Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 42

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 42
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Um þetta leyti var framleiðni á íslandi nokkru lægri en gerðist í heiminum, en álíka mikil og í Evrópu og meiri en í ríkjum Efna- hagsbandalags Evrópu. (Hér er rétt að vekja athygli á, að stóru iðnaðarlöndin vega lang- þyngst á metunum, því eitt þeirra getur haft framleiðslu á við heila heimsálfu). Þegar fram- leiðnin var 2100 dollarar á íslandi, var hún 2700 dollarar almennt (þ. e. ekki miðað við fólksfjölda heldur framleiðslu) í heiminum, 2100 dollarar í Evrópu og 1800 dollarar í EBE- löndunum. I fríverzlunarsvæðisríkjunum var framleiðnin 2800 dollarar og enn hærri var hún í Bandaríkjunum og Kanada, 7200 dollarar, eða gott betur en þreföld á við íslenzka fram- leiðni. Á sama tíma var framleiðnin í þróunar- löndunum aðeins 600 dollarar, en af þeim löndum var hún hæst í Suður-Ameríku, 1200 dollarar. Hin tiltölulega litla framleiðni í Evrópu og einkum í EBE-ríkjunum stafaði af því, að þessi lönd voru árið 1950 ekki búin að jafna sig eftir stríðið, og sízt þau lönd, þar sem stríðið var háð síðast, Frakkland, Ítalía og Vestur-Þýzkaland, aðallönd Efnahagsbanda- lagsins. Árið 1950 er við upphaf efnahags- undurs Evrópu, og ísland stóð þá jafnfætis þeim löndum í framleiðni. Ef nánar er litið á sundurliðun töflu 9, sést strax, hve óhagstæða útkomu þungaiðnaður- inn gefur íslandi, og gildir það raunar um öll árin. Þetta stafar af því, að þungaiðnaður er annars eðlis hér á landi en í iðnaðarlöndun- um. Þungaiðnaður erlendis felst að töluverðu leyti í risastórum færibandaverksmiðjum, en hér er hinn svokallaði þungaiðnaður að mestu leyti fólginn í viðgerðarþjónustu. Nægir í því sambandi að minna á málmiðnaðinn. í þungaiðnaði var framleiðnin 2300 dollarar hér á landi en 2600 dollarar í Evrópu og 8500 dollarar í Bandaríkjunum og Kanada. íslenzki léttaiðnaðurinn var töluvert samkeppnishæf- ari og hafði meira að segja meiri framleiðni en gekk og gerðist í heiminum, eða 2000 doll- ara á móti 1900 dollurum. Evrópa hafði 1800 dollara og EBE-ríkin ekki nema 1500 dollara. Vinnuframleiðnin 1953. Þremur árum síðar höfðu málin snúizt ís- lendingum verulega í óhag. Þá var framleiðnin í iðnaðinum í heild 6% minni en hún var 1950. Hún var komin niður í 75.000 krónur eða 2000 dollara. Lækkunin nam 100—200 dollurum í flestum iðngreinum. í steinefnaiðnaði hafði þó orðið 23% aukning í 2300 dollara og í prent- un 14% aukning í 1900 dollara. Framleiðni í málmsmíði og trésmíði hafði staðið í stað, 2000 og 2100 dollarar. í efnaiðnaði var lækk- unin langmest, úr 4100 dollurum í 2900 doll- ara, og stafaði það, eins og fyrr hefur verið skýrt frá, af erfiðleikum síldarverksmiðjanna. Er þetta dæmi um, hve framleiðni fiskiðnað- arins, sem hefur nálægt 40% af öllu vinnslu- virði í íslenzkum iðnaði, er breytileg eftir aflabrögðum. Árið 1953 var ísland búið að missa sam- fylgdina í framleiðniþróun iðnaðarins. Iðnað- arlöndin höfðu riðið landið af sér og þróunar- löndin voru farin að nálgast það. Suður-Am- eríka var komin með 1300 dollara framleiðni, EBE-löndin voru komin upp fyrir ísland í 2300 dollara, Evrópa sem heild var komin í 2500 dollara, og Bandaríkin og Kanada báru enn af með 8000 dollara framleiðni, fjórfalda á við ísland. Vinnuframleiðnin 1960. Árið 1960 hafði ísland greinilega tekið við sér aftur og var komið með 94.000 króna fram- leiðni eða 2500 dollara. Það var um 21% vöxtur (miðað við: 1950 = 100) á sjö árum, heldur meiri aukning en almennt í heiminum á þess- um árum. Hins vegar óx framleiðni iðnaðar- landanna einnig um 20% á þessu tímabili, svo því fór fjarri, að bilið milli íslands og iðnaðar- landanna minnkaði nokkuð. Meðan ísland hafði þetta ár 2500 dollara framleiðni, var framleiðni þróunarlandanna 40

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.