Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 38

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 38
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 5. Vinnsluvirðisþróunin 1950—1960. í köflunum hér að framan, 3. og 4. kafla, hefur verið rætt um þá tvo meginþætti, sem lagðir eru í iðnaðinn, vinnu og fjármagn. Nú kemur röðin að því, sem fæst út úr iðnaðin- um, — vinnsluvirðinu. Á því sviði er minna um tölulegar upplýsingar, því þar er ekki til neitt samfellt efni sambærilegt við skýrslur Hagstofunnar um vinnuafl og áætlanir Efna- hagsstofnunarinnar um fjármagn. Hér verður því að stikla á Iðnaðarskýrsluárunum 1950, 1953 og 1960, og jafnvel það verður að gera með sérstökum tilfæringum, sem lýst er í skýringum um töflur 4 og 5, er sýna vinnslu- virði iðnaðarins þessi ár, en þar er einnig birt skilgreining hugtaksins vinnsluvirði. Hlutdeild í vergu framleiðsluverðmæti. Hlutur vinnsluvirðisins í vergu framleiðslu- verðmæti í iðnaðinum í heild var um 35% árið 1950, en um 30% árin 1953 og 1960. Þetta kunna að virðast tortryggilegar tölur, en þær eiga samt sínar skýringar. Ef einstakar iðngreinar eru athugaðar nánar, kemur í Ijós, að í flestum þeirra lækkaði hlut- ur vinnsluvirðisins jafnt og þétt á tímabilinu. Þær iðngreinar, þar sem hlutur vinnsluvirðis- ins lækkaði þannig, eru: Vefjariðnaður 47,5% — 42,4% - 35,3%, fataiðnaður 42,9% - 37,3% - 36,3%, trésmíði 59,9% — 52,6% — 35,0%, pappírs- iðnaður 34,9% — 28,2% — 16,5%, prentun, 68,4% —66,3% — 63,6% og málmsmíði 63,0% — 51,4% - 44,1%. Hlutur vinnsluvirðisins í vergu framleiðslu- verðmæti matvælaiðnaðar hækkaði aftur á móti þannig: 20,7% — 22,4% — 24,7%, og er matvælaiðnaður eina greinin, sem sýnir slíka þróun. Steinefnaiðnaður hefði lækkað á öllu tímabilinu eins og hinar greinarnar, ef Sem- entsverksmiðjan hefði ekki hækkað upp tölu ársins 1960: 39,4% - 37,6% - 38,7%. í efnaiðnaði varð sérkennileg þróun: 28,4% — 20,6% — 33,0%. Skýringin er sú, að árið 1953 störfuðu flestar síldarverksmiðjur landsins lít- ið sem ekkert vegna skorts á bræðslusíld. Það hafði tvenns konar áhrif til lækkunar á prósent- tölu ársins 1953. í fyrsta lagi var vinnsluvirði og afkoma verksmiðjanna léleg og í öðru lagi minnkuðu áhrif verksmiðjanna á prósenttök- una í efnaiðnaði og í staðinn jukust áhrif ann- arra undirgreina efnaiðnaðar, sem minna vinnsluvirðishlutfall höfðu.Árið 1960 var starf- semi verksmiðjanna stórum meiri en 1953, og þá var Áburðarverksmiðjan komin í hópinn, svo að árið 1960 var prósenttalan mun hærri en 1953 og ívið hærri en 1950. Heildarmyndin sýnir þannig lækkun vinnslu- virðishlutfallsins í flestum iðngreinum öðrum en matvælaiðnaði (fiskiðnaði). Skýringin virðist felast annars vegar í breyttum afstöðum milli gengis á erlendum gjaldeyri og innlends fram- leiðslukostnaðar, en hins vegar í breyttum raunverulegum hlutföllum milli vinnslustigs hráefnanna og þeirrar vinnslu, sem fer fram innanlands. Hvað fyrra atriðið snertir, afstöður gengis og kostnaðar, er þess að gæta, að fyrsta skýrslu- árið, 1950, var gengið fellt hinn 20. marz, en iðnaðarskýrslurnar voru ekki umreiknaðar til hins nýja gengis fyrir allt árið. Svo var hins vegar gert í iðnaðarskýrslum ársins 1960. — Þetta veldur tiltölulega lágu verðlagi erlendra hráefna og rekstrarvara árið 1950 og þar með tiltölulega háu hlutfalli vinnsluvirðis af fram- leiðsluverðmæti. Þessar afstöður koma frarn með gagnstæðum hætti í útflutningsiðnaði, og skýrir það sérstöðu fiskiðnaðarins a. m. k. að nokkru leyti. Auk þessa virðist ljóst, að orðið hafi breyt- ingar á raunverulegum hlutföllum milli vinnslustigs hráefna og vinnslunnar í iðnaðar- greinunum. Eftir því sem smekkur þróast, gæðasamkeppnin skerpist og viðskipti greiðast, er eðlilegt að framleiðslugreinarnar leiti víðar fanga um efnishluta og þjónustu, sem aðrar framleiðslugreinar og önnur lönd hafa betri tök á að leggja til. Þróun af þessu tagi virðist 36

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.