Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 52

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 52
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM reiknuðu vinnuári er nokkuð mismunandi eftir tíðkuðu vinnuálagi ár hvert, er hér um grófari mælikvarða en framleiðni vinnustundar að ræða, þ. e. eins konar blandaðan mælikvarða á afköst mislangs vinnutíma og eiginlega framleiðni á vinnustund. Fjármagn. Tölur töflu 7 um fjármagn eru notaðar við utreikning stofnfjárstuðla í töflu 8. Þær eru hins vegar ekki notaðar til þess að rekja fjármagnsþróunina í textanum, þar sem völ er á samfelldari talnaröðum fjármunamynd- unar og fjármunaeignar. Skilgreining fjármagns í ofangreindum töfl- um er miðuð við yfirtak þess og matsreglur í Iðnaðarskýrslum 1960, að slepptum vörubirgð- um. í skýrslunum eru allar efnislegar eignir taldar til fjármagns, þ. e. byggingar og aðrar fasteiguir, flutningatæki, innréttingar, vélar og áhöld, allt á vátryggingarmati, og alls konar vörubirgðir. Hér er vörubirgðum sleppt, þannig að fram kemur fastafjármagn eða stofn- fé. Hér er í vissum skilningi um tæknilega stærð að ræða, þar sem að auki þarf til eðlilegs rekstrar fjármagn bundið í birgðum, ýmsum útlögðum kostnaði og óinnheimtum kröfum. Tölur Iðnaðarskýrslna 1960 eru leiðréttar lítils háttar, svo sem fyrr segir, til samræmis við endanlegar vinnuvikuskýrslur. Tilsvarandi tölur liggja fyrir í Iðnaðarskýrslum 1953 og 1950, en hinar síðari eru reiknaðar upp eftir skilahlutfalli eins og vinnsluvirðistölurnar. Skilgreining fjármagns í iðnaði er samkvæmt þessu nokkru víðtækari en fjármunaeignar iðnaðar hér að framan, þar sem hér eru með- taldar bifreiðar og sum önnur tæki, sem ekki koma undir iðnað í flokkun fjármunamyndun- ar og eignar. Á hinn bóginn er ótryggara, að fylgt hafi verið samræmdum matsreglum við uppgjör fjármagns til iðnaðarskýrslna. Gildi þeirra til samanburðar milli iðngreina innan hvers árs og jafnvel einnig milli ára fyrir hverja iðngrein ætti þó að vera sæmilegt. Stofnfjárstuðlar sýna, hve mikil verðmæti fjármagns skv. framangreindri skilgreiningu eru í notkun við myndun hverrar verðmætis- einingar vinnsluvirðis á ári. Deilt er með upp- hæð vinnsluvirðis hverrar greinar í fjármagns- upphæð greinarinnar, hvort tveggja á verðlagi viðkomandi árs. Stuðlarnir túlka framleiðni fjármagnsins út af fyrir sig, þ. e. standa í öfugu hlutfalli við slíka framleiðni. Stuðull- inn 2 táknar, að 1 millj. kr. fjármagn stendur að framleiðslu % millj. kr. vinnsluvirðis, en t. d. með stuðlinum 4 er tilsvarandi vinnsluvirði Jí millj. kr. Stofnfjárstuðullinn er tæplega aðal- grundvöllur að mati gildis framleiðslugreina, nema fjármagnið sé gjörsamlega takmarkandi þáttur. Þeir eru ætlaðir til hliðsjónar við mat eftir vinnuframleiðni, settir í samband við ákveðnar arðsemiskröfur renna þeir stoðum undir mat fjármagnskostnaðar. Alþjóðlegur samanburður vinnuframleiðni er mestum vandkvæðum bundinn allra saman- burðaratriða í ritgerðinni og þar með mestum fyrirvörum háður. Alþjóðlegu tölurnar í töflu 9 eru reiknaðar í bandarískum dollurum á verðgild ársins 1958. íslenzku framleiðnitölurnar á 1960 verð- lagi í töflu 6 eru færðar til þess mælikvarða með eftirfarandi hætti. Gert var ráð fyrir, að gengi ársins 1960, 1 dollar = 38.00, gæfi raun- hæfa samsvörun verðgildis miðað við verð- lag þess árs. Þar sem verðlag á dollaramarkaði breyttist sáralítið frá 1958 til 1960, eru ís- lenzku dollaratölurnar á 1960 verðgildi látnar jafngilda öðrum tölum á 1958 verðgildi. En fremur er þetta of hagstætt íslenzkum iðnaði í samanburðinum. Mest veltur á því, hversu vel gengi viðkom- andi landa túlkar raunverulegar afstöður verð- lags þeirra. Tollar og bein höft eru helztu at- riðin, sem gera verðlag ákveðins lands hærra en samsvarandi gengi, en auk þess aðrar af- stöður í verðlagi þjónustu en verðlagi vara. Alkunna er, að verðlag í Bandaríkjunum er nokkru hærra miðað við lönd Vestur-Evrópu en gengið segir til um. Þetta stafar þó af þjón- 50

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.