Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 39

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 39
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI geta haft gagnstæð áhrif á fiskiðnað. Þar er hráefnið lítt breytilegt, þ. e. fiskurinn úr sjón- um, en auknar kröfur neytenda koma fram í auknu vinnslustigi. Reynslan virðist staðfesta, að svo sé. Vinnsluvirðisþróunin1). Áratuginn 1950—1960 jókst raunverulegt vinnsluvirði iðnaðar í heild um 88% eða um 6,5% á ári. Þetta var svipaður vöxtur og gerðist annars staðar í heiminum (sjá heimild 21) á þessum tíma. Vinnsluvirði iðnaðar í heimin- um almennt jókst um 6% á ári og í iðnaðar- löndunum um tæp 6% á ári. Þróunin innan tímabilsins var mjög óreglu- leg á íslandi eins og sést af því, að vinnslu- virðið minnkaði um 3% 1950—1953, en jókst um 91% 1953—1960 (reiknað sem hlutfall af stærð þess 1950). Að þessu leyti var þróunin hér öðru vísi en annars staðar í heiminum. í öðrum löndum var það yfirleitt tímabilið 1953 —1958, sem var óhagstæðast, og þróunin í öðr- um löndum virðist yfirleitt hafa verið langtum jafnari en hér. Vinnsluvirði íslenzks léttaiðnaðar jókst að- eins um 1% á fyrra tímabilinu en um 104% á hinu síðara. Vinnsluvirði þungaiðnaðar minnk- aði um 10% á fyrra tímabilinu en jókst um 68% á hinu síðara. Á öllu tímabilinu var árleg aukn- ing í léttaiðnaði um 7,5% en 4,7% í þungaiðnaði. Þetta var alveg gagnstætt því, sem gerðist annars staðar í heiminum, þar sem árleg aukn- ing í léttaiðnaði var rúm 4% en tæp 7% í þunga- iðnaði. Við nánari sundurgreiningu vinnsluvirðis í íslenzkum iðnaði kemur í ljós, að það er fyrst og fremst vinnsluvirði fiskiðnaðarins, sem hefur aukizt á þessu tíu ára tímabili. Vöxtur- inn var þar 22% á fyrri hlutanum en 163% á seinni hlutanum, og árlegur vöxtur vinnslu- virðis fiskiðnaðar var um 10,5%. í öðrum létta- iðnaði en fiskiðnaði var árlegur vöxtur 2,7% og í öðrum þungaiðnaði en fiskiðnaði og stór- iðju var árlegur vöxtur 3,9%. Undirgreinum léttaiðnaðar, öðrum en mat- vælaiðnaði, má skipta í tvo flokka mis hraðs vaxtar. í öðrum flokknum eru fataiðnaður, prentun og „annar iðnaður“. Þar jókst vinnslu- virði um 15—30% á öllu tímabilinu, minnkaði um 20—50% á fyrri hlutanum og jókst um 35— 75% á seinni hlutanum. í hinum flokknum eru vefjariðnaður og trésmíði og þar má líka telja með efnaiðnað, sem sýndi hliðstæða þróun. í þessum flokki urðu breytingamar miklu hrað- ari. Vinnsluvirði jókst um 40—90% á öllu tíma- bilinu, minnkaði um 15—45% á fyrri hlutanum og jókst 55—120% á seinni hlutanum. í málmsmíði var hæg aukning allt tímabilið, 4% á fyrri hlutanum, 38% á seinni hlutanum og 42% á öllu tímabilinu. í steinefnaiðnaði marg- faldaðist vinnsluvirðið við tilkomu Sements- verksmiðjunnar og nam vöxturinn á öllu tíma- bilinu 363%. Matvælaiðnaðurinn endurspeglar þróunina í fiskiðnaði með 25% aukningu á fyrri hlutanum og 139% á seinni hlutanum. Árlegur vöxtur í undirgreinum iðnaðar, öðr- um en steinefnaiðnaði, var þessi: Matvælaiðn- aður 10,2%, vefjariðnaður 6,6%, pappírsiðnaður 4,8%, efnaiðnaður 4,0%, málmsmíði 3,6%, tré- smíði 3,4%, „annar iðnaður" 2,5%, fataiðnaður 2,1% og prentun 1,4%. í matvælaiðnaði og steinefnaiðnaði varð vöxturinn meira en helmingi rneiri hér á landi en annars staðar í heiminum að meðaltali, í vefjariðnaði og pappírsiðnaði svipaður, en miklu minni í öllum öðrum iðngreinum. Spáð í eyðurnar. Því miður er ekki kostur á nánari skiptingu í tímabil, hvað vinnsluvirði í iðnaði snertir. Hins vegar liggur í augum uppi, að þróun þess hlýtur að vera hliðstæð vinnuaflsþróun- i) Aukningartölur þessa kafla (%) miðast allar við stærð vinnsluvirðisins 1950 (1950 = 100), en sjálf aukn- ingin er metin á föstu verði ársins 1960. 37

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.