum árum liðnum knúið fram stefnubreytingu. Það eru ekki sveiflur í fylgi og áhrifum stjórnmálaflokka, sem mótað hafa sveiflumar í stjórn efnahagsmála, nema þá að litlu leyti. Allir stjómmálaflokkar hafa staðið að aðgerð- um í efnahagsmálum, sem borið hafa keim frjálshyggju, og allir hafa staðið að aðgerðum, sem mótazt hafa af sjónarmiðum skipulags- hyggju. Þrír af fjórum stjórnmálaflokkum hafa setið í ríkisstjórn á tímabilum, sem kenna verð- ur við frjálshyggju, og aftur á tímabilum, sem kenna verður við skipulagshyggju. Svipuðu máli gegnir um hagfræðinga. íslenzkir hag- fræðingar hafa, ekki síður en erlendir starfs- bræður þeirra og stjórnmálamennimir sjálfir, ýmist hneigzt frekar að frjálshyggju eða skipu- lagshyggju. En þrátt fyrir þetta hafa þeir nær 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.