Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 2
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
HJÁLPARSTARF „Þetta var mjög
skemmtilegt og áhugavert, að sjá
þetta athvarf sem Rauði kross-
inn á Íslandi rekur þarna,“ segir
Högni Egilsson söngvari, sem er
á tónleikaferðlagi með hljómsveit-
inni Gus Gus. Í vikunni heimsótti
hann athvarf fyrir fólk með geð-
raskanir í Minsk í Hvíta-Rússlandi
sem rekið er með aðstoð frá Rauða
krossinum á Íslandi. Athvarfið
er ætlað fólki sem er að aðlagast
daglegu lífi eftir spítalavist á geð-
deild. Það var reist að fyrirmynd
slíkra athvarfa sem eru rekin hér-
lendis, meðal annars Vinjar við
Hverfisgötu, Lautar á Akureyri
og Dvalar í Kópavogi.
Högni hefur sjálfur sagt frá
því opinberlega að hann sé með
geðhvarfasýki og gat því miðlað
af reynslu sinni til þeirra sem
sækja athvarfið. Mikil vanþekk-
ing er á geðsjúkdómum í Hvíta-
Rússlandi, að sögn Högna. Hann
segir fólkið sem hann ræddi við
margt hafa þurft að sæta miklum
fordómum. „Það var skemmti-
legt að koma þarna inn og eiga
í samræðum við fólkið sem lend-
ir á upp kant við samfélagið sitt
vegna einhverrar greiningar. Það
eru miklir fordómar og lítil vitn-
eskja. Þarna hitti ég til dæmis
stelpu sem var greind með geð-
klofa þegar hún var 16-17 ára
og í kjölfarið mætti hún lokuð-
um dyrum alls staðar í umhverfi
sínu. Hún mátti ekki fara í leik-
fimi í skólanum og gat svo ekki
farið í háskóla að læra hönnun
eins og hana langaði. Þarna held-
ur fólk oft á tíðum að geðklofa
einstaklingar séu hættulegir
enda vanþekkingin mikil.“
Hann segir að þó að vissulega
sé þekkingin á geðsjúkdómum
lengra á veg komin hérlendis þá
séu samt fordómar til staðar. „Í
kjölfarið á því að ég talaði opin-
berlega um mína sögu þá hafa
margir talað við mig og sagt mér
sínar sögur eða einhverra sem
tengjast þeim. Það eru margir
hræddir við geðsjúkdóma og það
þarf að sýna þessum einstakling-
um stuðning og hlusta á þá til
þess að gera þeim kleift að vera
með í samfélaginu.“
Högni ræddi við fólkið í
athvarfinu um þessi málefni og
tók líka lagið. „Fólkið þarna var
mjög innblásið. Það eiga allir rétt
á sínum upplifunum. Það þarf að
tala um verðmætin og þau gildi
sem það felur í sér að eiga sér
sögu, eiga sér þessa þrekraun og
takast á við umhverfi sitt. Í því
er fólgin ákveðin sorg og reynsla
en um leið gerir það þig að dýpri
manneskju fyrir vikið,“ segir
hann.
Högni segir það hafa verið afar
áhugavert að heimsækja athvarf-
ið og hitta fólk úr öðrum menn-
ingarheimi sem er að kljást við
geðsjúkdóma. „Þetta er eina
svona athvarfið í þessari stóru
borg. Það var ótrúlega gaman að
fá tækifæri til þess að fara þang-
að. Þetta er flott starf sem Rauði
krossinn er að vinna þarna og
mikilvægt fyrir okkur Íslendinga
að taka þátt í svona.“
viktoria@frettabladid.is
Heimsótti Minsk og
fræddist um athvarf
Högni Egilsson heimsótti athvarf fyrir fólk með geðraskanir í Hvíta-Rússlandi.
Athvarfið er rekið með aðstoð Rauða krossins á Íslandi og er það eina í borginni Minsk.
SKOÐAÐI ATHVARFIÐ Högni skoðaði athvarfið sem er rekið af Rauða krossinum á Íslandi. MYNDIR/ÞÓRIR GUÐMUNDSSON
RÆDDU MÁLIN Högni ræddi við skjólstæðinga athvarfsins.
Þarna heldur fólk oft
á tíðum að geðklofa
einstaklingar séu hættu-
legir enda vanþekkingin
mikil.
REYKJAVÍK Nú stendur yfir sýning
í Ráðhúsi Reykjavíkur um nýjar
íbúðir í Reykjavík. Þar koma fram
byggingaráætlanir fyrirtækja
auk skipulagsáforma Reykjavík-
urborgar. Hægt er að sjá hvar
eigi að byggja, hver standi bak við
framkvæmdina og hvenær áætlað
sé að uppbyggingu ljúki. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri setti sýn-
inguna með opnum fundi.
Í máli borgarstjóra kom meðal
annars fram sú stefna borgarinn-
ar að tryggja úrræði fyrir þá sem
ekki eiga kost á því að kaupa sér
fasteign. Á nýjum uppbygging-
arsvæðum er áætlað að minnsta
kosti fjórðungur þeirra verði fyrir
leigu- og búseturéttarhúsnæði.
Meðal svæða, sem áætlað er að
byggt verði upp á, má nefna að um
500 stúdentaíbúðir auk þéttingar
háskólasvæðisins er í kortunum.
Áætlaðar eru 350 starfsmanna-
og nemendaíbúðir við Háskólann
í Reykjavík og uppbygging nýs
hverfis á Ártúnshöfða með tveim-
ur grunnskólum. Áætlaðar íbúðir
þar, til ársins 2030, eru um 3.200.
Eldsvoðinn í Skeifunni 11 er
sagður opna ýmsa möguleika á
endurskipulagningu svæðisins
en hugmyndir eru uppi um að þar
rísi allt að 500 íbúðir. Auk versl-
unar- og þjónustuhúsnæðis eru
170 íbúðir áætlaðar í Austurhöfn
við Hörpu.
Annar fundur með borgarstjóra
fer fram í dag klukkan 17.30 og
verður sýningin opin fram í miðja
næstu viku. - joe
Stefnt að eflingu leigu- og búseturéttarúrræða. Uppbygging 5.000 íbúða áætluð á næstu fjórum árum:
Byggingaráætlanir til sýnis í Ráðhúsinu
FJÖLMENNI Dagur B. Eggertsson kynnti
uppbyggingaráform Reykjavíkur. Annar
fundur fer fram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR
REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, felldi í
Heiðmörk jólatré það sem fært verður Færeyingum að gjöf þessi
jólin. Borgarstjórinn fékk viðeigandi kennslu og hlífðarbúnað og felldi
að því loknu um tólf metra hátt, hálfrar aldar gamalt sitkagreni.
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, mun afhenda Þórshafn-
arbúum tréð síðar í mánuðinum. Þetta er annað skiptið sem Reykja-
víkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur senda Færeyingum tré að
gjöf. - joe
Borgarstjóri felldi grenitré sem verður afhent Færeyingum:
Reykjavík gefur Þórshöfn jólatré
SKÓGARHÖGGSMAÐUR Það kom í hlut Dags B. Eggertssonar borgarstjóra að fella
tréð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Guðmundur, ertu í sárum yfir
þessu?
„Nei, okkur sárvantaði þetta.“
Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur fengið
leyfi til að fara inn á Bandaríkjamarkað
með vörur sínar. Guðmundur Fertram er
framkvæmdastjóri Kerecis.
ÍSAFJÖRÐUR Sjálfstæðismenn
í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
„hafa áhyggjur af þeim losara-
brag sem virðist vera á fjármála-
stjórn bæjarins“, að því er segir
í bókun oddvita flokksins við
umræður um fjárhagsáætlun á
fundi bæjarstjórnar síðastliðinn
fimmtudag.
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, segir það sjást
meðal annars á því að eigin-
leg frumdrög að fjárhagsáætlun
liggi ekki fyrir heldur í raun hug-
myndalisti. Þar sé gert ráð fyrir
200 milljóna króna hallarekstri og
stórauknum útgjöldum. - nej
Bókun á fundi Ísafjarðarbæjar:
Segir losarabrag
á fjármálunum
ÚKRAÍNA Úkraínustjórn býr sig
undir aukin átök gegn uppreisn-
armönnum og rússneskum stuðn-
ingsmönnum þeirra í austur hluta
landsins.
Fregnir hafa borist þess efnis
að skriðdrekar, vígamenn, vopn
og vistir streymi yfir landamæri
Úkraínu og Rússlands. Rússnesk-
ir ráðamenn hafa ætíð neitað því
að hergögn hafi borist til upp-
reisnarmanna frá þeim.
Yfirhershöfðingi NATO í land-
inu hefur lýst yfir áhyggjum af
stöðu mála og kallað eftir við-
brögðum alþjóðasamfélagsins.
- joe
Uppreisnarmenn vígbúast:
Hergögn berast
frá Rússlandi
SPURNING DAGSINS
Kringlan
588 2300
Ný lína úr
marmara
Bretti
5.495 kr.
Mortél
2.295 kr.