Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 32

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 32
Jónas Kristjánsson: Iðnþróun á íslandi Ritgerð þá, sem hér birtist, skrifaði höfundur til B.A. prófs í atvinnu- sögu við Háskóla íslands. í ritgerðinni er tiltækt hagskýrsluefni um iðnaðinn tekið saman í höfuðdráttum og það notað til að gefa skýr- ari mynd af iðnþróuninni en áður hefur verið veitt. — Höfundur hafði samráð við Hagstofu íslands og Efnaliagsstofnunina um efnis- öflun og meðferð efnisins. Ennfremur var töluleg meðferð efnisins yfirfarin í Efnahagsstofnuninni, og hafa verið gerðar iiokkrar breyt- ingar af því tilefni. mjög frá upphaflegri blaðsins Vísis. 1. Iðnþróunin fram að 1940. Þegar frá eru skildar hinar misheppnuðu Innréttingar í Reykjavík á ofanverðri átjándu öld, er saga iðnþróunar á íslandi eingöngu tengd 20. öldinni. Af eðlilegum ástæðum voru íslendingar seinir til leiks á þessu sviði. Um aldamótin síðustu var rétt farið að örla á handiðnaðarmönnum, en handverk var samt enn stundað að meginhluta sem hjáverk með landbúnaði eða fiskveiðum, en ekki sem sjálf- stæð atvinna. Eftir aldamótin hófust fyrir al- vöru bankaviðskipti innanlands, notkun pen- inga jókst og launagreiðslur í peningum urðu algengar. Innleiðing peningakerfis í dagleg viðskipti stuðlaði að aukinni verkaskiptingu og ýtti undir handiðnaðinn. Verksmiðjuiðnaður hófst ekki hér, fyrr en hvítu kolin voru komin til sögunnar. Raforkan varð hér á landi undirstaða vélvæðingar þeirr- ar, sem er helzta einkenni verksmiðjuiðnaðar. Árið 1921 var fyrsta rafstöðin í Reykjavík tek- Meimildir þessa kafla eru aðallega þrjár: Nr. 2,19 og 25, — sjá heimildaskrá. Skýringar og atliugasemdir hafa verið styttar mynd sinni. — Höfundur er nú ritstjóri dag- in í notkun og þá voru rafstöðvar komnar í tólf kaupstaði og kauptún á íslandi. Árið 1934 voru rafstöðvarnar orðnar 38, og árið 1937 tók Sogsvirkjunin til starfa. Áratuginn 1920—1930 jókst hlutdeild iðnað- ar og skyldra starfa í atvinnuframfærslu þjóð- arinnar úr 11,3% í 18,9%, sem er næstum því tvöföldun. Þetta var áratugur mikilla athafna og framfara. Árið 1929, næstsíðasta árið fyrir kreppuna, var þenslan í algleymingi og verk- smiðjuiðnaðurinn var kominn á braut örs vaxt- ar. Það ár störfuðu hér 13 síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur og nokkrum íshúsum hafði verið breytt í vélfrystihús. Iðnvæðing hófst hér fyrst að ráði í fiskiðnaðinum. Árin 1928—1933 var reist stór síldarverk- smiðja, 2 fiskimjölsverksmiðjur, nýtízku lýsis- vinnslustöð, lýsisbræðslustöð, fiðurhreinsun, 3 smjörlíkisgerðir, ölgerð, 2 skógerðir, sjóklæða- gerð, 2 vinnufatagerðir, 1 burstagerð, 2 efna- gerðir, 3 leikfangagerðir, færagerð, 2 pípugerð- ir, súkkulaði- og sælgætisgerðir, sútun, 850 tonna slippur og stálsmiðja. Nliklar framfarir voru í málmsmíði og húsgagnasmíði. Um þetta leyti urðu snögg umskipti. Krepp- 30

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.