Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 20
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20
Börnum og unglingum sem koma
til sjúkraþjálfara með stoðkerfis-
vandamál fjölgar verulega. Hluti
vandamálanna er mikil kyrrseta
og notkun tölva, spjaldtölva og far-
síma, að sögn Gauta Grétarssonar
sjúkraþjálfara.
„Ég hef séð tveggja til þriggja
ára krakka með spjaldtölvu og far-
síma. Þau venja sig á að vera með
hálsinn langt fram fyrir bolinn þar
sem þyngdarpunkturinn er. Sitji
þau lengi í þessari stöðu veldur
þetta höfuðverk, svefntruflunum
og alls konar öðrum vandamálum.
Það má búast við talsverðum stoð-
kerfisvandamálum hjá þessum
börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki
gripið í taumana,“ segir Gauti og
bætir því við að foreldrar verði
að setja reglur um tölvunotkun
barnanna og aga sjálfa sig.
„Foreldrar eru að kaupa sér tíma
með því að rétta börnunum spjald-
tölvurnar. Krakkarnir læra þetta
af foreldrunum sem eru sjálfir
alltaf í tölvunum. Við erum að fá
til okkar fólk sem situr við tölvu
átta klukkustundir á dag og er svo
með tölvu í fanginu heima í kannski
fjórar klukkustundir. Þetta eru
kallaðar fartölvur en eru í rauninni
fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika
við börnin í staðinn, fara með þeim
út og kenna þeim leiki.“
Gauti tekur það fram að vissu-
lega nái börn einbeitingu og færni
í fínhreyfingum við tölvunotkun.
„Þau fá hins vegar eingöngu færni
í þessum fínhreyfingum. Þau nota
mikið bara aðra höndina og hin er
farþegi. Höfuðið er fyrir framan
bolinn og mikið í hangandi stöðu.
Við sem eru eldri náðum færni í
fínhreyfingum og einbeitingu með
því að vera í til dæmis dúkkulísu-
leik og smíði flugvélamódela. Við
notuðum báðar hendurnar við
þessa leiki og við fórum ekki með
þetta út í bíl. Við vorum ekki í
þessu allan daginn heldur vorum
við mikið í leikjum úti.“
Að sögn Gauta missa börn sem
eru mikið í tölvum færni í gróf-
hreyfingum. „Þau ná ekki að
þroska stoðkerfið og fá heldur ekki
útrás fyrir spennu og streitu með
því að þjálfa grófhreyfingar með
útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim
eru bara gefin verkjalyf þegar þau
verða óþekk og óvær og sofa illa
vegna vegna verkja í stoðkerfinu.
Foreldrar átta sig kannski ekki á
því hvers vegna krakkarnir eru
með höfuðverk og hvernig eigi að
leysa vandann. Unglingarnir sem
eru að koma til okkar í sjúkra-
þjálfun núna eru þau sem byrjuðu
að sitja við tölvur fyrir nokkrum
árum. Það verður að takmarka
þann tíma sem ung börn eru í tölv-
um.“ ibs@frettabladid.is
Æ fleiri börn þurfa meðferð
vegna stoðkerfisvandamála
Kyrrseta og notkun tölva og farsíma veldur höfuðverk, svefntruflunum og öðrum vandamálum hjá börnum
og unglingum, segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari. Hann segir börnin ekki ná að þroska stoðkerfi líkamans.
Ný tómstundamiðstöð, Glætan,
hefur verið opnuð að Auðbrekku 26
í Kópavogi fyrir börn og ungmenni
sem eiga undir högg að sækja
félagslega. Starfsemi Glætunnar
er byggð á námskeiðum sem for-
varnasamtökin Lífsýn hafa haldið
undanfarin átta ár, að því er Elvar
Bragason, framkvæmdastjóri Líf-
sýnar og frumkvöðull verkefnis-
ins, greinir frá. Elvar er jafnframt
stjórnarmaður í Glætunni og for-
varnaráðgjafi tómstundamiðstöðv-
arinnar.
Glætan býður upp á skapandi
viðfangsefni sem ætlað er að opna
þátttakendum nýja möguleika í líf-
inu. „Við höfum hjálpað yfir 700
börnum á þessum átta árum,“ segir
Elvar.
Þátttakendur velja sér verkefni
í svokölluðum smiðjum þar sem
unnið er með tónlist, leiklist og
fleiri listform auk þess sem útivist
er stunduð. Í starfi smiðjanna er
unnið með grundvallarmarkmið-
in í starfinu, það
er að byggja upp
jákvæða sjálfs-
mynd og sjálfs-
virðingu þátttak-
enda, efla traust,
samskiptafærni
og trú á eigin
getu í skapandi
og hvetjandi sam-
skiptum.
Börn og unglingar geta sjálf
skráð sig á námskeið hjá Glætunni
og eru leiðbeiningar um hvernig
skráning fer fram á vefsíðunni
glaetan.com. „Við erum einnig
í samstarfi við námsráðgjafa í
öllum grunnskólum á höfuðborgar-
svæðinu. Þeir sjá hvaða krakkar
þurfa á þessum námskeiðum að
halda og vísa foreldrum þeirra til
okkar,“ segir Elvar.
Fyrsta námskeiðið hefst klukk-
an 15.30 í dag og er enn hægt að
skrá sig.
- ibs
Ný tómstundamiðstöð fyrir börn og unglinga:
Sjálfsmyndin byggð
upp í Glætunni
N
O
RD
ICPH
O
TO
S/G
ETTY
Foreldrar átta sig kannski ekki á því
hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk
og hvernig eigi að leysa vandann. Ungling-
arnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálf-
un núna eru þau sem byrjuðu að sitja við
tölvur fyrir nokkrum árum.
Gauti Grétarsson
FJÖR Fyrsta námskeið Glætunnar hefst í dag og enn er hægt að skrá sig.
ELVAR
BRAGASON
Næstkomandi laugardag verður
norræni leikjadagurinn hald-
inn hátíðlegur í bókasöfnum á
Norðurlöndunum. Þennan dag
beina almenningsbókasöfn kast-
ljósinu að leikjum, borðspilum og
tölvuleikjum í því skyni að sýna
fram á að leikir séu efni sem eigi
heima á bókasöfnum, nú sem
endranær, að því er segir á vef
Borgarbókasafnsins.
Fjögur söfn Borgarbókasafns,
aðalsafn, Kringlusafn, Gerðu-
bergssafn og Sólheimasafn, taka í
fyrsta sinn þátt í deginum. Boðið
verður upp á alls konar borð spil,
tölvuleikinn Icycle, og geta þátt-
takendur í honum att kappi við
aðra norræna keppendur, og létt-
an ratleik.
Spilavinir verða til aðstoðar
í aðalsafni, Gerðubergssafni og
Sólheimasafni. Þetta verður sem
sagt fullur dagur af leik og gleði
fyrir alla aldurshópa og eru allir
velkomnir.
Leikjadagur á
bókasöfnum
BORÐSPIL Á laugardaginn verður hægt
að keppa í leikjum á bókasöfnum.
MEÐ SPJALDTÖLVU
Búast má við stoð-
kerfisvandamálum hjá
börnum sem sitja lengi
með spjaldtölvur.
Skoðaðu úrvalið á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040
Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Notaðir bílar
- Brimborg
Tilboð: 4.640.000 kr.
Volvo XC90 SE+ D5 AWD RRM19
Skráður ágúst 2008, 2,4Di dísil, sjálfskiptur
Ekinn 133.000 km.
Ásett verð: 4.990.000 kr.
Tilboð: 3.490.000 kr.
Volkswagen Passat Highline JKR84
Skráður mars 2012, 1,4i metan/bensín, sjálfsk.
Ekinn 53.500 km.
Ásett verð: 3.690.000 kr.
400.000 KR.
FERÐAFJÖR
FINNDU BÍLINN ÞINN Á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
*Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi
verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla.
Kauptu notaðan bíl af Brimborg
og þú átt möguleika á að vinna
* GJAFABRÉF FRÁ WOWair
NOTAÐIR BÍLAR
Vertu með!
Hvert myndir
þú fara?
Tilboð: 1.890.000 kr.
Ford Focus Trend Collection IVY39
Skráður júní 2010, 1,6i bensín, beinskiptur
Ekinn 68.000 km.
Ásett verð: 1.990.000 kr.
Í MIKLU ÚRVALI