Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 21

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 21
FJÁRMUNAMYNDUNIN er tiltölulega meira byggt af smærri íbúðum í Reykjavík heldur en í kaupstöðum og kaup- túnum. Samgöngumannvirki. Samgönguframkvæmdir námu 595.9 millj. kr. árið 1964. Aukning frá árinu áður var 18.6%. Samdráttur varð í vega- og brúagerð og í framkvæmdum við flugvelli, en aukning varð í öðrum samgönguframkvæmdum, mest í gatna- og holræsagerð sveitarfélaga. Árið 1965 varð aukning í samgöngufram- kvæmdum 11.6% frá árinu áður. Aukning varð á framkvæmdum í vega- og brúagerð, gatna- og holræsagerð og í framkvæmdum við flug- velli. En hafnar- og símaframkvæmdir urðu minni. Vegir og bnjr. Á árinu 1964 var varið 104.1 millj. kr. til vegaframkvæmda og 33.1 millj. kr. til byggingar brúa. Vegaframkvæmdir drógust saman frá árinu áður um 23.2%. Fram- kvæmdir við Reykjanesbraut námu 46.6 millj. kr. á árinu 1964, og er það um það bil 30% minna en árið áður. Brúabyggingar voru svip- aðar bæði árin 1963 og 1964. Vegaframkvæmdir árið 1965 námu 177.1 millj. kr., þar af Reykjanesbraut 103.0 millj. kr. Aukning vegaframkvæmda frá fyrra ári var 56.6%. Aftur á móti urðu brúaframkvæmdir 31% minni, en til þeirra var varið 26.2. millj. kr. Á árinu 1965 var Reykjanesbraut lokið að öðru leyti en því, að eftir var lúkning vegar- kafla við Setberg ofan Hafnarfjarðar. Götur og holræsi. Mikil aukning varð á framkvæmdum í gatna- og holræsagerð árið 1964. Nemur aukningin frá árinu áður 64.6%. Framkvæmdaupphæðin var 184.7 millj. kr., þar af var hluti Reykjavíkur 113.8 millj. kr. Samkvæmt hinum nýju vegalögum, sem tóku gildi á árinu 1964, fá kaupstaðir og kauptún framlag til gatnagerðar af benzínskatti. Var framlag þetta samkvæmt ríkisreikningi 1964 28.4 millj. kr. Framlag ríkisins til sýsluvega- sjóða hækkaði verulega á árinu 1964. Árið 1965 var varið 250.0 millj. kr. til gatna- og holræsagerðar. Þar af 154.8 millj. kr. í Reykjavík eða 61.9% heildarframkvæmdanna. Aukning í gatna- og holræsagerð frá árinu áður er 24.6%. Hafnir og vitar. Á árinu 1964 var varið 150.4 millj. kr. til framkvæmda við hafnir og vita. Aukning frá árinu áður var 17.2%. Til vitabygginga var varið 4.5 millj. kr., til fram- kvæmda við landshafnir 37.2 millj. kr., Þor- lákshöfn 17.0 og hafnir sveitarfélaga 91.7 millj. kr. Stærstu framkvæmdastaðirnir í hafnar- málunum árið 1964 voru þessir (millj. kr.): landshöfn í Rifi 22.0, Þorlákshöfn 17.0, lands- höfn í Keflavík 15.2, Reykjavík 10.3, Eski- fjörður 8.1 og Grindavík 8.1. Framkvæmdir við hafnargerð og vitabygg- ingar árið 1965 voru nokkru minni en 1964, eða sem svaraði 13.1%. Samtals námu þessar framkvæmdir 149.9 millj. kr. á árinu 1965. Þar af voru: vitabyggingar 4.6 millj. kr., lands- hafnir 14.0 millj. kr., Þorlákshöfn 11.5 millj. kr. og liafnir sveitarfélaga 119.8 millj. kr. Mestar framkvæmdir voru á eftirtöldum stöð- um (millj. kr.): Reykjavík 18.7, landshöfn í Keflavík 12.0, Þorlákshöfn 11.5, Vestmanna- eyjar 8.7, Þingeyri 8.5, Ólafsvík 8.2, Grinda- vík 7.2, Sandgerði 6.3 og Akranes 6.0. Flugvellir. Fjármunamyndun í flugmálum árið 1964 var heldur minni en árið áður. Til framkvæmdanna var varið 13.3 millj. kr.: flug- vellir 9.5 millj. kr., flugöryggistæki 1.7 og byggingar 2.1 millj. kr. Mikil aukning varð í framkvæmdum við flugvelli árið 1965, miðað við árið áður, eða 144.8%. Framkvæmdaupphæðin var 32.3 millj. kr., þar af voru flugvellir 14.0 millj. kr., flug- öryggistæki 12.4 millj. kr. og byggingar 5.9 millj. kr. Mestar framkvæmdir voru í Reykja- vík, á Patreksfirði og í Vestmannaeyjum. Póstur, sími og útvarp. Árið 1964 námu framkvæmdir pósts og síma 103.6 millj. kr. og 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.