Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 50

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 50
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM var ekki tryggingarskyld og yfirleitt ekki tryggð. Kemur sú vinna því ekki fram í skýrsl- unum. Vanhöld af þeim sökum eru aðallega í trésmíði og málmsmíði. Tölurnar um vinnuárafjölda hafa mismun- andi innihald. Um langa samfellda áraröð eru aðeins til tölur um vinnuvikur verkafólks, en ekki annars starfsfólks. Tafla 1 takmarkast því við verkafólk. Aðalheimildin er tafla I í Iðnaðarskýrslum 1960, en tölur um 1960—1962 hafa birzt í Hagtíðindum. Iðnaðarskýrslur ár- anna 1950, 1953 og 1960 ná hins vegar einnig til annars starfsfólks, og kemur því vinnuára- fjöldi alls starfsfólks fram í töflu 3, sbr. þó framangreinda fyrirvara. Innihald og framsetning vinnuaflstalnanna er nokkuð mismunandi í iðnaðarskýrslum þessara þriggja ára, og hefur það verið fært til samræmis í þessari ritgerð, eftir því sem föng eru á. Árin 1950 og 1953 var birtur fjöldi annars starfsfólks en verkafólks, en ekki vinnu- vikur þess, og var sá fjöldi lagður við reiknað- an vinnuárafjölda verkafólks. Iðnaðarskýrslur 1950 sýndu aðeins samtölur þeirra fyrirtækja, sem skil gerðu, en ekki heildaráætlun um iðnaðinn. Slík áætlun hefur hér verið gerð, byggð á hlutfalli þessara fyrirtækja af öllum vinnuvikum verkafólks. Þar með eru tölur þess árs gerðar sambærilegar skýrslutölum síðari áranna. Á þessi skýring einnig við um upp- hæðir vinnsluvirðis og fjármagns árið 1950. Sérstök lagfæring var gerð á tölum Iðnaðar- skýrslna 1960. Þegar þær voru unnar, lágu endanlegar skýrslur um vinnuvikur verkafólks það ár enn ekki fyrir, og voru því heildartölur reiknaðar upp eftir skilahlutfalli m. v. vinnu- vikur ársins 1959. Hér hefur verið gerð leið- rétting til samræmis við raunverulega niður- stöðu í hverri grein og í heild árið 1960. Sama gildir um uppreikning á vinnsluvirði og fjár- magni. Umfang og áreiðanleiki skýrslna um vinnu- vikur hefur sjálfsagt þróazt nokkuð með árun- um, þannig að skýrslurnar gefi eitthvað ýkta 48 mynd af þeirri vinnuaflsþróun, sem hefur átt sér stað. Engin tök eru þó á því að meta, hvort eða hve miklu munar um það atriði. Fjámunamyndun er myndun allra fjámuna, sem hafa nokkurn varanleika og eru notaðir við framleiðsluna, án þess að verða efnislegur hluti af henni, þ. e. byggingar, innréttingar, vélar, tæki og áhöld, nema handverkfæri. í töflu 2 birtast skýrslur, sem Efnahagsstofnunin, og áður hagdeild Framkvæmdabankans, hef- ur unnið og látið frá sér fara á ýmsum tímum, einkum í riti bankans „Ur Þjóðarbúskapnum“. Tilfærð er sú fjármunamyndun, sem hægt er að greina til iðnaðar eftir gerð og tilætlaðri notkun fjámunanna, en ýmsir fjámunir til iðnaðarnota, svo sem bifreiðar og skrifstofu- tæki flokkast ekki undir iðnað með þessum hætti, og kaup eldri muna, svo sem húsa, frá öðrum afnotum koma ekki með. Fjármunaeign er skilgreind með samsvar- andi hætti að öðru leyti en því, að hér er um samansafnaða eign að ræða í stað myndunar á hverju ári. Eignin er metin til afskrifaðs verðmætis. Þessar tölur eru einnig frá Efna- hagsstofnuninni, og eru þær í samræmi við tölurnar um fjámunamyndun, þannig að hinar síðarnefndu valda árlegum breytingum eignar- innar, ásamt reiknuðum afskriftum. En af- skriftirnar eru vandmeðfarið áætlunaratriði. Hefur Efnahagsstofnunin því gert fullan fyrir- vara um hugsanlega endurskoðun talnanna. Fyrri áætlun hefur birzt í grein um þjóðarauð í 10. hefti ritsins „Ur Þjóðarbúskapnum“. Vinnsluvirði er mælikvarði verðmætasköp- unar á vettvangi fyrirtækis eða atvinnugreinar. Má skilgreina það með tvennum hætti, eftir því hvort litið er til rekstrarstærðanna í heild eða tekjustærðanna eingöngu. Annars vegar er vinnsluvirði sama sem söluvirði allrar fram- leiddrar vöru eða þjónustu fyrirtækis eða heillar atvinnugreinar á ákveðnu tímabili, að frádregnu kaupverði allra notaðra aðfanga vara eða þjónustu frá öðrum fyrirtækjum á sama tímabili. Eftir er þá sá hluti verðmætis-

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.