Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 40
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
inni, því breytingar á vinnuafli verka jafn-
skjótt á vinnsluvirðið, en breytingar á fjár-
magni og öðrum atriðum verka á löngum
tíma á vinnsluvirðið. Línuritin yfir vinnuafls-
breytingarnar ættu því að sýna í grófum drátt-
um, í hvaða átt vinnsluvirðið hefur þróazt á
hverjum tíma. Það sést líka, að vinnuaflsþró-
unin 1950—1953 og 1953—1960 sýnir bæði í
heild og í einstökum iðngreinum hliðstæða
mynd og vinnsluvirðisþróunin gerir þessi tíma-
bil. Hér verður þó ekki farið út í tölfræðilega
útreikninga á fylgni vinnuafls og vinnsluvirðis.
6. Framleiðniþróunin 1950—1960.
Almennt um framleiðni1).
Aður en vikið er að því efni, sem er kjarni
málsins í þessari ritgerð, er rétt að gera grein
fyrir því, hversu mikils virði tölur þær eru,
sem hugleiðingar þessarar ritgerðar um fram-
leiðni byggjast á.
Þegar hér er talað um framleiðni, er fyrst
og fremst átt við framleiðni vinnunnar, — hve
mikil verðmæti hver starfsmaður skapar á einu
ári. Til þess að fá fyllri mynd af framleiðn-
inni eru hér einnig reiknaðir út stofnfjárstuðl-
ar, sem sýna hve margar fjármagnskrónur
liggja að baki hverri árlegri vinnsluvirðiskrónu.
í síðara tilfellinu er stuðullinn neikvæður og
sýnir því meiri framleiðni, þ. e. miðað við
fjármagn, sem hann er lægri.
Formúlurnar eru þessar:
Framleiðni vinnu = vinnsluvirði á föstu
verðlagi deilt með vinnuárum.
Stofnfjárstuðull = fjármagn á verðlagi hvers
árs deilt með vinnsluvirði á verðlagi hvers árs.
Svo sem getið er í töfluskýringum, geta ýms-
ar aðstæður valdið skekkjum á tölulegu gildi
þeirra hugtaka, sem ganga inn í framleiðni-
formúlurnar. Verða skekkjuvaldarnir ekki rakt-
ir hér, en bent á eftirfarandi: 1) Skekkjuvald-
arnir vega hvern annan upp að nokkru leyti.
2) Þeir geta haft dálítil áhrif á gildi talnanna
sem nefndra talna, þ. e. á tölulegt gildi þeirra
hverrar um sig, en sáralítil áhrif á afstæð
gildi talnanna.
Þannig má ekki taka það bókstaflega, að
hver starfsmaður í iðnaði hafi að meðaltali
framleitt 94.000 krónur árið 1960, þótt það
standa í töflu 6. Miklu meira mark er takandi
á afstæðum tölum í þessari ritgerð, — þar sem
gerður er samanburður milli iðngreina og milli
ára. Ilér er reynt að nota slíkar tölur sem mest,
en nefndar tölur eru einnig töluvert notaðar
í samanburði við útlönd, en sá samanburður
er óvissasti hluti ritgerðarinnar.
Vemd-).
Einn skekkjuvaldur er óræddur og það er
verndin. Vinnsluvirði er hér reiknað eins og
það kemur fyrirtækjum til tekna, þ. e. sölu-
verðmæti framleiðslu þeirra hér innanlands
er notað til ákvörðunar þess. Nú væri það al-
gildari mælikvarði á vinnsluvirðið, hvert sölu-
verðmæti framleiðslunnar væri á erlendum
markaði í samkeppni við erlendar vörur, eða
hvert söluverðmæti framleiðslunnar væri hér
heima, ef framleiðsluna yrði að selja á sama
verði og tollfrjáls erlend framleiðsla væri seld
á.
Hátt vinnsluvirði getur í ýmsum tilfellum
stafað af vernd, ýmist af höftum, tollvernd
eða fjarlægðarvemd.
Hrein tollvernd er í mörgum greinum meiri
hér en í iðnaðarlöndum heims. Er talið, að
tollvernd og innflutningshömlur séu hér veru-
legar í greinum, sem ráða alls yfir 15—16% af
heildarmannafla iðnaðar.
Það er fyrst og fremst fataiðnaðurinn, sem
er mjög tollverndaður, meginhluti hans urn
55—85%. Um helmingur trésmíða (húsgögn)
er tollverndaður um 65—75%. Um helmingur
J) Heimildir þessa hluta 6. kafla eru aðallega nr. 3, 9, 14, 18 og 20.
2) Heimild þessa hluta 6. kafla er aðallega nr. 12 í heimildaskrá.
38