Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 21
FJÁRMUNAMYNDUNIN
er tiltölulega meira byggt af smærri íbúðum
í Reykjavík heldur en í kaupstöðum og kaup-
túnum.
Samgöngumannvirki.
Samgönguframkvæmdir námu 595.9 millj.
kr. árið 1964. Aukning frá árinu áður var
18.6%. Samdráttur varð í vega- og brúagerð og
í framkvæmdum við flugvelli, en aukning varð
í öðrum samgönguframkvæmdum, mest í
gatna- og holræsagerð sveitarfélaga.
Árið 1965 varð aukning í samgöngufram-
kvæmdum 11.6% frá árinu áður. Aukning varð
á framkvæmdum í vega- og brúagerð, gatna-
og holræsagerð og í framkvæmdum við flug-
velli. En hafnar- og símaframkvæmdir urðu
minni.
Vegir og bnjr. Á árinu 1964 var varið 104.1
millj. kr. til vegaframkvæmda og 33.1 millj.
kr. til byggingar brúa. Vegaframkvæmdir
drógust saman frá árinu áður um 23.2%. Fram-
kvæmdir við Reykjanesbraut námu 46.6 millj.
kr. á árinu 1964, og er það um það bil 30%
minna en árið áður. Brúabyggingar voru svip-
aðar bæði árin 1963 og 1964.
Vegaframkvæmdir árið 1965 námu 177.1
millj. kr., þar af Reykjanesbraut 103.0 millj.
kr. Aukning vegaframkvæmda frá fyrra ári var
56.6%. Aftur á móti urðu brúaframkvæmdir
31% minni, en til þeirra var varið 26.2. millj.
kr. Á árinu 1965 var Reykjanesbraut lokið að
öðru leyti en því, að eftir var lúkning vegar-
kafla við Setberg ofan Hafnarfjarðar.
Götur og holræsi. Mikil aukning varð á
framkvæmdum í gatna- og holræsagerð árið
1964. Nemur aukningin frá árinu áður 64.6%.
Framkvæmdaupphæðin var 184.7 millj. kr.,
þar af var hluti Reykjavíkur 113.8 millj. kr.
Samkvæmt hinum nýju vegalögum, sem tóku
gildi á árinu 1964, fá kaupstaðir og kauptún
framlag til gatnagerðar af benzínskatti. Var
framlag þetta samkvæmt ríkisreikningi 1964
28.4 millj. kr. Framlag ríkisins til sýsluvega-
sjóða hækkaði verulega á árinu 1964.
Árið 1965 var varið 250.0 millj. kr. til gatna-
og holræsagerðar. Þar af 154.8 millj. kr. í
Reykjavík eða 61.9% heildarframkvæmdanna.
Aukning í gatna- og holræsagerð frá árinu
áður er 24.6%.
Hafnir og vitar. Á árinu 1964 var varið
150.4 millj. kr. til framkvæmda við hafnir og
vita. Aukning frá árinu áður var 17.2%. Til
vitabygginga var varið 4.5 millj. kr., til fram-
kvæmda við landshafnir 37.2 millj. kr., Þor-
lákshöfn 17.0 og hafnir sveitarfélaga 91.7 millj.
kr. Stærstu framkvæmdastaðirnir í hafnar-
málunum árið 1964 voru þessir (millj. kr.):
landshöfn í Rifi 22.0, Þorlákshöfn 17.0, lands-
höfn í Keflavík 15.2, Reykjavík 10.3, Eski-
fjörður 8.1 og Grindavík 8.1.
Framkvæmdir við hafnargerð og vitabygg-
ingar árið 1965 voru nokkru minni en 1964,
eða sem svaraði 13.1%. Samtals námu þessar
framkvæmdir 149.9 millj. kr. á árinu 1965. Þar
af voru: vitabyggingar 4.6 millj. kr., lands-
hafnir 14.0 millj. kr., Þorlákshöfn 11.5 millj.
kr. og liafnir sveitarfélaga 119.8 millj. kr.
Mestar framkvæmdir voru á eftirtöldum stöð-
um (millj. kr.): Reykjavík 18.7, landshöfn í
Keflavík 12.0, Þorlákshöfn 11.5, Vestmanna-
eyjar 8.7, Þingeyri 8.5, Ólafsvík 8.2, Grinda-
vík 7.2, Sandgerði 6.3 og Akranes 6.0.
Flugvellir. Fjármunamyndun í flugmálum
árið 1964 var heldur minni en árið áður. Til
framkvæmdanna var varið 13.3 millj. kr.: flug-
vellir 9.5 millj. kr., flugöryggistæki 1.7 og
byggingar 2.1 millj. kr.
Mikil aukning varð í framkvæmdum við
flugvelli árið 1965, miðað við árið áður, eða
144.8%. Framkvæmdaupphæðin var 32.3 millj.
kr., þar af voru flugvellir 14.0 millj. kr., flug-
öryggistæki 12.4 millj. kr. og byggingar 5.9
millj. kr. Mestar framkvæmdir voru í Reykja-
vík, á Patreksfirði og í Vestmannaeyjum.
Póstur, sími og útvarp. Árið 1964 námu
framkvæmdir pósts og síma 103.6 millj. kr. og
19