Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 20

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 20
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 1965 var örlitlu meiri en árið áður eða 1.7%. Minna var keypt af stationbifreiðum 1965 en 1964, en aukning varð á innflutningi vörubif- reiða. Innlendar bifreiðayfirbyggingar dróg- ust enn saman. Verzlun, veitingar og skrifstofuhús. Á árinu 1964 var varið 220.1 millj. kr. til framkvæmda í þessari grein. Framkvæmdir urðu nokkru minni en árið áður eða 6.5%. Árið 1965 jukust framkvæmdir í verzlun, veitingum og skrifstofuhúsum um 33.7%. Framkvæmdaupphæðin nam 343.3 millj. kr., þar af voru 32.8 millj. kr. framkvæmdir við olíu- og benzínstöðvar, sem er miklu meira en árin áður. Stafar þessi aukning aðallega af byggingu tveggja stórra olíugeyma, á Seyðis- firði og í Reykjavík. Aukning í byggingu verzlunar-, skrifstofu- og veitingahúsa árið 1965 (að olíustöðvum slepptum) nam 22.9% frá árinu áður. Langstærsta einstaka fram- kvæmdin var bygging Loftleiðahótelsins í Reykjavík. Meirihluti framkvæmdanna í verzl- un, veitingum, og skrifstofuhúsum árið 1965 var í Reykjavík eða 73.7%. Árið 1964 var hlut- deild Reykjavíkur 69.0%. íbúðabyggingar. Fjármunamyndun í íbúðabyggingum árið 1964 jókst um 10.6% frá árinu áður. Fram- kvæmdaupphæðin var 1.090.9 millj. kr. í Reykjavík urðu framkvæmdir heldur minni en árið áður, en aukning varð í íbúðabyggingum í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum, mest í kaupstöðum eða um 30.5%. Framkvæmda- upphæðin í Reykjavík var 436.3 millj. kr., 374.2 millj. kr. í kaupstöðum, 216.6 millj. kr. í kauptúnum og 63.8 millj. kr. í sveitum. Byrjað var á 1.481 íbúð á árinu 1964. Er það 292 íbúðum færra en árið áður, en þá voru byrjanir óvenju margar. Ætla má, að allmargir hafi á árinu 1964 frestað byrjunar- framkvæmdum við íbúðir til næsta árs vegna breyttra ákvæða um upphæð lána. Hafa byrj- anir af þessum sökum orðið færri en ella. Fullgerðar íbúðir árið 1964 voru 1.331, en framkvæmdir ársins svara til þess, að byggðar væru 1.523 íbúðir. Þessu tvennu ber eðlilega ekki saman, þar sem smíði ófullgerðra íbúða í árslok er í heild mislangt á veg komin frá ári til árs og íbúðirnar mismargar. í töflu 9 er yfirlit yfir fjölda íbúða, hafinna, fullgerðra og í byggingu árin 1960—1965. íbúðir í smíð- um eru í árslok 1964 3.278. Hafði þeim fjölgað um 150 á árinu. Árið 1965 nam fjármunamyndun í íbúða- byggingum 1.341.5 millj. kr. Aukning frá ár- inu áður er 5.4%. Svara þessar framkvæmdir til þess, að byggðar væru 1.589 íbúðir. í Reykjavík var framkvæmdaupphæðin 534.9 millj. kr., þar af 335.4 millj. kr. eða 62.7% í fjölbýlishúsum. Framkvæmdaupphæðin í kaupstöðum var 467.1 millj. kr., í kauptúnum 275.9 millj. kr. og í sveitum 63.6 millj. kr. Hafin var bygging 2.126 íbúða árið 1965. Fjölgun frá fyrra ári er 43.6%. í Reykjavík var fjöldi hafinna íbúða tvöfalt meiri en árið áður. Fullgerðar íbúðir árið 1965 voru 1.518, þar af 624 í Reykjavík, 472 í kaupstöðum, 325 í kauptúnum og 97 í sveitum. Meðalstærð íbúða í smíðum hefur vaxið nokkuð síðustu árin. Meðalstærð árið 1965 er þó heldur minni en árið á undan eða 412 m3 á móti 415 m3. Vegna hinna mörgu byrjana íbúða árið 1965 hefur íbúðum í byggingu fjölgað töluvert. I árslok 1965 voru þær 3.886 og hafði fjölgað um 18.5% frá næstu áramótum á undan. Eins og sjá má af töflu 9, eru íbúðir í byggingu árin 1960—1965 töluvert fleiri í kaupstöðum en í Reykjavík, enda þótt fullgerðar íbúðir séu öll árin mun fleiri í Reykjavík. Má af þessu ráða, að byggingartími íbúða sé skemmri í Reykjavík en í kaupstöðum. í töflu 10 er yfirlit yfir herbergjafjölda full- gerðra íbúða í Reykjavík, kaupstöðum og kauptúnum árin 1964 og 1965. Eins og sjá má, 18

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.