Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 41

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 41
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI vefjariðnaðar (ekki hampiðja og netagerð) er tollverndaður um 38—58%: Hér er alls staðar átt við hreina tollvernd (nettó), þar sem tekið er tillit til tolla af innfluttum hráefnum og hjálparefnum. Tiltölulega lítill hluti annarra iðngreina er verulega tollvemdaður. Innan matvælaiðnaðar eru það greinarnar kexgerð, sykur- og súkku- laðigerð og smjörlíkisgerð, innan efnaiðnaðar eru það málningargerð og sápugerð, innan steinefnaiðnaðar er það sementsgerð, innan málmsmíði er það framleiðsla rafmagnsvara, og loks er skinna- og leðurvörugerð. Þessar upplýsingar um tollvernd miðast við ástandið eins og það var 1960—1962. í fljótu bragði virðast þær gefa til kynna, að tollvernd íslenzks iðnaðar hafi þá ekki verið eins gífur- leg og almennt var talið. Hér hefur ekki verið farið út í að reikna tollverndina til frádráttar vinnsluvirðinu í við- komandi iðngreinum, enda gerir Hagstofa Sameinuðu þjóðanna það ekki í alþjóðatölum sínum. Utkomur slíks reiknings væm þó fróð- legar til samanburðar og efalaust mundu ein- hverjar undirgreinar þá koma út með neikvætt vinnsluvirði! í flestum löndum eða tollabandalögum eru tollar á verulegum hluta innfluttrar iðnaðar- framleiðslu. Yfirleitt er hrein tollvernd í iðn- aðarlöndunum þó töluvert lægri en hér gerist. í þeim tilfellum gerir tollverndin íslenzku vinnsluvirðistölurnar og þar af leiðandi fram- leiðnitölurnar of háar í samanburði við tölur erlendra ríkja. Þegar tafla 9 er skoðuð, verður því að hafa í huga, að íslenzku framleiðnitöl- urnar eru ekki algildur mælikvarði á sam- keppnishæfni viðkomandi iðngreina. Þá nýtur nokkur hluti íslenzks iðnaðar fjar- lægðarverndar og á það fyrst og fremst við um þjónustu- og viðhaldsiðnaðinn. Stærsti lið- urinn þar er málmsmíði, og prentun er einnig stór liður. Málmsmíði hér á landi er raunar að langmestu leyti viðgerðaþjónusta og prent- unin er staðbundin. í fyrra tilfellinu er það hár flutningskostnaður til útlanda og til baka aftur, sem hindrar erlenda samkeppni, og í síðara tilfellinu er það tungumálaleg fjarlægð, — sérstakt íslenzkt tungumál, sem hindrar sam- keppnina. Með þessum fyrirvörum um venid verður nú tekin fyrir framleiðni í íslenzkum iðnaði eins og hún kemur fram í töflu 6. Allar fjár- upphæðir eru taldar í íslenzkum krónum á verðgildi ársins 1960 eða í Bandaríkjadollur- um á verðgildi ársins 1958. Vinnuframleiðni 19501). Árið 1950 var vinnuframleiðni í íslenzkum iðnaði 80.000 krónur eða 2100 dollarar á hvern heilan starfsmann á ári. Framleiðnin í þunga- iðnaði var þá töluvert rneiri en í léttaiðnaði, eða 2300 dollarar á rnóti 2000 dollurum. Staf- aði sá munur fyrst og fremst af mikilli fram- leiðni í síldar- og fiskimjölsverksmiðjunum, eins og sést, þegar fiskiðnaður er tekinn sér. í honum var framleiðnin 2300 dollarar, en í öðrum létta- og þungaiðnaði var framleiðnin nokkuð jöfn, 2100 dollarar í öðrum léttaiðnaði og 2000 dollarar í öðrum þungaiðnaði. Af einstökum iðngreinum bar efnaiðnaðinn langhæst vegna síldar- og fiskimjölsverksmiðj- anna, og var framleiðnin þar 4100 dollarar, næstum helmingi meiri en í næstu iðngreinum. í pappírsiðnaði, lítilli iðngrein, var framleiðn- in 2300 dollarar. Matvælaiðnaður kom næstur með 2200 dollara, og er þar innifalinn allur fiskiðnaður annar en mjöl- og lýsisvinnsla. Trésmíði var um meðallag með 2100 doll- ara, málmsmíði rétt neðan við það með 2000 dollara. Nokkru neðar voru vefjariðnaður með 1900 dollara, steinefnaiðnaður með 1800 dollara og prentun með 1700 dollara. Fata- iðnaður rak lestina með minnstu framleiðnina, 1500 dollara. !) Heimildir þessa og næsta hluta 6. kafla eru aðallega töflur og heimild nr. 21 í heimildaskrá. 39

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.